Author: Ólafur Tryggvi Magnússon

My Darling Clementine

Leikstjórn: John Ford Handrit: Samuel G. Engel, Sam Hellman og Winston Miller, byggt á sögunni Wyatt Earp, Frontier Marshal eftir Stuart N. Lake Leikarar: Henry Fonda, Linda Darnell, Victor Mature, Cathy Downs, Walter Brennan, Tim Holt, Ward Bond og Alan Mowbray Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1946 Lengd: 97mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Myndin segir frá Wyatt Earp og bræðum hans sem gerast löggæslumenn í smábænum Tombstone eftir að yngsti bróðurinn er drepinn í nágreni við bæinn. Bræðurnir eiga í stigvaxandi útistöðum við Clanton-feðga sem endar með uppgjöri við OK-réttina. Almennt um myndina: Goðsögnin um Wyatt Earp og uppgjör hans við Clanton-feðga við OK-réttina er vel þekkt og hluti af sagnahefð Bandaríkjamanna. Hún er byggð á raunverulegum atburðum sem áttu sér stað í bænum Tombstone í Arizona-fylki árið 1881. Sögnin hlýtur að höfða sterkt til þjóðarsálarinnar vestra, því að uppgjörið við réttina í Tombstone hefur sennilega verið kvikmyndað oftar en nokkur annar einstakur atburður í sögu bandarísku þjóðarinnar, m.a. af meistara John Ford í myndinni sem hér er til umfjöllunar. My Darling Clementine er …

Whale Rider

Leikstjórn: Niki Caro Handrit: Niki Caro, byggt á sögu eftir Witi Ihimaera Leikarar: Keisha Castle-Hughes, Rawiri Paratene, Vicky Haughton, Cliff Curtis, Grant Roa, Mana Taumaunu, Rachel House, Taungaroa Emile, Tammy Davis og Mabel Wharekawa-Burt Upprunaland: Nýja Sjáland og Þýzkaland Ár: 2002 Lengd: 101mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Sögusviðið er Nýja Sjáland nútímans, í byggð Whangara fólksins af ættbálki majóramanna. Sagan fjallar um Pai, 11 ára stelpu sem er sannfærð um að hún getur tekið við leiðtogahlutverki í samfélagi sínu. Afi hennar, höfðingi Whangara fólksins hefur komið henni í föðurstað og alið hana upp í miklu ástríki og virðingu fyrir háttum forfeðranna. Hann horfir til hefðarinnar og setur sig því upp á móti áformum hennar. Hann er sannfærður um að einungis strákur geti tekið við hlutverki leiðtogans. Almennt um myndina: Nýjálenska kvikmyndin Whale Rider eftir Niki Caro er rúmlega ársgömul þótt við séum fyrst að fá hana í kvikmyndahús núna. Hún hefur vakið mikla athygli bæði meðal almennings og gagnrýnenda og ekki furða. Gleðin sem hún skilur eftir í brjóstinu minnir á Amélie, …

The Ten Commandments

Leikstjórn: Cecil B. DeMille Handrit: Æneas MacKenzie, Jesse Lasky Jr., Jack Gariss og Fredric M. Frank Leikarar: Charlton Heston, Yul Brynner, Anne Baxter, Edward G. Robinson, Vincent Price, John Derek, John Carradine, Yvonne De Carlo, Debra Paget, Cedric Hardwicke, Nina Foch, Martha Scott, Judith Anderson, Robert Vaughn, Gordon Mitchell og Cecil B. DeMille Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1956 Lengd: 220mín. Hlutföll: 1.85:1 (endurútgefin 1989 í 2.20:1) Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Í myndinni er sögð saga af Móse og brottför Hebreanna frá Egyptalandi. Myndin er biblíumynd í þeim skilningi að saga úr Biblíunni, nánar tiltekið 2. Mósebók (Exodus), er uppistaðan í framvindu myndarinnar. (Sbr. Þorkell Ágúst Óttarsson: Trúarstef í kvikmyndum. Skilgreiningar og aðferðir. Nóvember, 2002.) Það er þó vikið frá texta Exodus í mörgum meginatriðum. Dóttir Faraós finnur ungan dreng þar sem hann liggur í bastkörfu í ánni Níl. Hún gefur honum nafnið Móse. Við fylgjumst síðan með Móse sem fulltíða manni við hirð Faraós. Þar á hann í samkeppni við Ramses II um hylli Setis Faraós um hver mun erfa ríkið og fá um leið …