Mies vailla menneisyyttä
Leikstjórn: Aki Kaurismäki Handrit: Aki Kaurismäki Leikarar: Markku Peltola, Kati Outinen, Juhani Niemelä, Kaija Pakarinen, Sakari Kuosmanen, Annikki Tähti, Anneli Sauli, Elina Salo, Outi Mäenpää, Esko Nikkari, Pertti Sveholm, Matti Wuori, Aino Seppo og Janne Hyytiäinen Framleiðsluland: Finnland, Þýzkaland og Frakkland Framleiðsluár: 2002 Lengd: 97 Útgáfa: VHS, pal Hlutföll: 1.85:1 Tegund: Drama, gamanmynd Stjörnur: 3 Umfjöllun Ágrip af söguþræði: „M“ missir minnið í kjölfar líkamsárásar og glatar um leið allri vitneskju sinni um sjálfan sig. Hann býr meðal utangarðsfólks í Helsinki og greinir myndin frá samskiptum hans við samborgarana og viðleitni hans til að fóta sig í samfélaginu, nafnlaus og minnislaus. Almennt um kvikmyndina: Þótt undirritaður hafi illu heilli ekki kynnt sér finnskar kvikmyndir fram til þessa þótti honum kvikmynd þessi sverja sig mjög í ætt við þjóðerni sitt. Andrúmsloftið er ákaflega „finnskt“ ef svo má segja. Tilfinningar og samræður einkennast af stakri naumhyggju, kímnin er kaldhæðin og tónlistin angurvær blanda af finnsku tangó og ýmsum slögurum. Umfjöllunarefni myndarinnar er sígilt í kvikmyndum og skáldskap: Samfélagið er skoðað með augum einhvers sem er utangarðs …