Author: Pétur Pétursson

Pelle erobreren

Leikstjórn: Bille August Handrit: Bille August, Per Olov Enquist og Bjarne Reuter, byggt á skáldsögu eftir Martin Andersen Nexø Leikarar: Pelle Hvenegaard, Max von Sydow, Erik Paaske, Björn Granath, Astrid Villaume, Axel Strøbye, Troels Asmussen, Kristina Törnqvist, Karen Wegener, Sofie Gråbøl, Lars Simonsen, Buster Larsen, John Wittig, Troels Munk og Nis Bank-Mikkelsen Upprunaland: Danmörk og Svíþjóð Ár: 1987 Lengd: 143mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Landbúnaðarverkamaðurinn Lasse Karlsson (Max von Sydow) er nýlega orðinn ekkjumaður og er hann á leið með sjö ára son sinn, Pelle (Pelle Hvenegaard), frá Tommelilla í Svíþjóð til Danmerkur þar sem hann telur að þeim feðgum muni vegna betur. En þegar til á að taka finnst væntanlegum atvinnuveitendum karlinn of gamall og strákurinn of ungur. Feðgarnir neyðast til að sætta sig við heldur báborin kjör lægst í virðingarstiganum sem fjósamenn á herragarði sem nánast er í hers höndum vegna ofbeldisfulls verkstjóra. Almennt um myndina: Myndin, sem er samvinnuverkefni Dana og Svía, snýst um líf fólksins á herragarðinum og í næsta nágrenni hans. Það reynist ekki eintóm sveitasæla. Margir …

Vozvrashcheniye

Leikstjórn: Andrei Zvyagintsev Handrit: Vladimir Moiseyenko og Aleksandr Novototsky Leikarar: Vladimir Garin, Ivan Dobronravov, Konstantin Lavronenko, Natalya Vdovina, Yelizaveta Aleksandrova, Lazar Dubovik, Lyubov Kazakova, Galina Petrova, Aleksei Suknovalov og Andrei Sumin Upprunaland: Rússland Ár: 2003 Lengd: 106mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Pabbi tveggja drengja er kominn heim eftir 12 ára útivist. Þeir búa með móður sinni og ömmu en heimkoma föðurins reynist engum fagnaðarefni. Hann er fjarlægur – eins og af öðrum heimi – og gefur engum tækifæri til að nálgast sinn innri mann ef hann hefur þá nokkurn. En hann gengur strax inn í hlutverkið sem drottnari heimilisins og það slær þögn á alla, konurnar þjást, ekki síst sú gamla sem segir ekki eitt einasta orð. Hann ætlast greinilega til þess að allir hlýði honum umyrðalaust. Drengirnir eru fyrst spenntir og reyna að nálagst föður sinn á ýmsan hátt og gera honum allt til hæfis en viðleitni þeirra rennur alltaf út í sandinn. Það er sérstaklega yngri sonurinn Ívan sem verður sár, enda viðkvæmir og lítill í sér og með mikið …

Maria, llena eres de gracia

Leikstjórn: Joshua Marston Handrit: Joshua Marston Leikarar: Catalina Sandino Moreno, Yenny Paola Vega, Virgina Ariza, Johanna Andrea Mora, Wilson Guerrero, John Álex Toro, Guilied Lopez, Patricia Rae, Orlando Tobon, Fernando Velasquez og Jaime Osorio Gómez Upprunaland: Kolumbía og Bandaríkin Ár: 2004 Lengd: 101mín. Hlutföll: 1.88:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: María er ósköp venjuleg 17 ára stúlka sem býr í sveitarþorpi í Kólumbíu með móður sinni, ömmu og systur, sem á einn son í lausaleik en hann er lasinn og þarf meðöl sem kosta sitt. Hún vinnur eins og flestir í þorpinu í rósaræktinni sem er aðalvinnustaðurinn í plássinu. Þar ríkir harður vinnuagi og stúlkurnar sem hreinsa blómin og pakka þeim eru reknar áfram af hörku af verkstjóranum. María er kannski sjálfstæðari og með meiri réttlætiskennd en vant er um stallsystur hennar í svipuðum aðstæðum og henni mislíkar að fá ekki að fara á salernið þegar henni er mál og sættir sig ekki við dónaskap verkstjórans. Hún er ekki vel fyrirkölluð og gubbar yfir blómin og það kemur á daginn að hún er ófrísk. Fjöskyldan …

Elizabeth: The Virgin Queen

Leikstjórn: Shekhar Kapur Handrit: Michael Hirst Leikarar: Cate Blanchett, Geoffrey Rush, Joseph Fiennes, Christopher Eccleston, Richard Attenborough, Rod Culbertson, Paul Fox, Liz Giles, Terence Rigby, James Frain, Peter Stockbridge, Fanny Ardant, Vincent Cassel, Emily Mortimer, John Gielgud, Jean-Pierre Léaud, Amanda Ryan, Kathy Burke og Shekhar Kapur Upprunaland: Bretland Ár: 1998 Lengd: 119mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Mótmælandinn Elísabet I. Englandsdrottning sætti margþættu mótlæti í lífinu. Faðir hennar Hinrik VIII ýmist rak eiginkonur sínar frá sér eða lét lífláta þær og meðan eldri systir hennar, sem var rómversk-kaþólsk, var drottning lét hún hneppa hana í varðhald í ótta um að mótmælendur kynnu að steypa sér af stóli og koma henni til valdar. Fljótlega eftir að Elísabet I. kemst sjálf til valda koma valdamiklir aðalsmenn við hirðina sér saman um að steypa henni af stóli með fulltingi páfans og Spánarkonungs, en valdarán þeirra mistekst. Í kjölfar þess ákveður drottningin að helga líf sitt að öllu leyti þjóð sinni og það gerist samkvæmt túlkun myndarinnar með því að hún samsamast hlutverki og persónu Maríu meyjar. …

Priest

Leikstjórn: Antonia Bird Handrit: Jimmy McGovern Leikarar: Linus Roache, Tom Wilkinson, Robert Carlyle, Cathy Tyson, Lesley Sharp, Robert Pugh, James Ellis, Paul Barber, Rio Fanning og Christine Tremarco Upprunaland: Bretland Ár: 1994 Lengd: 98mín. Hlutföll: 1.66:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Séra Greg er nýútskrifaður, ungur laglegur maður, fullur sannfæringar um köllun sína sem prestur í rómversk-kaþólsku kirkjunni, en hann fær brátt að kenna á því að raunveruleikinn er ekki sniðinn að hugsjónum hans. Hann þarf að takast á við félagsleg vandamál í sókninni þar sem hann er kallaður til að þjóna í verkamannahverfi í Liverpool og hann þarf ekki síður að takast á við sinn innri mann. Gamli presturinn sem hann tók við af var aldrei sáttur við sjálfan sig í prestshlutverkinu. Þegar biskupinn sagði honum upp störfum, sleppti hann sér og braust drukkinn inn í biskupsgarð vopnaður þungum róðukrossi. Samstarfsmaður Gregs, séra Matthew Thomas, er frjálslyndur prestur sem í fyrstu gengur alveg fram af honum, en hann hafði þjónað í Suður-Ameríku og tileinkað sér þar frelsunarguðfræði sem hann útfærir meðal sóknarbarna sinna. Borgaralegt …

Persona

Leikstjórn: Ingmar Bergman Handrit: Ingmar Bergman Leikarar: Bibi Andersson, Liv Ullmann, Margaretha Krook, Gunnar Björnstrand og Jörgen Lindström Upprunaland: Svíþjóð Ár: 1966 Lengd: 83mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Þekkt leikkona fær taugaáfall í miðri leiksýningu og neitar að tala. Hvorki eiginmaður hennar né ungur sonur þeirra geta haft nokkur áhrif á hana og er hún að lokum lögð inn á geðdeild þar sem hjúkrunarkonan Alma fær það hlutverk að hjúkra henni. Að ráði yfirlæknisins fer Alma með leikkonuna í einangrað sumarhús við ströndina í von um að það geti bætt heilsu hennar og verður samband þeirra þar afar náið, ekki síst vegna þess að hjúkrunarkonan notar tækifærið til að léttu öllu af sér við hinn þögla sjúkling sem hlustar á hvert orð sem hún segir. Alma er í fyrstu himinlifandi yfir því að fá að tala óhindrað um sjálfa sig við svo virta leikkonu, en þegar hún áttar sig á afstöðu hennar til sín, magnast spennan á milli þeirra og fer hún að hata hana. Almennt um myndina: Kvikmyndin Persóna markar mikilvæg …

La double vie de Véronique

Leikstjórn: Krzysztof Kieslowski Handrit: Krzysztof Kieslowski og Krzysztof Piesiewicz Leikarar: Irène Jacob, Philippe Volter, Claude Duneton, Wladyslaw Kowalski, Halina Gryglaszewska, Louis Ducreux, Kalina Jedrusik, Aleksander Bardini, Jerzy Gudejko, Janusz Sterninski, Sandrine Dumas, Lorraine Evanoff, Gilles Gaston-Dreyfus og Guillaume De Tonquedec Upprunaland: Pólland, Frakkland og Noregur Ár: 1991 Lengd: 110mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Við fyrstu sýn virðist myndin greina frá kafla úr lífi tveggja ungra kvenna. Þær eru eins og eineggja tvíburar, eins í háttum, fæddar sama árið án þess þó að geta verið skyldar. Myndin er eins og tvær heimildamyndir skeyttar saman á þann hátt að sama leikkonan fer með aðalhlutverkið í þeim báðum. Þetta einfalda atriði sem kvikmyndin býður upp á gerir myndina sem heild dulmagnaða. Líf stúlknanna er að mörgu leyti líkt þótt þær búi við ólík þjóðfélagskerfi. Margs konar þræðir og hliðstæður tengja líf þeirra saman. Þessar heimildarmyndir geta þó ekki staðið einar og sér. Þegar betur er að gáð má greina þriðju söguna í myndinni og verður myndin í raun ekki skilin fyrr en ljóst verður hvernig …

Ansiktet

Leikstjórn: Ingmar Bergman Handrit: Ingmar Bergman Leikarar: Max von Sydow, Ingrid Thulin, Gunnar Björnstrand, Naima Wifstrand, Bengt Ekerot, Bibi Andersson, Gertrud Fridh, Lars Ekborg, Toivo Pawlo, Erland Josephson, Åke Fridell, Sif Ruud, Oscar Ljung og Ulla Sjöblom Upprunaland: Svíþjóð Ár: 1958 Lengd: 97mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Þegar töframaðurinn Albert Emanuel Vogler mætir með leikhóp sinn í sænskan smábæ hafa þegar borist fregnir af ýmsum yfirnáttúrulegum lækningum og fyrirbrigðum sem átt hafa sér stað í tengslum við sýningar erlendis. Bæjaryfirvöldunum hugnast ekki þessar fregnir og ákveða að taka Vogler til gaumgæfilegrar athugunar áður en hann fær að setja þar upp sýningu fyrir almenning. Töframaðurinn er látinn setja upp einkasýningu fyrir bæjaryfirvöldin þar sem héraðslæknirinn, málsvari vísindahyggjunnar, reynir að fletta ofan af honum en vandséð er hvor þeirra fari með sigur af hólmi. Almennt um myndina: Óhætt er að segja að kvikmyndin Andlitið sé eitt af áhugaverðari verkum sænska kvikmyndagerðarmannsins Ingmars Bergman, þar sem hún varpar nokkru ljósi á lífssýn hans og trúarlega glímu, ekki síst viðhorf hans til stöðu trúarstofnunarinnar í samfélaginu …

Tystnaden

Leikstjórn: Ingmar Bergman Handrit: Ingmar Bergman Leikarar: Ingrid Thulin, Gunnel Lindblom, Birger Malmsten, Håkan Jahnberg, Jörgen Lindström, Lissi Alandh, Karl-Arne Bergman, Leif Forstenberg og Eduardo Gutiérrez Upprunaland: Svíþjóð Ár: 1963 Lengd: 94mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Tvær systur neyðast til að gera hlé á ferð sinni um fjarlægt land vegna veikinda annarrar þeirra. Þær dvelja á hóteli ásamt ungum syni heilbrigðu systurinnar en fyrir utan er herinn grár fyrir járnum. Almennt um myndina: Þetta er þriðja og síðasta myndin í svonefndum trúarþríleik Ingmars Bergman, en hinar myndirnar eru Eins og í skuggsjá (Såsom i en spegel) og Kvöldmáltíðargestirnir (Nattvardsgästerna). Um það má hins vegar deila hvort hægt sé að tala um sérstakan trúarþríleik í þessu sambandi því nokkrar af myndum Bergmans bæði fyrir gerð þessarra mynda og eftir þær eru ekki síður trúarlegar og taka að mörgu leyti á sömu viðfangsefnum. Eins og í öðrum kvikmyndum Bergmans er kvikmyndatakan stórfengleg og hlutur leikarna að flestu leyti frábær. Persónusköpunin er djúp og samband helstu sögupersónanna hefur margþætta skírskotun og býður upp á ólíka …

Nattvardsgästerna

Leikstjórn: Ingmar Bergman Handrit: Ingmar Bergman Leikarar: Gunnar Björnstrand, Ingrid Thulin, Gunnel Lindblom, Max von Sydow, Allan Edwall, Kolbjörn Knudsen, Olof Thunberg, Elsa Ebbesen, Lars-Owe Carlberg og Tor Borong Upprunaland: Svíþjóð Ár: 1963 Lengd: 77mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Við andlát eiginkonu sinnar biður trú séra Tómasar Ericssonar, landsbyggðarprests í sænsku þjóðkirkjunni, skipsbrot. Á föstudeginum langa leitar til hans sjómaður í sjálfsvígshættu. Presturinn er svo upptekinn af eigin trúarefa og vonbrigðum að hann er ófær um að miðla guðstraustinu til sjómannsins sem fyrirfer sér. Ástand prestsins er slæmt bæði líkamlega og andlega en kennslukonan í þorpinu sem hann hefur átt í ástarsambandi við lítur á það sem köllun sína að hlúa að honum. Bæklaður meðhjálpari með stöðuga verki undirbýr messu þrátt fyrir augljóst messufall. Kennslukonan mætir í messuna og er presturinn þar kominn fyrir altarið og tónar dýrðarsönginn. Almennt um myndina: Kvikmyndin Kvöldmáltíðargestirnir (Nattvardsgästerna) er önnur myndin í svonefndum trúarþríleik Ingmars Bergmans þar sem hann er sagður hafa gert upp við trúna og kristindóminn. Sjálfur hafnar Bergman því að hægt sé að …