All posts filed under: Kvikmyndir

Hrútar

Hrútar

Bræður í Bárðardal hafa ekki talast við í fjörutíu ár. Þeir mætast í umhyggju sinni fyrir sauðkindinni, takast á í hrútakeppni og þurfa á endanum að taka höndum saman til að bjarga því sem þeim er kærast.

Big Hero 6

Big Hero 6

Leikstjórn: Don Hall, Chris Williams Handrit: Jordan Roberts, Daniel Gerson og Robert L. Baird Leikarar: Scott Adsit, Ryan Potter, Daniel Henney, T.J. Miller, Jamie Chung, Damon Wayans Jr., Genesis Rodriguez, James Cromwell Upprunaland: Bandaríkin Tungumál: Enska Ár: 2014 Lengd: 102 mín. Hlutföll: 2.39:1 Einkunn: 3,5 Ágrip af söguþræði Uppblásna vélmennið Baymax verður eins konar lífgjafi hins unga Hiro Hamada sem glímir við depurð og sorg eftir að hafa misst bróður sinn í slysi. Baymax og Hiro verða svo lykilpersónur í hátækni ofurhetjuteyminu Big Hero 6. Þetta er fyrsta kvikmyndin um ofurhetjurnar. Greining á trúar- og siðferðisstefjum Upprisa ofurhetjunnar Kvikmyndin um hlýlega vélmennið Baymax er ofurhetjumynd sem byggir á teiknimyndablöðum um ofurhetjuteymið Big Hero Six. Þetta er jafnframt upprunasaga sem skýrir hvernig teymið varð til, lýsir þroskasögu þeirra og grunngildum. Biblíufróður áhorfandi sér ákveðna hliðstæðu milli Baymax sjálfs og Jesú frá Nasaret: Baymax er sendur til að lækna, Jesús læknaði. Það er andstætt eðli Baymax að beita ofbeldi, Jesús var á móti ofbeldi. Baymax er freistað með því að skipta um forrit í honum, Jesú var freistað í eyðimörkinni. Baymax …

Futurama

Futurama 4:5 A Taste of Freedom

Leikstjórn: Matt Groening Handrit: Matt Groening og David X. Cohen Leikarar: Billy West, Katey Sagal og John Di Maggio Upprunaland: Bandaríkin Tungumál: Enska Ár: 2003 Lengd: 20mín. Hlutföll: 1.33:1 Útgáfa: R2 dvd diskur Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Á degi frelsisins etur dr. Zoidberg fána jarðar. Hann er dæmdur til dauða fyrir verknaðinn og leitar skjóls í sendiráði heimaplánetu sinnar. Hermenn ráðast á sendiráðið til að fullnægja dóminum og það er skilið sem stríðsyfirlýsing. Jörðin fellur og jarðarbúar eru hnepptir í ánauð. Fry, Leela og Bender ná þó að lokum að bjarga málunum með hjálp Zoidbergs sem verður eftir það hetja jarðarbúa. Almennt um myndina: Futurama kemur úr smiðju Matts Groenings sem er maðurinn á bak við Simpsons þættina vinsælu. Þættirnir eru gerðir í svipuðum stíl og Simpsons, en gerast í framtíðinni. Nánar tiltekið gerast þættirnir í upphafi 31. aldarinnar. Sögusviðið er jörðin og himingeimurinn. Söguhetjur Futurama starfa allar hjá flutningsfyrirtækinu Planet Express sem er í eigu hins aldna prófessors Hubert J. Farnsworth. Aðalsöguhetjurnar þrjár eru Philip J. Fry, pizzusendill frá 20. öld sem var …

Futurama

Futurama 4:7 Crimes of the Hot

Leikstjórn: Matt Groening Handrit: Matt Groening og David X. Cohen Leikarar: Billy West, Katey Sagal, John DiMaggio Upprunaland: Bandaríkin Tungumál: Enska Ár: 2003 Lengd: 20mín. Hlutföll: 1.33:1 Útgáfa: R2 dvd diskur Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Hnattræn hlýnun ógnar jörðinni og er ráðstefna því haldin í Kyoto þar sem fjallað er um vandamálið undir forystu höfuðs Als Gores. Vandinn er að hluta til rakinn til útblásturs frá vélmennum og vill höfuð Richards Nixons losna við þau af jörðinni fyrir fullt og allt. Almennt um myndina: Futurama kemur úr smiðju Matts Groenings sem er maðurinn á bak við Simpsons þættina vinsælu. Þættirnir eru gerðir í svipuðum stíl og Simpsons, en gerast í framtíðinni. Nánar tiltekið gerast þættirnir í upphafi 31. aldarinnar. Sögusviðið er jörðin og himingeimurinn. Söguhetjur Futurama starfa allar hjá flutningsfyrirtækinu Planet Express sem er í eigu hins aldna prófessors Hubert J. Farnsworth. Aðalsöguhetjurnar þrjár eru Philip J. Fry, pizzusendill frá 20. öld sem var frystur af slysni og lá í dvala í 1000 ár; hin eineygða Turanga Leela, sem er skipstjóri hjá Planet Express; …

Futurama: Love's Labour Lost in Space

Futurama 1:4 Love’s Labours Lost in Space

Leikstjórn: Matt Groening Handrit: Matt Groening Leikarar: Billy West, Katey Sagal, John DiMaggio, Upprunaland: Bandaríkin Tungumál: Enska Ár: 1999 Lengd: 20mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Þættirnir greina frá Fry sem er pizzusendill. Á gamlárskvöldi árið 1999 hrasar hann inn í frystiklefa. Þegar hann vaknar upp 1000 árum síðar hittir hann eineygðu geimveruna Leelu og vélmennið Bender. Saman lenda þau í heilmiklum ævintýrum í starfi sínu fyrir flutningsfyrirtækið Planet Express. (Þetta er lýsing á söguþræði þáttanna almennt, en ekki einstakra þátta). Almennt um myndina: uturama kemur úr smiðju Matts Groenings sem er maðurinn á bak við Simpsons þættina vinsælu. Þættirnir eru gerðir í svipuðum stíl og Simpsons, en gerast í framtíðinni. Nánar tiltekið gerast þættirnir í upphafi 31. aldarinnar. Sögusviðið er jörðin og himingeimurinn. Söguhetjur Futurama starfa allar hjá flutningsfyrirtækinu Planet Express sem er í eigu hins aldna prófessors Hubert J. Farnsworth. Aðalsöguhetjurnar þrjár eru Philip J. Fry, pizzusendill frá 20. öld sem var frystur af slysni og lá í dvala í 1000 ár; hin eineygða Turanga Leela, sem er skipstjóri hjá Planet …

Mies vailla menneisyyttä

Leikstjórn: Aki Kaurismäki Handrit: Aki Kaurismäki Leikarar: Markku Peltola, Kati Outinen, Juhani Niemelä, Kaija Pakarinen, Sakari Kuosmanen, Annikki Tähti, Anneli Sauli, Elina Salo, Outi Mäenpää, Esko Nikkari, Pertti Sveholm, Matti Wuori, Aino Seppo og Janne Hyytiäinen Framleiðsluland: Finnland, Þýzkaland og Frakkland Framleiðsluár: 2002 Lengd: 97 Útgáfa: VHS, pal Hlutföll: 1.85:1 Tegund: Drama, gamanmynd Stjörnur: 3 Umfjöllun Ágrip af söguþræði: „M“ missir minnið í kjölfar líkamsárásar og glatar um leið allri vitneskju sinni um sjálfan sig. Hann býr meðal utangarðsfólks í Helsinki og greinir myndin frá samskiptum hans við samborgarana og viðleitni hans til að fóta sig í samfélaginu, nafnlaus og minnislaus. Almennt um kvikmyndina: Þótt undirritaður hafi illu heilli ekki kynnt sér finnskar kvikmyndir fram til þessa þótti honum kvikmynd þessi sverja sig mjög í ætt við þjóðerni sitt. Andrúmsloftið er ákaflega „finnskt“ ­ ef svo má segja. Tilfinningar og samræður einkennast af stakri naumhyggju, kímnin er kaldhæðin og tónlistin angurvær blanda af finnsku tangó og ýmsum slögurum. Umfjöllunarefni myndarinnar er sígilt í kvikmyndum og skáldskap: Samfélagið er skoðað með augum einhvers sem er utangarðs …

The Simpsons Movie

Leikstjórn: David Silverman Handrit: Matt Groening, James L. Brooks o.fl. Leikarar: Dan Castellaneta, Julie Kavner, Nancy Cartwright, Yeardley Smith, Harry Shearer, Hank Azaria Tónlist: Hans Zimmer Framleiðsluland: Bandaríkin Framleiðsluár: 2007 Lengd: 87 Hlutföll: 1.85:1 Tegund: Gamanmynd Stjörnur: 3 Umfjöllun Ágrip af söguþræði: Það eru teikn á lofti í Springfield sem er orðinn að mengaðasta smábæ Bandaríkjanna. Þegar Hómer tæmir úr rotþrónni í stöðuvatnið grípur umhverfisstofnunin EPA í taumana og hylur bæinn með risastórum glerkúpli. Simpsons fjölskyldan sleppur þó út, en þarf að snúa aftur til að bjarga Springfield frá bráðri glötun. Almennt um kvikmyndina: Simpsons fjölskyldan hefur verið fastagestur á mörgum heimilum frá því þættirnir hófu göngu sína árið 1989. Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda og það mátti því alveg búast við því að fjölskyldan rataði á hvíta tjaldið. Kvikmyndin var frumsýnd í sumar og hún hefur fengið góðar viðtökur. Stíllinn á myndinni kallast á við þættina. Hún geymir líka fjölmargar vísanir í aðrar kvikmyndir, m.a. í Titanic og An Inconvenient Truth. Umfjöllun um trúar- og siðferðisstef: Simpsons-þættirnir eru uppfullir af áhugaverðum trúar- og siðferðisstefjum. …

Romeo, Julia a tma

Leikstjórn: Jirí Weiss Handrit: Ján Otcenásek, Jirí Weiss Leikarar: Ivan Mistrík, Daniels Smutná Kvikmyndataka: Václav Hanus Tónlist: Emil Poledník Framleiðsluland: Tékkland Framleiðsluár: 1960 Lengd: 92 Tegund: Drama Stjörnur: 3 Umfjöllun Ágrip af söguþræði: Pavel er ungur nemendi í Prag á tíma síðari heimsstyrjaldarinnar. Hann felur gyðingastúlkuna Hanka á háaloftinu í blokkinni þar sem hann býr. Ástin blómstrar milli þeirra. Umfjöllun um trúar- og siðferðisstef: Bakgrunnur myndarinnar er helförin. Ungur maður (Pavel) felur gyðingastúlku (Hanka) á háalofti í fjölbýlishúsi í Prag. Samband þeirra þróast smám saman í ástarsamband og er Pavel eini tengiliður Hönku við umheiminn. Í upphafi myndarinnar sjáum við hvar Gyðingafjölskylda er flutt á brott úr fjölbýlishúsinu. Barn í fjölskyldunni virðist allt því að því spennt fyrir vænanlegri ferð, spyr hvort fleiri krakkar verði ekki með í ferðinni o.s.frv. Annað barn spyr hvenær þau komi aftur úr sumarfríinu. Annars sjáum við lítið af slíku í myndinni, útrýmingarbúðir sjást t.d. aldrei. Að því leyti er myndin fjarri því eins óhugnanleg og flestar helfararkvikmyndir. Myndin snýst að verulegu leyti um samskipti ósköp venjulegs fólks í fjölbýlishúsinu …

The Road to Guantanamo

Leikstjórn: Michael Winterbottom með aðstoð Mat Whitecross Leikarar: Riz Ahmed, Farhad Harun, Waqar Siddiqui, Afran Usman, Shahid Iqbal, Sher Khan, Jason Salkey, Jacob Gaffney og Mark Holden Upprunaland: Bretland Ár: 2006 Hlutföll: imdb.com/title/tt0468094/maindetails Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Fjórir breskir vinir, sem eru ættaðir frá Pakistan, ferðast til Afganistan. Þar lenda þeir í miðjum stríðsátökum með þeim afleiðingum að einn lætur lífið og hinir þrír eru sendir til Guantánamo fangabúðirnar í tvö ár, grunaðir um að vera hryðjuverkamenn. Almennt um myndina: The Road to Guantanamo hefur vakið mikla athygli og verið lofsömuð af flestum gagnrýnendum. Michael Winterbottom fékk Gullna björninn á Berlínarhátíðinni fyrir leikstjórn og myndin sjálf var jafnframt tilnefnd til sömu verðlauna. Vissulega er The Road to Guantanamo áhrifamikil en ég get ekki sagt að margt í henni hafi komið mér á óvart. Helsti galli hennar sem heimildarmyndar er hins vegar að hún er allt of einhliða. Við fáum aldrei að heyra hlið Bandaríkjanna, ef frá eru talin skot af Bush og Rumsfeld (sjá nánar hér að neðan). Þá virðast drengirnir aldrei vera spurðir …