Author: Sveinn Einarsson

Sjöunda innsiglið

Ég hef velt því fyrir mér, hvort persónulegar ástæður eða almennt listrænt mat liggur að baki því að ég hef ævinlega flokkað Sjöunda innsiglið eftir Ingmar Bergman meðal þeirra tíu kvikmynda sem ég myndi velja öðrum fremur í úrvalsflokk allra tíma. Jafnvel í hóp þeirra fimm bestu. Sennilega hvort tveggja. Ég skal gefa skýringu á því hvað ég á við með persónulegar ástæður. Áður en ég kom til náms í Svíþjóð haustið 1954 hygg ég að ég hafi ekki heyrt Ingmar Bergman nefndan. Ég var með blaðamannapassa og sendi stundum hugleiðingar eða pistla um menninguna heim. Ein mín fyrsta grein fjallaði um þrjár norrænar myndir sem ég sá einmitt þennan vetur. Ein þeirra nefndist Kennslustund í ást (En lektion i kärlek) og var eftir upprennandi leikstjóra, Ingmar Bergman, og ég er ekki viss nema þetta sé kannski í fyrsta sinn sem hans var getið í íslenskri menningarumræðu. Næstu árin fylgdist ég síðan hvernig stjarna hans reis með leifturhraða, bæði heima og erlendis, með myndum eins og Jarðarberjalandið (Smultronstället), Sommarnattens leende (Bros sumarnæturinnar) og Sjöunda innsiglinu …