Kvikmyndir

Bragur

Leikstjórn: Rúnar E. Rúnarsson
Handrit: Rúnar E. Rúnarsson
Leikarar: (Vantar upplýsingar)
Upprunaland: Ísland
Ár: 2004
Lengd: 15mín.
Hlutföll: Sennilega 1.66:1
Einkunn: 3

Ágrip af söguþræði:
Myndin fjallar um samband ellilífeyrisþegans Bubba, sem vill fá að deyja heima hjá sér, og húshjálparinnar Arnars, sem kemur fram við hann af virðingu og ást.

Almennt um myndina:
Falleg og einlæg mynd og afar vel gerð fyrir utan það að líkið andaði allt of mikið. Þetta er ein af mörgum íslenskum stuttmyndum sem sýnd var á stuttmyndahátíðinni Reykjavík Shorts and Docs.

Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Boðskapur stuttmyndarinnar um mikilvægi þess að koma fram við aldraða af virðingu og ást á sannarlega erindi til okkar allra og er framsetningin heillandi.