María mey í þremur kvikmyndum – greining í ljósi djúpsálarfræðinnar
Inngangur Seiðmagn kvikmynda felst að verulegu leyti í þeim möguleikum sem þær búa yfir til sýna það sem á sér stað í hugskoti manna. Til viðbótar hinu talaða orði með öllum sínum blæbrigðum sýna kvikmyndir svipbrigði, hreyfingar, liti og form. Kvikmyndin setur innra líf manna á svið og tengir það á margslunginn hátt við ytri veruleika og verður áhorfandinn á sinn hátt hluti af þeim veruleika sem myndin á þátt í að skapa. Þegar um góðar kvikmyndir er að ræða lifir áhorfandinn sig inn í myndina og gefst honum sjaldan tækifæri til þess að vera í stellingum hlutlauss áhorfanda. Á margslunginn hátt sýna kvikmyndir glímu einstaklingsins á hvíta tjaldinu eða skjánum við það að finna sjálfan sig, þ.e. það sem kallað er einsömunarferlið (individuation) og samsömun hans við aðra (identification). Lífið felur þetta í sér þegar það leiðir til þroska. Áhrifamáttur kvikmyndanna felst í því að þær draga áhorfendur inn í það drama sem þessi ferli eru, þeir verða þar þátttakendur. Ef þeir verða það ekki hefur kvikmyndin ekki náð tilgangi sínum. Í þessari grein verður fjallað um einsömunar- …