Author: Ritstjórn Deus ex cinema

Jesúbíó 2006

Á föstu 2006 stendur Deus ex cinema ásamt Guðfræðistofnun og Neskirkju fyrir Jesúmyndahátíð undir yfirskriftinni Jesúbíó 2006. Hver kvikmynd er kynnt stuttlega í ljósi kvikmyndafræði og guðfræði. Hér má nálgast upptökur af nokkrum þessara kynninga. Arnfríður Guðmundsdóttir: Guðfræðina í Il vangelo secondo Matteo (9,3mb, mp3-skrá) Oddný Sen: Il vangelo secondo Matteo sem kvikmynd (5,9mb, mp3-skrá) Sigurður Árni Þórðarson: Guðfræðin í Jesus de Montréal (11mb, mp3-skrá) Árni Svanur Daníelsson: Jesus de Montréal sem kvikmynd (7,3mb, mp3-skrá)

Málþing um íranskar kvikmyndir

Málþing um íranskar kvikmyndir var haldið 6. október 2005 í samvinnu Deus ex cinema og Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Hægt er að hlusta á fyrirlestrana með því að smella á tenglana hér að neðan. Bjarni Randver Sigurvinsson: Hið mennska í írönskum kvikmyndum (4,5 mb, mp3-skrá) Halldór Hauksson: Undir olífutrjánum eftir Abbas Kiarostami (3,9 mb, mp3-skrá) Teitur Atlason: Keimur af kirsjuberjum eftir Abbas Kiarostami (3,6 mb, mp3-skrá) Árni Svanur Daníelsson: Stund sakleysis og fyrirgefningar (4,6 mb, mp3-skrá) Gunnar J. Gunnarsson: Í þágu friðar og menntunar. Um kvikmyndir Samiru Makhmalbaf (7 mb, mp3-skrá) Steinunn Lilja Emilsdóttir: Spegillinn eftir Jafar Panahi (2,7 mb, mp3-skrá) Elína Hrund Kristjánsdóttir: Konur í írönskum kvikmyndum (4,7 mb, mp3-skrá)

Trúlega Tarkovskí

Dagskrá haldin í samstarfi við Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju. Bíósýningar í Bæjarbíói og málþing í Hallgrímskirkju. Innlýsingar   Oddný Sen: Bernska Ívans (innlýsing) Gunnlaugur A. Jónsson: Bernska Ívans (innlýsing) Gunnar J. Gunnarsson: Fórnin (innlýsing) Pétur Pétursson: Fórnin (innlýsing) Fyrirlestrar Astrid Söderbergh-Widding: Deus absconditus – á mörkum hins sýnilega og ósýnilega í kvikmyndum Tarkovskís Gunnlaugur A. Jónsson: Nostalgía Tarkovskís í biblíulegu ljósi Pétur Pétursson: Speglanir í kvikmyndum Andrejs Tarkovskís

Stargate

Leikstjórn: Roland Emmerich Handrit: Dean Dewlin og Roland Emmerich Leikarar: Kurt Russell, James Spader, Viveca Lindfors, Alexis Cruz, Mili Avital, Leon Rippy, John Diehl, Carlos Lauchu, Djimon Hounsou, Eric Avari, French Stewart, Gianin Loffler, Jaye Davidson, Christopher John Fields, Derek Webster og fleiri Upprunaland: Frakkland og Bandaríkin Ár: 1994 Lengd: 113mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Árið 1928 finna fornleifafræðingar stóran og sérkennilegan steinhring grafinn í jörðu í Egyptalandi. Tæplega 70 árum síðar tekst dr. Daniel Jackson (James Spader) að ráða í dularfullt letrið á hringnum sem verður upphafið að ferðalagi yfir á plánetu, sem kallast Abydos og er í Kalyem stjörnuþokunni, í áður óþekktum hluta vetrarbrautarinnar. Ferðalangarnir, lítill flokkur hermanna með ofurstanum O’Neil (Kurt Russel) í fararbroddi ásamt dr. Jackson, finna þar eftirmynd af pýramídanum við Giza ásamt litlu samfélagi frumstæðra manna sem er stjórnað af öflugri geimveru sem tekið hefur sér guðlega stöðu undir nafninu Ra eftir sólguði Egypta til forna. Almennt um myndina: Þýski leikstjórinn og handritshöfundurinn Roland Emmerich á að baki margar stórmyndir á borð við Independence Day, Godzilla, …

Miracle on 34th Street

Leikstjórn: Les Mayfield Handrit: George Seaton og John Hughes, byggt á gamalli samnefndri kvikmynd frá árinu 1947 sem gerð var af George Seaton eftir sögu Valentine Davies Leikarar: Richard Attenborough, Elizabeth Perkins, Dylan McDermott, Mara Wilson, J T Walsh, James Remar, Robert Prosky og Joss Ackland Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1994 Lengd: 114mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Hin sex ára gamla Susan (Mara Wilson) á þá ósk heitasta á jólunum að eignast föður, bróður og hús. Þegar jólasveinn (Richard Attenborough) þakkargjörðarskrúðgöngu Cole´s verslunarkeðjunnar blikkar til hennar auga, ögrar hann efasemdum hennar um tilvist jólasveinsins og fyllir hjarta hennar von um að hann geti gefið henni í jólagjöf það sem hjarta hennar þráir mest. Susan sem hafði sætt sig við að draumur hennar ætti einungis heima á ljósmynd í lokuðu skríni, sér brátt að trúin ein getur látið óskir rætast. Almennt um myndina: Miracle on 34th Street er endurgerð samnefndrar kvikmyndar frá árinu 1947. Myndin er ein af þessum vel heppnuðu klassísku jólamyndum sem enginn má missa af að horfa á hver einustu jól …

The Village

Leikstjórn: M. Night Shyamalan Handrit: Manoj Night Shyamalan Leikarar: Bryce Dallas Howard, Joaquin Phoenix, Adrien Brody, William Hurt (I), Sigourney Weaver, Brendan Gleeson, Cherry Jones, Celia Weston, John Christopher Jones, Frank Collison, Jayne Atkinson, Judy Greer Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2004 Lengd: 108mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Íbúar afskekkts smábæjar í Pensilvaníu undir lok 19. aldar hafa um nokkurt skeið búið í friðsömu nábýli við dularfullar skógarverur. Þegar forvitni yngri kynslóðar bæjarins reitir skógverurnar til reiði virðist uppgjör hinna ólíku nágranna óumflýjanlegt. Inn í söguþráðinn fléttast dramantísk fortíð stofnenda bæjarins og átakanlegur ástarþríhyrningur. Almennt um myndina: „The Village“ er sjötta myndin sem M. Night Shyamalan bæði leikstýrir og semur handritið að. Shyamalan er frekar ungur að árum, fæddur 1970, og virðist vera á góðri leið með að hasla sér völl sem Hitchcock nýrrar kynslóðar. Hann hefur þó legið undir töluverðri gagnrýni að undanförnu fyrir að koma ávalt „fyrirsjáanlega á óvart” í myndum sínum. Það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég hugsa um „The Village“ er hverskonar sjónrænt listaverk kvikmyndin er. Bæði …

Íshljómar

Leikstjórn: Páll Steingrímsson Handrit: Páll Steingrímsson Leikarar: Enginn leikari Upprunaland: Ísland Ár: 2004 Lengd: 6mín. Hlutföll: Sennilega 1.33:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Myndin lýsir samspili klaka, vatns og tónlistar. Almennt um myndina: Falleg mynd með hrífandi tónlist sem hefði verið enn betri ef tónlistarmennirnir hefðu ekki verið þarna. Myndin var sýnd á stuttmyndahátíðinni Reykjavík Shorts and Docs. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Sköpunarverkið er stórfenglegt! Guðfræðistef: náttúran, sköpunin

Blind Date

Leikstjórn: Huldar Freyr Arnarson Handrit: Huldar Freyr Arnarson Leikarar: (Upplýsingar vantar) Upprunaland: Ísland Ár: 2004 Lengd: 18mín. Hlutföll: Sennilega 1.33:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Varfærinn karlmaður fer á blint stefnumót með konu sem er gangandi slysagildra. Almennt um myndina: Tæknilega best unnin af þeim myndum sem sýndar voru á stuttmyndadagskránni Reykjavík Shorts and Docs í Regnboganum en það vantaði samt eitthvað í söguna. Þótt hún sé skemmtileg og gáskafull er hún allt of fyrirsjáanleg. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Myndin varðar fyrst og fremst samskipti kynjanna með skondnum hætti þar sem ólánið virðist fylgifiskur a.m.k. annarrar persónunnar.

Metropolis

Leikstjórn: Fritz Lang Handrit: Fritz Lang og Thea von Harbou (einnig skáldsaga) Leikarar: Alfred Abel, Gustav Fröhlich, Brigitte Helm, Rudolf Klein-Rogge, Fritz Rasp, Theodor Loos og Heinrich George Upprunaland: Þýskaland Ár: 1927 Lengd: 124mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Sagan gerist árið 2026. Freder, sonur skapara og stjórnenda Metropolis, verður ástfanginn af Maríu, kennslukonu úr neðanjarðarborg verkamannanna, og kemst að því hversu slæm kjör þeirra eru þar sem þeir þræla á tíu tíma vöktum og búa við verstu kjör. Hann uppgötvar að örlög hans eru að verða sáttarsemjari milli föður síns og verkamannanna, hjartað sem tengir saman heilann og útlimina. Ýmislegt stendur samt í vegi fyrir því að hann nái að koma á þessari sátt, sérlega standa í vegi hans C.A. Rotwang og vélmennisútgáfan af Maríu er stefna að eyðileggingu Metropolis. Almennt um myndina: Þýska expressjónismans er best að njóta með áhorfi á tímamótamyndir eins og Das Kabinett des Doktor Caligari (Robert Wiene: 1920). Þar er útlitið allt annarsheimslegt og borgaratriðin kvikmynduð á sviði með húsin hímandi á meistaralegan hátt yfir vegfarendum til …

Sódóma Reykjavík

Leikstjórn: Óskar Jónasson Handrit: Óskar Jónasson Leikarar: Björn Jörundur Friðbjörnsson, Eggert Þorleifsson, Helgi Björnsson, Margrét Gústavsdóttir, Sigurjón Kjartansson, Sóley Elíasdóttir, Stefán Sturla Sigurjónsson og Þröstur Guðbjartsson Upprunaland: Ísland Ár: 1993 Lengd: 90mín. Hlutföll: 1.66:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Kvikmyndin segir frá sakleysingjanum Axel sem þarf að leita sjónvarpsfjarstýringar móður sinnar um alla Reykjavíkurborg. Kemst hann í kynni við miður heppilegan félagsskap systur sinnar. Leitin berst inn á skemmtistaðinn Sódómu sem er í eigu glæpagengis. Vegna misskilnings vilja eigendur Sódómu Axel feigan og skapast því mikil spenna þar á milli. Almennt um myndina: Það eru ekki margar íslenskar kvikmyndir sem hafa orðið langlífar, en þó má finna lítinn hóp og má með sanni segja að Sódóma eigi vel heima í þeim hópi. Á tíu ára afmæli kvikmyndarinnar var myndin gefin út DVD á diski auk aukaefnis. Það er skemmst frá því að segja að mynddiskurinn seldist gríðarlega vel og var meðal annars í efsta sæti á íslenskum vinsældarlistum fyrstu vikurnar í sölu. Árið 1993 var Sódóma Reykjavík tilnefnd til sex verðlauna í keppni um norrænu …