Author: Katrín Vilhelmsdóttir

Twin Peaks: The First Season (Pilot, Episodes 1.1-2.2)

Leikstjórn: David Lynch (pilot, 1.2) og Duwayne Dunham (1.1) Handrit: Mark Frost og David Lynch Leikarar: Kyle MacLachlan, Michael Ontkean, Madchen Amick, Dana Ashbrook, Richard Beymer, Lara Flynn Boyle, Sherilyn Fenn, Warren Frost, Peggy Lipton, James Marshall, Everett McGill, Jack Nance, Ray Wise, Joan Chen og Piper Laurie Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1990 Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Þegar lík ungrar stúlku finnst fer lífið í smábænum Twin Peaks úr skorðum. Til bæjarins kemur ungur alríkisfulltrúi að nafni Dale Cooper til að rannsaka málið og í ljós kemur að ekki er allt sem sýnist og svo virðist sem flestir bæjarbúa hafi eitthvað að fela. Almennt um myndina: Þegar þættirnir voru fyrst sýndir á ABC sjónvarpsstöðinni í Apríl árið 1990 varð strax ljóst að þar var á ferðinni ferskt og nýtt efni, en það virtist þó skiptast þannig að annaðhvort elskaði fólk þættina eða hataði. Kvikmyndatakan og klippingin eldast ljómandi vel og hentar hún þáttunum prýðilega. Mikið er um að atriði séu látnin renna saman, til dæmis þar sem verið er að mynda eina persónu, …