Author: Kristján Valur Ingólfsson

Fjölskylduferð

Ég geri ráð fyrir að flestum þyki felast bak við orðið fjölskylduferð ánægjuleg sameiginleg upplifun einnar fjölskyldu, sem er stór eða lítil eftir atvikum. Hliðstætt og þó í enn frekara mæli gildir um orðið sælureitur. Það er staður sem kallar fram sælu eða sælar minningar eru bundnar við. Það er vel til fundið að kalla myndina Smultronstället Sælureit uppá íslensku, en heitið er þó í sjálfu sér órætt. Þegar ég hugsa um þessa mynd Bergmanns sem hér er til umfjöllunar leitar frekar á hugann fyrra hugtakið. Ég leyfi mér að setja það sem yfirskrift þótt ef til vill væri kannski best að láta þetta innslag heita: Ekki er allt sem sýnist. Hér er samt hvorki um að ræða fjölskylduferð né sælureit í sinni einsleitu, jákvæðu mynd. Enda var þess vart að vænta í mynd frá hendi höfundar sem seint verður sakaður um að láta sér nægja yfirborðsveruleika. Eins og í góðri predikun, lýkst inntak og merking sögunnar sem myndin segir upp í síðustu andartökum hennar. Þess vegna tekur áhorfandinn svo miklu meira með sér heim …