Kvikmyndir

Child of Darkness, Child of Light

Leikstjórn: Marina Sargenti
Handrit: Brian Taggert, byggt á skáldsögunni Virgin eftir James Patterson
Leikarar: Anthony John Denison, Brad Davis, Paxton Whitehead, Claudette Nevins
Upprunaland: Bandaríkin
Ár: 1991
Lengd: 85mín.
Hlutföll: us.imdb.com/Details?0101576
Einkunn: 1

Ágrip af söguþræði:
María mey hefur birst og spáð því að tvær meyjarfæðingar munu eiga sér stað, annað barnið verður Kristur endurkominn, hitt andkristur sjálfur. Vatíkanið sendir prest til að rannsaka meyjarþunganirnar tvær. Hann þarf að komast að því hvort um raunverulega meyjarþungun sé að ræða og ef svo er þá þarf hann að greina á milli mæðranna, hver þeirra gengur með frelsarann og hver þeirra gengur með andkrist!

Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Þessi sjónvarpsmynd er gott dæmi um það hversu vondar sumar heimsslitamyndireru. Heimsslitahugmyndin í myndinni er aðeins að litlu leyti sótt íBiblíuna. Grunnurinn er einhver skálduð opinberun frá Maríu mey, sem afeinhverjum óskýranlegum ástæðum hefur verið innsigluð og varðveitt í tvennulagi. Það á víst að vera voðalega spennandi að komast að því hvor stelpangengur með andkrist en einhvern vegin stendur manni á sama um þetta alltsaman. Handritið er svo illa skrifað og persónusköpunin er svo vond aðmyndin nær sjaldan að fanga mann. Ég ætla því ekki að eyða mörgum orðum áþessa mynd en fyrir þá sem hafa áhuga þá var myndin gefin út á myndbandi meðíslenskum texta. Hún ætti því að vera fáanleg einhver staðar.

Það eru nokkur hefðbundin stef í þessari mynd. Hin illu öfl birtast í líkisvarts fugls, en í heimsslitamyndum (sem og flestum öðrum myndum) er krákaneða hrafninn tákn hins illa. Afbrigðilegt kynlíf er einnig tengt djöflinum,en það heyrir varla til tíðinda í heimsslitamyndum.

Þessi mynd greinir sig þó frá flestum heimsslitamyndum að því leyti að umtvær meyjarfæðingar er að ræða og Kristur endurfæðist sem stelpa! Það ereinnig nokkuð skemmtilegur leikur að orðum Krists um að „ef auga þitt tælirþig til falls, þá ríf það úr og kasta frá þér“. Drengur einn reynir aðnauðga annarri stelpunni en nær ekki fram markmiði sínu vegna þess að hannmissir annað augað. Einnig má sjá tilvísun í þá staðhæfingu Krists að „augaðer lampi líkamans“. Börnin eru einmitt greind í sundur með því að líta íaugu þeirra.

Og að lokum smá vangavelta. Hvers vegna eru kristnir alltaf að reyna að komaí veg fyrir heimsslitin í myndum sem þessum? Á það ekki að vera fagnaðarefniað Kristur klári verk sitt og geri jörðina að nýrri Eden, þar sem dauði ogsynd heyra sögunni til? Í stað þess að fanga tímamótunum reyna hinir trúuðuað kveða djöfulinn niður til að tryggja að samfélagið eins og við þekkjumþað breytist ekki. Niðurstaðan virðist því vera sú að nútíma samfélag okkarsé betra en himnaríki á jörðu!!!

Hliðstæður við texta trúarrits: Mt 1:18-25, Mt 5:29, Mt, 6:22-23, Mt 18:9, Mk 9:47, Lk 1:26-38, Lk 11:34
Persónur úr trúarritum: andkristur, Dýrið, Guð, Jesús Kristur, María mey, Satan
Guðfræðistef: dómur Guðs, endurkoma krists, freisting, frjálst val, heimsslit, holdið, kynlíf, meyjarfæðing, sjálfsfórn
Siðfræðistef: Sjálfsfróun
Trúarbrögð: djöfladýrkun, rómversk kaþólska kirkjan
Trúarlegir og goðsögulegir staðir: helvíti, kirkja, Vatikanið
Trúarleg tákn: kráka, kross
Trúarlegt atferli og siðir: bæn, signun, skriftir, særing
Trúarleg reynsla: andsetning, sýn