Kvikmyndir

Capturing the Friedmans

Leikstjórn: Andrew Jarecki
Handrit: Andrew Jarecki
Leikarar: Arnold Friedman, Elaine Friedman, David Friedman, Seth Friedman, JesseFriedman og Howard Friedman
Upprunaland: Bandaríkin
Ár: 2003
Lengd: 107mín.
Hlutföll: 1.85:1
Einkunn: 3

Ágrip af söguþræði:
Á þakkargjörðarhátíðinni brýst lögreglan inn á heimili miðstéttargyðingafjölskyldu og finnur þar helling af barnaklámi. Þegar lögreglan kemst að þvíað fjölskyldufaðirinn Arnold Friedman kennir drengjum tölvunarfræði í kjallaranum,ákveður hún að yfirheyra alla nemendurna. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú aðArnold og sonur hans Jesse hafi stundað hópnauðganir í kjallaranum. Arnold og Jessejáta líka sekt sína og eru dæmdir í fangelsi en þegar betur er að gáð reynist máliðþó flóknara en talið hafði verið í fyrstu.

Almennt um myndina:
Capturing the Friedmans er fyrsta mynd Andrews Jareckis en hún vann tilfjölda verðlauna og var tilnefnd til óskarsverðlauna sem besta heimildarmyndin.Upphaflega ætlaði Jarecki að gera heimildarmynd um vinsælasta trúðinn í New York,David Friedman, en þá frétti hann að fjölskylda mannsins tengdist frægubarnamisnotkunarmáli og hefði hún tekið allt sem gerðist innan veggja heimilisinsupp á myndband meðan rannsókn og málsókn stóðu yfir. Jarecki ákvað því að söðla umog vinna í staðinn heimildarmynd úr þessu efni. Reyndar átti hann svo eftir að geratrúðamyndina ári síðar og ber hún heitið Just a Clown.

Það má segja að titill myndarinnar Capturing the Friedmans eða „Friedman-fjölskyldantekin“ hafi þrjár merkingar: 1) Fjölskyldan var gjörsamlega gagntekin af því að skrásögu sína á myndband. 2) Lögreglan og réttarkerfið lögðu sig fram um að reyna aðsanna sekt feðganna og þar með stinga þeim í fangelsi. 3) Leikstjórinn leitast viðað taka mynd af Friedman fjölskyldunni.

Heimildarmyndin Capturing the Friedmans minnir um margt á Rashômon (Akira Kurosawa:1950). Við fáum fjölmargar hliðar á málinu en þegar upp er staðið erum við í raunlitlu nær. Margir kvikmyndagerðarmenn hefðu líklega freistast til að taka afstöðu ímálinu, reynt að sýna fram á annað hvort sekt eða sakleysi, en Andrew Jareckiforðast slík og sýnir okkur þess í stað hversu erfitt það getur verið að fullyrðanokkuð um sannleikann. Í þessu fellst styrkur myndarinnar. Fyrir vikið hefur myndinverið svo umdeild að kvikmyndahúsaeigendur hafa kvartað undan því að það hefur veriðerfitt að fá gesti til að yfirgefa sýningarsalinn að sýningunni lokinni vegna þessað þeir hafi farið að rífast um sekt eða sakleysi feðganna.

Capturing the Friedmans er óþægileg mynd, ekki bara vegna þess að hún fjallar umkynferðislega misnotkun á börnum heldur líka vegna þess að megnið af efninu ertekinn upp á myndbandsupptökuvél inn á heimilinu og skrásetur þannig rifrildi,örvæntingu, átök, ásakanir og hvernig fjölskyldan liðast í sundur og hrynur aðlokum. Efnið er nánast of persónulegt til að sýna opinberlega, enda líklega aldreitekið í þeim tilgangi. Í þessu felst í raun bæði kostur og galli. Kosturinn er sá aðvið fáum sjónarhorn sem aldrei næst í nokkru raunveruleikasjónvarpi í dag. Hinsvegar eru myndgæðin slöpp og kvikmyndatakan vond og því verður nokkuð þreytandi aðhorfa á myndina til lengdar. Sem betur fer brýtur Andrew Jarecki þó efnið upp meðviðtölum sem hann tók og fréttaskotum þannig að maður fær reglulega hvíld fráóskýrum og illa teknum myndbandsupptökum fjölskyldunnar.

Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Megnviðfangsefni myndarinnar eru annars vegar eðli sannleikans og hinsvegar afleiðingar saka sem þessara á fjölskyldur.

Slagorð heimildarmyndarinnar er: „Hverjum trúir þú?“ Svarið er hins vegar ekkieinfalt. Heimilisfaðirinn, Arnold Friedman, er með helling af barnaklámi á heimilisínu og segist í bréfi hafa þrettán ára gamall haft mök við bróður sinn sem var þá 8ára. Þetta hafi staðið yfir í nokkurn tíma. Hann segist einnig hafa tvisvar haft mökvið unga drengi þegar hann var kominn á fullorðinsár en hann var aldrei ákærðurfyrir það og hafa þau fórnarlömb aldrei komið fram. Bróðir Arnoldar segist hinsvegar ekki muna eftir því að þeir hafi haft mök, sama hversu mikið hann reyni aðgrafa það upp. Arnold segist hins vegar ekki hafa leitað á þau börn sem hann ersakfelldur fyrir en það breytir því ekki að hann er staðráðinn í því að játa á sigsekt. Hann virðist reyndar eiga erfitt með að koma hreint fram við fjölskyldu sínaog þegar hann er margítrekað spurður hvort hann sé sekur muldrar hann nei og horfirskömmustulega niður á gólf.

En hvað með sannanirnar gegn honum? Í raun voru sönnunargögnin engin, fyrir utanbarnaklámið á heimilinu og vafasaman vitnisburð. Engin vegsummerki bentu til þess aðum misnotkun hafi verið að ræða. Einu sönnunargögnin voru játningar barnanna semlögreglan virðist hafa dregið upp úr þeim. Þegar börnin sögðust ekki muna neittstaðhæfði lögreglan að hún vissi betur og spurði svo leiðandi spurninga á borð við:„Gerðu þeir ekki svona og svo svona og svo svona?“ Og svo komu staðhæfingar eins og:„En þessi og þessi segja að þetta hafi gerst.“ Þeir sem neituðu að leggja framákærur voru einfaldlega sagðir vera í afneitun. Eitt hinna meintu fórnarlamba segisthafa logið því að honum hafi verið misþyrmt kynferðislega til að losna viðlögregluna. Sá eini sem kom fram í myndinni og stóð við framburð sinn mundi ekkertfyrr en hann fór í dáleiðslu. Frásögn hans var hins vegar mjög ótrúverðug ogstangaðist á við það sem hann hafði sagt áður.

Voru þá allir að ljúga eða bara sumir eða flestir? Voru einhver raunverulegfórnarlömb þarna sem lygavefurinn var síðan spunninn út frá? Við fáum aldrei svörvið því. Hins vegar sjáum við vel hvernig móðursýki getur afmyndað raunveruleikann,sérstaklega í hræðslusamfélagi eins og Bandaríkjunum þar sem rótgróinn ótti viðnáungann virðist landlægur.

Og hvað með lögfræðingana? Við vitum heldur ekki hver hvati þeirra var. Jesse segirt.d. að lögfræðingur sinn hafi sagt honum að það kæmi betur út fyrir hann að játaglæp sinn en að halda fram sakleysi sínu. Lögfræðingurinn segir hins vegar að hannhafi alltaf trúað á sakleysi Jesses og hvatt hann til að neita öllum ákærum. Hvorþeirra segir satt? Lögfræðingar mega reyndar ekki hvetja vitni sín til að ljúga ogþví hefðum við aldrei fengið lögfræðinginn til að játa það opinberlega að hann hafihvatt Jesse til þess fyrir dómstólum. Það gerir hins vegar ekki vitnisburðlögfræðingsins að lygi.

Að lokum erum við litlu nær. Arnold gæti hafa framið glæpinn þótt sönnunargögnin séuvafasöm. Lögreglan virtist þó hafa meiri áhuga á sakfellingu en sannleikanum og gætiþví hafa reynt að koma sök á saklausa. Vandinn er sá að allt byggir þetta áminningum og minningar eru allt annað en áreiðanlegar. Saman við það blandast síðanlöngun fólks til að trúa á sakleysi og sannsögli ástvina sinna. Elaine, eiginkonaArnoldar, er gott dæmi um það. Þegar lögreglan sýndi henni barnaklámið sagðist húnekki hafa séð neitt. „Ég sá það ekki. Ég horfði í rétta átt en ég sá ekkert.“ Þaðvar ekki fyrr en hún sá sama efnið aftur að hún sá hvers eðlis það var. Síðar segisthún telja að hann hafi líklega „horft á þessar myndir og íhugað.“ Afneitunin er semsagt algjör.

Það eina sem við vitum að lokum er að það getur stundum verið nánast útilokað aðkomast að sannleikanum og óvíst er að í svona málum sé nokkur algjörlega saklaus.Fórnarlömbin eru mörg, þ.m.t. fjölskylda hinna sakfelldu.
Myndin vekur upp margar áhugaverðar spurningar eins og hvort hægt sé að aðgreinagjörðir frá einstaklingum. David segir t.d. að hann telji sig hafa þekkt föður sinnog að hann hafi verið góður maður, þrátt fyrir að hann hafi ekki vitað afbarnakláminu sem hann átti. Leyndarmál úr fortíðinni breyti þar engu um. Því vaknarupp sú spurning hvort við lifum kannski í of svart/hvítum heimi þar sem gjörðirskilgreina einstaklinginn. Gerir það Arnold að algjöru skrímsli að hann var„pedófíll“ eða getur verið að hann hafi einnig átt sínar góðu hliðar? Er gjörð ogpersóna eitt og hið sama?

Þá er Arnold áhugaverð persóna. Hann er svo plagaður af sektarkennd að hann hefurengan áhuga á að reyna að bjarga eigin skinni. Þótt hann segist saklaus í þessummálum er hann sekur um að hafa haft barnaklám undir höndum og að hafa misnotað börnáður á ævinni. Það er nánast aukaatriði hvort þessar ásakanir eru sannar eða ekki,Arnold telur sig eiga hvort sem er refsingu skilið. Elaine orðar þetta vel þegar húnsegir að hann hafi haft „þörf til að játa syndir sínar, þörf til að fara ífangelsi“. Þegar hann heyrir síðan af því að Jesse hafi verið dæmdur í 18 árafangelsisvist fær hann svo mikið samviskubit að hann sviptir sig lífi til að Jessefái að minnsta kosti lífstryggingu hans í staðinn.

Það er einnig áhugavert að þótt Friedman-fjölskyldan hafi verið gyðingar kemur trúinsáralítið við sögu. Við sjáum fjölskylduna aldrei á bæn, aldrei er talað um Guð eðavitnað í Biblíuna ef frá er talið það skipti þegar Jesse segir að það sé ekkiviðeigandi að hann svari fyrir syndir föður síns (hliðstæða við 2M 20:5; 34:7; 3M5:9; 3M 14:18 og fl.). Vísanir í gyðingdóm eru aðeins tvær í myndinni, annars vegarpáskahátíðin, en þar er enginn með kollhúfu, og hins vegar þegar Arnold segist veragyðingarisaeðla.

Hliðstæður við texta trúarrits: 2M 20:5; 2M 34:7; 3M 5:9; 3M 14:18
Persónur úr trúarritum: jólasveinninn, messías
Siðfræðistef: sifjaspell, barnaklám, kynferðisleg misnotkun, lygi, meinsæri,sjálfsvíg
Trúarbrögð: gyðingdómur
Trúarlegar hátíðir, sögulegir atburðir: þakkargerðahátíðin, páskahátíð gyðinga