Sophie’s Choice
Leikstjórn: Alan J. Pakula Handrit: Alan J. Pakula, byggt á bókinni Sophie’s Choice eftir William Styron Leikarar: Meryl Streep, Kevin Kline, Peter MacNicol, Rita Karin, Stephen D. Newman, Greta Turken, Josh Mostel, Marcell Rosenblatt, Moishe Rosenfeld, Robin Bartlett og Eugene Lipinski Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1982 Lengd: 150mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Pólverjinn Sophie lifði af fangabúðir nasista og býr nú í Bandaríkjunum með ástmanni sínum, hinum töfrandi og mislynda Nathan. Í íbúðina fyrir neðan þau flytur Stingo, lítt lífsreyndur ungur maður sem er að skrifa sína fyrstu bók, og verða þau þrjú bestu vinir. Saman eiga þau margar áhyggjulausar og töfrandi stundir en fljótt kemur í ljós að undir niðri kraumar sjúkleg afbrýðisemi og geðveila Nathans og lamandi sektarkennd Sophíar sem losnar ekki undan minningum stríðsins. Almennt um myndina: Umgjörð kvikmyndarinnar verður að teljast mjög vönduð. Myndin býr yfir mýkt og draumkenndri fegurð, jafnvel í þeim atriðum sem sýna hinn grimma veruleika útrýmingarbúðanna. Kvikmyndatakan tekur mið af þessari fagurfræðilegri mýkt þannig að sum skotin líkjast einna helst málverki. Það fer ekki á …