Kvikmyndir

Fast-Hand Is Still My Name

Leikstjórn: Mario Bianchi [undir nafninu FrankBronston]
Handrit: Alberto Cardone, Vittorio Salerno og EduardoManzanos Brochero
Leikarar: Sergio Ciani [undir nafninu Alan Steel], WilliamBerger, Frank Braña, Gilberto Galimberti [undir nafninu Gill Rolland],Fernando Bilbao, Celine Bessy, Francisco Sanz, Karin Well, Ettore Ribotta,Sergio Dolfin, Stefano Oppedisano og Francesco D’Adda
Upprunaland: Ítalía og Spánn
Ár: 1972
Lengd: 88mín.
Hlutföll: 1.85:1
Einkunn: 2

Ágrip af söguþræði:
Þegar Suðurríkin bíða ósigur í borgarastyrjöldinni, gerastsumir af hermönnum þeirra stigamenn sem rupla og nauðga hvert sem þeir fara.Hersveit Norðurríkjanna sem send er þeim til höfuðs út í óbyggðirnar er aðlokum stráfelld og einn af yfirmönnum hennar, Madison höfuðsmaður, skilinneftir illa særður og bundinn milli tveggja staura til að deyja Drottnisínum. Indíánastúlka kemur honum þó óvænt til bjargar og hjálpar honum aðsafna krafti til að leita bófana uppi á nýjan leik.

Almennt um myndina:
Þó svo að framleiðslan hafi augljóslega verið hræódýr ogpersónusköpunin sé óneitanlega klisjukennd og grunn, er hér engu að síður umað ræða spaghettí-vestra í skárri kantinum enda metnaðurinn fyrir forminusannarlega fyrir hendi. Samkvæmt Internet Movie Data Base átti leikstjórinnMario Bianchi eftir að snúa sér nær eingöngu að blámyndagerð innan fárraára, sem verður að teljast miður í ljósi þess að hann sýnir hér að hann kannað útfæra það vel sem hann hefur undir höndum þótt lítið sé.

Deila má um hvort lauflétt dægurlagatónlistin eftir Gianni Ferrio hæfispaghettí-vestra sem þessum en hún verður engu að síður að teljast nokkuðgóð, sérstaklega titillagið í flutningi Önnu Collins. Leikararnir hæfamyndinni ennfremur flestir vel og eru sérstaklega þeir Sergio Ciani, WilliamBerger og Gilberto Galimberti fínir í hlutverkum sínum.

Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Sögupersónurnar eru upp til hópa langræknir hrottar semhefna sín með hnefum sínum eða byssum við fyrsta tækifæri. Hrottaskapurinner töluverður og verja bófarnir jafnan góðum tíma í að pynta fórnarlömb sínen stórkallahlátur þeirra við slík tækifæri er mjög svo einkennandi fyrirspaghettí-vestrana. Í rauninni er hefndin umfram allt rauður þráðurmyndarinnar. Markmið Suðurríkjabófanna er ekki síst það að hefna fallinafélaga þegar þeir ráðast á virki Norðurríkjanna í myndarbyrjun og drepa þarhermennina einn af öðrum. Sömuleiðis er Madison höfuðsmanni fyrst og fremstumhugað um að hefna sín og félaga sinna þegar hann loks tekur að leitabófana uppi og gera þeim lífið leitt. Engu að síður er hann tengdurkristindóminum með ýmsum hætti, einkum þó með þeirri bæn sem hann fer meðyfir leiði félaga sinna auk þess sem einn af Norðurríkjahermönnunum biðurGuð um að vera með honum í því sem hann tekur sér fyrir hendur þegar þeirkveðjast. Hvað svo sem því líður fer þó harla lítið fyrir kristilegum kærleika í myndinni og reynast bófarnir upp til hópa best geymdir undir grænni torfu.

Spaghettí-vestra sérfræðingurinn Federico de Zigno getur þess í handbókinniWestern All’Italiana: The Wild, the Sadist and the Outsiders að myndin hafifengið hörmulega dóma hjá rómversk-kaþólsku kvikmyndastofnuninni í Ítalíu ásínum tíma en þar var m.a. sagt: „Leiðinleg hefndarsaga, óhemju langdreginog gjörsamlega sneidd öllu frumlegu. Eini tilgangur myndarinnar virðist verasá að sýna ýmist sadískan hrottaskap af hálfu „góða karlsins“ eða illraandstæðinga hans.“ Allavega er ljóst að spaghettí-vestrar eru ekki við allrahæfi.

Guðfræðistef: varðveisla Guðs
Siðfræðistef: manndráp, ofbeldi, nauðgun, stríð, rán, dauðarefsing,hefnd, pyntingar, fjárhættuspil, kynþáttahatur, græðgi
Trúarleg tákn: kross á gröf
Trúarlegt atferli og siðir: bæn við greftrun, bæn