Leikstjórn: Umberto Lenzi [undir nafninu Humphrey Longan]
Handrit: Cesare Frugoni og Umberto Lenzi [undir nafninu Humphrey Longan]
Leikarar: Stacy Keach, Henry Fonda, Orson Welles, John Huston, Samantha Eggar, Helmut Berger, Giuliano Gemma, Ray Lovelock, Edwige Fenech, Rik Battaglia, Ida Galli, Donald O’Brien, Giovanni Cianfriglia og Michele Soavi
Upprunaland: Ítalía og Þýzkaland
Ár: 1977
Hlutföll: www.imdb.com/Details?0076102
Ágrip af söguþræði:
Þegar síðari heimsstyrjöldin skellur á, standa vinningshafarnir úr Olympíuleikunum í Þýzkalandi 1936 á ný andspænis hverjum öðrum á vígvöllunum.
Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Það er með ólíkindum hvað ruslmyndagerðarmanninum alræmda Umberto Lenzi tókst að hóa saman mörgum stórleikurum fyrir þessa hörmulegu stríðsmynd og það meira að segja tveim af bestu kvikmyndagerðarmönnum sögunnar, Orson Welles og John Huston.Myndin segir frá tveim fjölskyldum, annarri þýzkri en hinni bandarískri, sem taka fullan þátt í stríðsrekstri landa sinna og mætast loks í orrustunni um Túnis árið 1943.Fram að því tekur sögumaður sér góðan tíma til að greina frá högum fjölskyldnanna og fer á hundavaði yfir helstu atburði stríðsins, en sögupersónurnar eru reglulega minntar á áletrunina á verðlaunapeningunum þeirra um að Guð sé með þeim.
Guðfræðistef: Guð með okkur
Trúarbrögð: Gyðingar