Author: Laufey Ásgrímsdóttir

Unforgiven

Leikstjórn: Clint Eastwood Handrit: David Webb Peoples Leikarar: Clint Eastwood, Morgan Freeman, Gene Hackman, Richard Harris Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1992 Lengd: 131mín. Hlutföll: us.imdb.com/Title?0105695 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: William Munny (Eastwood), þekktur morðingi og fátækur svínahirðir, býr með tveimur börnum sínum á sveitabæ árið 1880. Hann hefur snúið frá sínum fyrri lífsstíl, drykkju og drápum. Þegar honum býðst að vinna sér inn 500 dollara fyrir að drepa tvo kúreka sem skáru andlit vændiskonu, freistast hann til að taka upp sína gömlu iðju til þess að geta boðið börnum sínum betri lífskjör. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Í kvikmyndinni Unforgiven eru fjölmörg trúarleg stef. Það eru siðfræðileg og guðfræðileg stef, vísun í trúarpersónur og athyglisverðar hliðstæður við trúartexta. Eitt stærsta siðfræðilega stef myndarinnar er sektarkennd. Fortíðardraugar og sektarkennd ásækja Munny iðulega. Í því ljósi er titill myndarinnar, Unforgiven, athyglisverður.Nokkrar áhugaverðar skírskotanir í kvikmyndinni til hins deuteronómska söguverks Gamla Testamentisins. Í uppgjöri Munny og Litla Bills, lögreglustjóra bæjarins Big Whiskey, segir Litli Bill þar sem hann horfir í byssuhlaupið hjá Munny: „Ég á ekki skilið að …