Kvikmyndir

Family Plot

Leikstjórn: Alfred Hitchcock
Handrit: Ernest Lehman, byggt á skáldsögu Victor Canning
Leikarar: Karen Black, Bruce Dern, Barbara Harris og William De Vane
Upprunaland: Bandaríkin
Ár: 1976
Lengd: 121mín.
Hlutföll: us.imdb.com/Details?0074512
Einkunn: 2

Ágrip af söguþræði:
Kona sem þykist vera miðill er beðin um að finna ættingja sem gefinn var í fóstur, en hann er eini lifandi erfingi efnaðrar konu. Vandinn er bara sá að ættinginn er stórþjófur og heldur að miðilinn og kærasti hennar ætli að innheimta fundarlaun lögreglunnar. Hann gerir því allt sem í sínu valdi stendur til að koma þeim fyrir kattarnef.

Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Þetta er síðasta mynd Alfreds Hitchcock. Þótt hún sé langt frá því að vera hans besta verk þá er hún engu að síður skemmtileg og spennandi á köflum. Family Plot fjallar að stórum hluta um hvernig syndin kemur í veg fyrir að við njótum blessanna lífsins. Adamson átti þátt í því að brenna fósturforeldra sína inni á heimili sínu og segir það meira að segja hafa verið besta dag lífs sins. Síðan þá hefur hann stundað þjófnað, morð og óheiðarlega viðskiptahætti. En syndug fortíð hans kemur í veg fyrir að hann fái gleðifréttirnar um að hann sé orðinn milljónamæringur. Það er áhugavert að hann skuli heita Adamson því hann hefur skipt um nafn og flúið fortíð sína. Hann er því aðeins sonur einhvers óþekkts manns (en Adam þýðir maður). Spíritismi kemur mikið fyrir í myndinni en ég efast um að myndin sem dregin er upp af honum í Family Plot gleðji marga spíritista.

Persónur úr trúarritum: Adam, Guð, Kristur
Guðfræðistef: synd
Siðfræðistef: græðgi, lauslæti, morð, synd, þjófnaður
Trúarbrögð: Mormónakirkjan
Trúarlegir og goðsögulegir staðir: kirkja
Trúarlegt atferli og siðir: jarðarför, messa, Skírn,