Leikstjórn: Alexander Singer
Handrit: Milton Sperling og Philip Yordan, byggt á sögu eftir S.E. Whitman
Leikarar: Lee Van Cleef, Carroll Baker, Stuart Whitman, Elisa Montés, Charlie Bravo, Percy Herbert, Charles Stalmaker, Tony Vogel, Faith Clift, Dan van Husen, Hugh McDermott og George Margo
Upprunaland: Spánn og Bretland
Ár: 1971
Hlutföll: www.imdb.com/Details?0066886
Einkunn: 1
Ágrip af söguþræði:
Indíáninn Apache er bandarískur herforingi, sem reynir að komast að merkingu orðsins ‚aprílmorgun‘, en flestir, sem vita eitthvað um málið, eru jafnan myrtir áður en hann nær að ræða við þá.
Almennt um myndina:
Slakur spaghettí-vestri sem skilur lítið eftir sig. Megin kostur kvikmyndarinnar er Lee Van Cleef, sem aldrei þessu vant er skegglaus, en hann leikur herforingjann Apache af stakri innlifun.
Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Kvikmyndin byrjar á tilvitnuninni „Elska skalt þú náungann“ með stórum stöfum þvert yfir tjaldið. En í stað þess að vísa beint í Biblíuna þar sem þessi orð eru víða að finna, er aðeins sagt undir tilvitnuninni: „Heimild gleymd.“ Verður það að teljast vel við hæfi í ljósi þess að allur kristilegur kærleikur virðist fyrir löngu horfinn af sögusviðinu og meira að segja presturinn reynist ótíndur vopnasali sem siglir undir fölsku flaggi.
Í upphafi kvikmyndarinnar reynir einn hershöfðingi að komast hjá því að borga vopnasala fyrir nýjustu sendinguna og sakar hann um minnisleysi með þeim orðum að slíkt geti reitt Guð til reiði. Vopnasalinn svarar þá því til að Guð sé á himninum en sjálfur sé hann hér og myrðir síðan hershöfðingjann.
Einnig kemur norn aðeins við sögu sem segist alvitur en reynist samt skeikul.
Beinar tilvísanir í texta trúarrits: Biblían, 3M 19:18, Mt 5:43, Mt 19:19, Mt 22:39, Mk 12:31, Rm 13:9, Gl 5:14, Jk 2:8
Persónur úr trúarritum: Guð
Guðfræðistef: reiði Guðs
Siðfræðistef: manndráp, kynþáttahatur, vopnasmygl
Trúarbrögð: heiðni
Trúarlegir og goðsögulegir staðir: kirkja
Trúarleg tákn: róðukross, veggkross, kross á líkkistu, maríustytta, jesúmynd, altari
Trúarlegt atferli og siðir: biblíulestur, útför, moldun, signing