Journal d’un curé de campagne
Leikstjórn: Robert Bresson Handrit: Robert Bresson, byggt á skáldsögu eftir Georges Bernanos Leikarar: Claude Laydu (presturinn ungi), Marie-Monique Arkell (hertogafrúin) Jean Riveyre (hertoginn), André Guibert (prestuinn í Torcy), Nicole Maurey (Louise), Nicole Ladmiral (Chantal), Martine Lemaire (Séraphita), Antoine Balpétré (læknirinn dr. Delbende) Upprunaland: Frakkland Ár: 1951 Lengd: 115mín. Hlutföll: 1:33:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Kvikmynd Bresson er byggð á skáldsögu kaþólska rithöfundarins Georges Bernanos sem kom út í París 1936. Bókin var fjórða skáldsaga Bernanos og eins og í fyrri verkum hans er aðalpersóna bókarinnar rómversk-kaþólskur prestur. Sjálfur sótti Bernanos le petit séminaire við Jesúítaskólann Collége Nortre-Dames-des-Champs (1901-1903) og við Collège Saint-Célestin Bourges (1903-1904) en hætti prestnáminu og lauk í staðinn námi í bókmenntum og lögfræði við Sorbonne (1909). Kvikmyndin segir frá ungum rómversk-kaþólskum presti sem kemur í litla sveitarsókn í norður-Frakklandi á þriðja áratugnum með því undarlega nafni Ambricourt. Hún hefst á einni af mörgum dagbókarfærslum prestsins unga þar sem hann sannfærir bæði samvisku sína og áhorfandann um að hann skrifi af heilindum í dagbókina og áhorfandinn heyrir hann segja: „I don’t think …