Pelle erobreren
Leikstjórn: Bille August Handrit: Bille August, Per Olov Enquist og Bjarne Reuter, byggt á skáldsögu eftir Martin Andersen Nexø Leikarar: Pelle Hvenegaard, Max von Sydow, Erik Paaske, Björn Granath, Astrid Villaume, Axel Strøbye, Troels Asmussen, Kristina Törnqvist, Karen Wegener, Sofie Gråbøl, Lars Simonsen, Buster Larsen, John Wittig, Troels Munk og Nis Bank-Mikkelsen Upprunaland: Danmörk og Svíþjóð Ár: 1987 Lengd: 143mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Landbúnaðarverkamaðurinn Lasse Karlsson (Max von Sydow) er nýlega orðinn ekkjumaður og er hann á leið með sjö ára son sinn, Pelle (Pelle Hvenegaard), frá Tommelilla í Svíþjóð til Danmerkur þar sem hann telur að þeim feðgum muni vegna betur. En þegar til á að taka finnst væntanlegum atvinnuveitendum karlinn of gamall og strákurinn of ungur. Feðgarnir neyðast til að sætta sig við heldur báborin kjör lægst í virðingarstiganum sem fjósamenn á herragarði sem nánast er í hers höndum vegna ofbeldisfulls verkstjóra. Almennt um myndina: Myndin, sem er samvinnuverkefni Dana og Svía, snýst um líf fólksins á herragarðinum og í næsta nágrenni hans. Það reynist ekki eintóm sveitasæla. Margir …