Signs
Leikstjórn: M. Night Shyamalan Handrit: M. Night Shyamalan Leikarar: Mel Gibson, Rory Culkin, Abigail Beslin, Joaquin Phoenix, Cherry Jones og M. Night Shyamalan Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2002 Lengd: 106mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Mel Gibson leikur kaþólskan prest sem verður fyrir miklu áfalli og gengur af trúnni, þegar kona hans deyr í bílslysi. Þeim harmleik er blandað inn í komu geimvera sem virðast ætla að taka yfir heiminn. Myndin sýnir hvernig Graham Hess (Mel Gibson) fær aftur trú á Guð og hvernig fjölskyldan nær að lifa árás geimveranna af. Almennt um myndina: Kvikmyndin Signs hefur vakið upp mjög mismunandi viðbrögð meðal áhorfenda. Sumir hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum því að þeir bjuggust við mynd sem væri fyrst og fremst um geimverur. En aðrir hafa horft á þessa mynd sem uppgjör manns við trú sína og þá togstreytu sem því fylgir. Áhugamenn um trú og trúartákn hafa heldur betur dottið í lukkupottin því myndin er einmitt um baráttu Graham Hess við sjálfan sig og trúna. Leikstjórinn ShyamalanM. Night Shyamalan er leikstjóri og höfundur …