Leikstjórn: Peter Hyams
Handrit: Andrew W. Marlowe
Leikarar: Arnold Schwarzenegger, Gabriel Byrne, Kevin Pollak, Robin Tunney og Rod Steiger
Upprunaland: Bandaríkin
Ár: 1999
Lengd: 117mín.
Hlutföll: us.imdb.com/Details?0146675
Einkunn: 2
Ágrip af söguþræði:
Á þúsund ára fresti lostnar Satan úr helvíti og fær að ráfa um jörðina til að leyta maka síns. Ef honum tekst að leggjast með henni klukkustund fyrir aldamótinn mun hún fæða Andkrist og heimsendir skella á. Nú eru aldamótin 2000 að ganga í garð og Satan hefur valið sér brúður. Arnold Schwarzenegger er hins vegar á því að láta Satan takast ætlunarverk sitt.
Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Eins og í flestum kristnum heimsslitamyndum reynir Satan að geta Andkrists en hinir kristnu gera allt sem þeir geta til að koma í veg fyrir áætlun hans. Það er mikið um tilvísanir í myndinni. Snákurinn og eplið eru að sjálfsögðu sótt beint í söguna af Adam og Evu, sem og hið afbrygðilega kynlíf Satans. Útlit fallna engilsins er sótt til Miltons og Opinberunarbókin er grunnurinn að fléttu myndarinnar. Þar er vers 20:7 túlkað á mjög frumlegan hátt. Einnig er tala dýrsins skemmtilega túlkuð en samkvæmt myndinni ber að snúa 666 öfugt og þá fæst 999, þ.e. 1999. Satan kemur alltaf á þúsund ára fresti (þ.e. 999, 1999, 2999 … ) og reynir að geta barns með ástmey sinni. Þrátt fyrir að myndin fjalli fyrst og fremst um heimsslit þá er trúin samt sem áður megin þema myndarinnar. Aðeins með trúnni (en ekki ofbeldi) getum við sigrast á djöflinum. (og hér kjafta ég frá endinum). Jericho er kristsgervingur sem er krossfestur um miðbik myndarinnar og fórnar síðan lífi sínu í lok he!nnar til að bjarga mannkyninu. Það er engin tilviljun að djöfullinn er sigraður á spjóti Gabríels erkiengils en samkvæmt Milton var Gabríel eini engillinn sem gat sigrað Satan. Það er áhugavert að stúlkan sem Satan ætlar að hafa mök við er merkt með síðasta stafnum í gríska stafróinu, þ.e. ómega. Í myndinni lítur Ómega stafurinn út eins og snákur. Omega merkir því endalokin, sem munu hefjast með stúlkunni og eru þessi endalok beint tengd djöflinum með því að láta stafinn líta út eins og snákur.
Beinar tilvísanir í texta trúarrits: Opb 13:18, Opb 20:7
Hliðstæður við texta trúarrits: 1M 3
Persónur úr trúarritum: Andkristur, dýrlingur, engill, Gabríel, Guð, heilagur andi, Jesús Kristur, Satan, snákur
Sögulegar persónur: Tomas Aquinas
Guðfræðistef: Auga Guðs, fórnardauði, heimsslit, kynlíf, kristsgervingur, kristssár, krossfesting, reiði Guðs, sifjaspell, traust, trú, tungutal
Siðfræðistef: hatur, hefnd, kærleikur, morð, ofbeldi, reiði, sjálfsvíg
Trúarbrögð: djöfladýrkun, Rómverska kaþólska kirkjan, The Vatican Knights
Trúarlegir og goðsögulegir staðir: altari, Babýlon, djöflamusteri, himnaríki, kirkja, Róm, Vatikanið
Trúarleg tákn: eldur, fimm arma stjarna, kross, kirkjuklukkuhljómur, ómega, róðukross, talnaband
Trúarlegt atferli og siðir: bæn, djöflamessa, djöflaskírn, skriftir
Trúarleg reynsla: andsetning, krsitssár, sýnir, trúarfullvissa, trúmissi, tungutal