Leikstjórn: Sergio Corbucci
Handrit: Sergio Corbucci, Massimo De Rita, Fritz Ebert, José Frade og Arduino Maiuri
Leikarar: Franco Nero, Tomas Milian, Jack Palance, Fernando Rey, Iris Berben, Karin Schubert, Jesús Fernández, José Bódalo, Eduardo Fajardo og Victor Israel
Upprunaland: Ítalía, Spánn og Þýzkaland
Ár: 1970
Hlutföll: www.imdb.com/Details?0066612
Einkunn: 2
Ágrip af söguþræði:
Í borgarastyrjöldinni í Mexíkó snemma á tuttugustu öldinni ræna sænski vopnasalinn Yodlof Petersen og mexíkanski stigamaðurinn Basco prófessornum Xantos í þeirri trú, að hann búi yfir miklum auðæfum, en fyrir vikið lenda þeir upp á kannt við bandaríska herinn, mexíkanska stjórnarherinn, ýmsa skæruliðahópa og kengruglaðan glæpaforinga með marijuana vindling í munnvikunum og fálka á öxlinni.
Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Nokkuð vel gerður spaghettí-vestri sem tekur sig reyndar ekkert voðalega alvarlega á köflum. Til að árétta hörmulegar afleiðingar borgarastyrjaldarinnar á siðferði almennings, eru kirkjubyggingar hvað eftir annað sýndar rústir einar.Einn skæruliðinn vitnar í hefndarorð lögmálsins, „auga fyrir auga, tönn fyrir tönn“, til að réttlæta gjörðir sínar og kross er myndaður með því að hengja riffil á staur.Siðferðisgildin hverfa þó ekki alveg þrátt fyrir öll manndrápin, því að prófessorinn heldur enn fast í friðarhugsjónir sínar og aðalskæruliðakonan neitar að sænga með unnustanum fyrr en þau ganga í heilagt hjónaband. Þar sem enginn prestur er á lífi á svæðinu, láta þau sér nægja að krjúpa frammi fyrir altari í kirkjurústum og leggja þar samband sitt í hendur Guðs.
Beinar tilvísanir í texta trúarrits: Biblían, 3M 24:20
Persónur úr trúarritum: dýrlingur
Guðfræðistef: upprisa, að sverja, helvíti
Siðfræðistef: manndráp, friðarhyggja
Trúarbrögð: rómversk-kaþólska kirkjan
Trúarlegir og goðsögulegir staðir: kirkja
Trúarleg tákn: kross, altari, dýrlingsstytta
Trúarlegt atferli og siðir: bæn, signing, hjónavígsla