Author: Nanda María Maack

A Simple Plan

Leikstjórn: Sami Raimi Handrit: Scott B. Smith Leikarar: Bill Paxton, Bridget Fonda, Billy Bob Thornton, Brent Briscoe, Jack Walsh, Chelcie Ross, Becky Ann Baker, Gary Cole, Bob Davis, Peter Syvertsen, Tom Carey og John Paxton Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1998 Lengd: 121mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Bræðurnir Hank og Jakob, sem er svolítið greindarskertur, og vinur hans Lou finna 4 milljón dollara í flugvélarflaki sem hafði hrapað úti í óbyggðum. Þeir taka þá örlagaríku ákvörðun að halda peningunum og tilkynna lögreglunni ekki um fundinn. Í kjölfar fundarins kemur upp misklíð milli bræðranna og vinarins og er uppgjör þeirra átakanlegt, þar sem eitt morð leiðir af öðru og flóknir svikavefir enda með ósköpum. Almennt um myndina: Myndin er mjög góð og vel leikin en Billy Bob Thornton er þar sérstaklega eftirminnilegur í túlkun sinni á greindarskerta bróðurnum. Leikstjórinn Sam Raimi tileinkaði sér hér frásagnarstíl Coen bræðra með góðum árangri og nýtti sér m.a. þá tækni sem þeir höfðu beitt við myndatöku í snjó við gerð myndarinnar Fargo (1996). Ýmsir þekktir leikarar voru lengi orðaðir …