All posts filed under: Vefrit

The Walking Dead

Upprisa og örvænting. Hin tilvistarlega undiralda í The Walking Dead

Hvaða erindi á sjónvarpsefni um uppvakninga við nútímann? Fyrir nokkrum árum hefðu flestir svarað því til að það væri lítið sem ekkert. Þetta er jú fráleitt umfjöllunarefni. Látið fólk raknar aftur við en er engan veginn sjálfu sér líkt. Það ræðst á og rífur í sig annað fólk sem í kjölfarið tekur sömu umbreytingunni. Oj, kynni einhver að segja og það með nokkrum rétti. Engu að síður virðist vinsældum sjónvarpsþáttaraðarinnar The Walking Dead, [1] sem einmitt byggja á þessari atburðarás, engin  takmörk sett. Hún hefur slegið hvert áhorfsmetið á fætur öðru, leikararnir hafa hlotið virt verðlaun fyrir leik sinn í þáttunum og lærðar fræðigreinar hafa verið ritaðar um þá. Er það óhugnaðurinn sem heillar svo mjög? Sumpart sennilega. En dyggir áhorfendur þáttanna vita að hann er aðeins á yfirborðinu. Undir streyma spurningar sem gera The Walking Dead að verulega spennandi greiningaráskorun fyrir guðfræðinga. Upprisa dauðra Augljósasta biblíustefið í The Walking Dead er upprisa dauðra sem kristnir guðfræðingar hafa  auðvitað fengist við  frá upphafi. Svo feiknarlega löng hugmyndasaga sé tekin saman í afar einfalt snið má …

Leikarinn Max von Sydow í hlutverki Jesú í The Greatest Story Ever Told

Jesús og Kristur á hvíta tjaldinu

Jesús Kristur hefur verið vinsælt umfjöllunarefni í kvikmyndum frá árdögum kvikmyndanna. Margar kvikmyndir hafa verið gerðar um líf hans og starf. Þá hafa skírskotanir til sögu hans verið algengar og svokallaðir kristsgervingar hafa tíðum leikið stór hlutverk á hvíta tjaldinu. Í þessum myndum má greina margvísleg áhrif úr samtímanum, sem hafa haft mótandi áhrif á ýmsa þætti, meðal annars á þá mynd sem dregin er upp af persónu og starfi Jesú Krists. Píslarleikir gegndu um aldir mikilvægu hlutverki í trúarlífi almennings í Evrópu og breiddust með tímanum út um hinn kristna heim. Elsta Jesú-myndin, sem er frá lokum nítjándu aldar, var tileinkuð þekktasta píslarleik Evrópu, píslarleiknum í Oberammergau í Suður-Þýskalandi, en hann er ennþá settur á svið þar á tíu ára fresti. Í píslarleikjahefðinni fundu leikstjórar og framleiðendur kvikmynda um píslarsögu Krists fyrirmyndir að verkum sínum. Þetta er til dæmis sýnilegt í kvikmynd Mel Gibson um Píslarsögu Krists sem hefur mjög ákveðna skírskotun til elstu Jesú-myndanna. Af öðrum heimi Elstu kvikmyndirnar um ævi og starf Jesú Krists eru jafn gamlar og kvikmyndin sjálf. Fyrstu myndinar, …

Myndrammi úr Vier Minuten

Fjötrar og frelsi á Fjórum mínútum

Fjórar mínútur er verðlaunamynd eftir þýska leikstjórann Chris Kraus. Hún er ein þriggja mynda eftir Kraus sem er sýnd á þýskum bíódögum í Bíó Paradís, hinar eru Glerbrot sem er fyrsta mynd leikstjórans og Dagbækurnar frá Poll sem er sú nýjasta. Allt afar áhugaverðar myndir. Með fyrstu mynd sinni steig Kraus fram sem fullburða leikstjóri og við sjáum það vel í þessari mynd hvað hann hefur gott vald á miðlinum. Sem áhorfendur finnum okkur í góðum höndum. Hundrað og tólf mínútur Fjórar mínútur er eitt hundrað og tólf mínútur að lengd. Titillinn vísar til um það bil fjögurra mínútna langs loksatriðis myndarinnar. Til magnaðrar lokasenu „þar sem náðargjöf fær að njóta sín til fulls“ og við verðum vitni að kraftaverki endurlausnar og sigurs, svo vitnað sé í umsögn dómnefndarinnar sem veitti myndinni kvikmyndaverðlaun kirkjunnar árið 2005. Myndin fjallar um sekt og sorg, ofbeldi og atlæti, tónlist, náðargáfu, mennsku og ómennsku, fordóma og fyrirhugun – svo eitthvað sé nefnt. Fyrst og fremst má þó kannski segja að Fjórar mínútur fjalli um fjötra og um frelsi. Fjötrar …

Rammi úr dönsku kvikmyndinni Velsignelsen

Blessun og barnsfæðing í bíó

Svefnherbergi. Dagur. Ung kona er að gera upp gamalt barnarúm. Skrapar af því málningu af því. Svo stynur hún stundarhátt og áhorfandinn áttar sig á tvennu: Hún er barnshafandi og það er komið að fæðingu. Og svo er klippt og barnið fæðist. Konan virðist óörugg og kannski fjarlæg meðan á henni stendur. En allt gengur eins og það á að ganga og barnið fæðist og það er lagt í fang móðurinnar. „Þetta er stúlka,“ segir ljósmóðirin. „Þetta er stúlka,“ segir hin nýbakaða móðir og það er ekki laust við að greina megi vonbrigði í röddinni. Þannig hefst danska kvikmyndin Blessun sem er sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Þetta er reyndar verðlaunamynd því hún hlaut fyrr á þessu ári kvikmyndaverðlaun sænsku kirkjunnar. Blessun fjallar um Katrine og hún gerist á fyrstu dögunum eftir fæðingu dóttur hennar og kærastans Andreasar. Dóttirin heitir Rose og barnsfæðingin, sem ætti að vera blessun og gleðigjafi, reynist ekki vera það. Lífið er ekki „dans á rósum“ – að minnsta kosti ekki fyrst um sinn. Barnið tekur ekki brjóst og hún …

Jesúbíó 2006

Á föstu 2006 stendur Deus ex cinema ásamt Guðfræðistofnun og Neskirkju fyrir Jesúmyndahátíð undir yfirskriftinni Jesúbíó 2006. Hver kvikmynd er kynnt stuttlega í ljósi kvikmyndafræði og guðfræði. Hér má nálgast upptökur af nokkrum þessara kynninga. Arnfríður Guðmundsdóttir: Guðfræðina í Il vangelo secondo Matteo (9,3mb, mp3-skrá) Oddný Sen: Il vangelo secondo Matteo sem kvikmynd (5,9mb, mp3-skrá) Sigurður Árni Þórðarson: Guðfræðin í Jesus de Montréal (11mb, mp3-skrá) Árni Svanur Daníelsson: Jesus de Montréal sem kvikmynd (7,3mb, mp3-skrá)

Kirkjuverðlaun og kvikmyndahátíðir

Í fyrri pistli mínum um Gautaborgarhátíðina og kvikmyndaverðlaun sænsku kirkjunnar kynnti ég stuttlega verðlaunin og hátíðina. Í framhaldi af því langar mig til að beina kastljósinu að kirkjulegum kvikmyndaverðlaunum. Á Norðurlöndum hefur sænska kirkjan haft frumkvæði á þessu sviði. Kvikmyndaverðlaun hennar voru fyrst veitt árið 2002. Mér er ekki kunnugt hver átti frumkvæði að þessu, en veit það þó fyrir víst að Gautaborgarstifti, ekki síst fyrir tilstuðlan prestins Mikael Ringlander, hefur lengi verið til fyrirmyndar hvað samræðu kvikmynda og kirkju varðar. Hér á landi hefur rannsóknarhópurinn Deus ex cinema staðið fyrir afar þróttmiklu starfi á sviði guðfræði og kvikmynda frá árinu 2000. Hópurinn var stofnaður 4. júlí á því ári og síðan þá hafa meðlimir hópsins staðið fyrir vikulegum seminörum um guðfræði og kvikmyndir, gefið úr þrjár bækur um þessi mál, fjallað um meira en 400 kvikmyndir á vef hópsins (www.dec.is) og staðið fyrir fjölda málþinga, fyrirlestra og námskeiða. Margir meðlimir Deus ex cinema eru jafnframt virkir í kirkjulegu starfi og víst er að þjóðkirkjan hefur að mörgu leyti verið opin fyrir þessu samtali guðfræði og …

Drömmen eftir Niels Arden Oplev

Kvikmyndirnar, kirkjan og bíóhátíðin í Gautaborg

Himnaríki og helvíti, Guð, þroski, trú og efi eru meðal umfjöllunarefna í myndunum sem keppa um aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Gautaborg í ár. Myndirnar átta sem keppa um verðlaunin eru: Beowulf & Grendel, leikstjóri Sturla Gunnarsson Wellkåmm to Verona, leikstjóri Suzanne Osten Voksne mennesker, leikstjóri Dagur Kári Om Gud vill, leikstjóri Amir Chamdin Matti – Hell is for Heroes, leikstjóri Aleksi Mäkelä Izzat, leikstjóri Ulrik Imtiaz Rolfsen Drømmen, leikstjóri Niels Arden Oplev (Denmark) A Little Trip to Heaven, leikstjóri Baltasar Kormákur Margir hafa eflaust heyrt af Gautaborgarhátíðinni og þekkja til aðalverðlaunanna þar – þetta er jú ein þekktasta kvikmyndahátíði Norðurlanda. Þau hafa meðal annars komið í skaut íslenskra kvikmynda, til að mynda Nóa Albinóa um árið. Færri vita hinsvegar af því að myndirnar átta keppa einnig um önnur verðlaun, kirkjuleg kvikmyndaverðlaun. Sænska kirkjan veitir nefnilega árlega kvikmyndaverðlaun á Gautaborgarhátíðinni. Um þau verðlaun keppa sömu myndir og eru í aðalkeppninni og þau falla í skaut þeirri mynd sem þykir áhugaverðust sem glíma við trúar- og tilgangsspurningar. Slík mynd þarf ekki að vera lögð upp eða skilgreind sem trúarmynd og trúarstefin þurfa …

Málþing um íranskar kvikmyndir

Málþing um íranskar kvikmyndir var haldið 6. október 2005 í samvinnu Deus ex cinema og Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Hægt er að hlusta á fyrirlestrana með því að smella á tenglana hér að neðan. Bjarni Randver Sigurvinsson: Hið mennska í írönskum kvikmyndum (4,5 mb, mp3-skrá) Halldór Hauksson: Undir olífutrjánum eftir Abbas Kiarostami (3,9 mb, mp3-skrá) Teitur Atlason: Keimur af kirsjuberjum eftir Abbas Kiarostami (3,6 mb, mp3-skrá) Árni Svanur Daníelsson: Stund sakleysis og fyrirgefningar (4,6 mb, mp3-skrá) Gunnar J. Gunnarsson: Í þágu friðar og menntunar. Um kvikmyndir Samiru Makhmalbaf (7 mb, mp3-skrá) Steinunn Lilja Emilsdóttir: Spegillinn eftir Jafar Panahi (2,7 mb, mp3-skrá) Elína Hrund Kristjánsdóttir: Konur í írönskum kvikmyndum (4,7 mb, mp3-skrá)