The Green Mile
Leikstjórn: Frank Darabont Handrit: Frank Darabont, byggt á sögu eftir Stephen King Leikarar: Tom Hanks, David Morse, Bonnie Hunt, Michael Clarke Duncan, James Cromwell, Michael Jeter, Graham Greene, Dough Hutchison, Sam Rockwell, Barry Pepper, Jeffrey DeMunn, Patricia Clarkson, Harry Dean Stanton, Dabbs Greer, Eve Brent, Brent Briscoe, Gary Sinise og William Sadler Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1999 Lengd: 188mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: The Green Mile greinir frá samskiptum fangavarða við dauðadæmda fanga í „Cold Mountain“ ríkisfangelsinu. Hæst bera samskipti yfirfangavarðarins Paul (Tom Hanks) við kraftaverkamanninn John Coffey (Michael Duncan), en hann er dæmdur fyrir meint morð á tveimur stúlkubörnum. Innan veggja fangelsisins takast á öfl illsku og kærleika sem hafa áhrif á það hvernig persónur myndarinnar takast á við líf sitt og umhverfi. Almennt um myndina: Rithöfundurinn Stephen King ritaði The Green Mile í formi sex sjálfstæðra þáttaraða og var bókin gefin út í einu lagi árið 1996. Kvikmyndaleikstjórinn Frank Darabont leikstýrði myndinni og var hún tilnefnd til fjögurra Óskarsverðlauna. Hann leikstýrði einnig mynd Stephens King, The Shawshank Redemption fimm árum áður. …