Guð á hvíta tjaldinu er fyrsta bók Deus ex cinema hópsins. Hér er á ferðinni ritgerðasafn sem er ritstýrt af guðfræðingunum Bjarna Randver Sigurvinssyni, Gunnlaugi A. Jónssyni og Þorkeli Ágústi Óttarssyni. Hún geymir fjórtán greinar eftir tíu höfunda sem allir eru meðlimir í Deus ex cinema.
Bókin skiptist í fimm hluta þar sem farið er yfir ólík svið rannsókna á trúarstefjum í kvikmyndum. Um hana hefur m.a. verið sagt:
„… gott framlag til kvikmyndaumræðu á Íslandi.“
Björn Þór Vilhjálmsson, Morgunblaðið 14-12-2001
„Því ber að fagna að á Íslandi skuli vera til staðar hópur fræðimanna sem hefur snúið sér að þessu verkefni. … Bókin er athyglisvert framtak og það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu …“
Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, www.kirkjan.is, 23-02-2002
„[M]jög áhugaverðar [túlkanir] og opna oftar en ekki nýja sýn, ekki aðeins á kvikmyndirnar sem til umfjöllunar eru, heldur bjóða þær einnig uppá innsýn í guðfræði samtímans, viðfangsefni hennar, hugtök og nálganir.“
Úlfhildur Dagsdóttir, kistan.is, 17-04-2002
Fyrsti hluti: Kvikmyndin sem boðberi trúar
Í fyrsta hlutanum er fjallað um hvernig kvikmyndin getur birst sem boðberi trúarinnar, en þar er m.a. komið inn á Star Wars og 2001: A Space Odyssey.
Ólafur H. Torfason: Handritið skrifaði guðspjallamaðurinn Lúkas
Annar hluti: Kristur og kristsgervingar
Í öðrum hlutanum er gefið yfirlit yfir helstu jesúmyndirnar og fjallað sérstaklega um svonefnda kristsgervinga, en þá má finna í kvikmyndum eins og Dead Man Walking og Breaking the Waves.
Arnfríður Guðmundsdóttir: Kristur á hvíta tjaldinu. Um túlkun á persónu og boðskap Jesú Krists í kvikmyndum
Gunnlaugur A. Jónsson: Babette býður til veislu
Pétur Pétursson: Grettir, Hallgrímur Pétursson og Clint Eastwood: Jesúgervingar í bókmenntum og kvikmyndum
Þriðji hluti: Biblíustef
Þriðji hlutinn er tileinkaður Biblíustefjum, en þar er t.d. fjallað um tengsl Blade Runner við söguna af Adam og Evu, Magnoliu við plágurnar tíu í Egyptalandi og Cast Away við kenningar Lúthers um lögmál og fagnaðarerindi.
Árni Svanur Daníelsson: Brottkast manns: Lögmál og fagnaðarerindi og kvikmyndin Cast Away
Gunnar J. Gunnarsson: Froskar og frelsun í Magnoliu
Jóhanna Þráinsdóttir: Kolja og 23. sálmur
Þorkell Ágúst Óttarsson: Það er eitthvað rotið í Eden: Edenstef í kvikmyndinni Blade Runner
Fjórði hluti: Trúarhreyfingar
Fjórði hlutinn greinir frá ýmsum trúarhreyfingum í kvikmyndum, en þar eru m.a. kvikmyndirnar The Chosen og Holy Smoke teknar fyrir.
Bjarni Randver Sigurvinsson: Heilaþvottur, hugstjórnum eða sjálfstæð ákvörðun: Umdeildar stjórnmálahreyfingar og trúarhreyfingar í kvikmyndum
Gunnlaugur A. Jónsson: Hinn útvaldi: Gyðingleg kvikmynd skoðuð af sjónarhóli 1. sálms Saltarans
Ólafur H. Torfason: Mannlíki og mannskepnur – frá Maníkeum til Matrix
Fimmti hluti: Trúarstef í kvikmyndum Kieslowskis
Síðasti hluti bókarinnar er svo tileinkaður pólska kvikmyndagerðamanninum Krzysztof Kieslowski og er fjallað um nokkrar af þekktustu kvikmyndum hans.
Gunnar J. Gunnarsson: Frelsi og kærleikur í kvikmyndinni Þrír litir: Blár eftir Krzysztof Kieslowski
Ingólfur Hartvigsson: Dekalog 1
Pétur Pétursson: Tvöfalt líf Veróniku í ljósi djúpsálarfræðinnar