Kvikmyndir

Death Rage

Leikstjórn: Antonio Margheriti [undir nafninu Anthony M. Dawson]
Handrit: Don Gazzaniga [undir nafninu Guy Castaldo]
Leikarar: Yul Brynner, Barbara Bouchet, Martin Balsam, Massimo Ranieri, Giancarlo Sbragia, Sal Borgese, Giacomo Furia, Loris Bazzocchi, Rosario Borelli og Luigi Bonos
Upprunaland: Ítalía
Ár: 1976
Hlutföll: www.imdb.com/Details?0074342
Einkunn: 2

Ágrip af söguþræði:
Peter Marciani er leigumorðingi á vegum mafíunnar, sem ákveðið hefur að draga sig í hlé eftir að bróðir hans var drepinn í fyrirsát, sem þeim hafði verið veitt. Bandarískur mafíuforingi sér hins vegar hag sinn í því að upplýsa Marciani um að morðinginn hafi verið mafíuforingi frá Ítalíu og heldur hann beina leið þangað til að koma fram hefndum.

Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Miðlungs glæpamynd að hætti Ítala en Antonio Margheriti var einn þekktasti harðhausakvikmyndagerðarmaður þeirra. Helsti galli kvikmyndarinnar er full flókið handrit og nokkrir slakir aukaleikarar, en aðalleikararnir Yul Brynner, Martin Balsam og Barbara Bouchet skila öll sínu með prýði, Brynner þó alveg sérstaklega í hlutverki leigumorðingjans Marcianis en þetta var ein síðasta kvikmyndin sem hann lék í.

Í kvikmyndinni er mafíuforingi óvænt myrtur í miðri útför og fellur hann dauður niður ofan á líkkistuna í gröfinni. Hinir mafíuforingjarnir eru þó fljótir að jafna sig og taka morðingjann í sátt en presturinn stendur eftir hjálparvana og getur ekkert gert.

Hliðstæður við texta trúarrits: 3M 24:20
Siðfræðistef: manndráp, hefnd
Trúarlegir og goðsögulegir staðir: kirkja
Trúarlegt atferli og siðir: signing, útför