All posts filed under: 2. árgangur 2002

María mey í þremur kvikmyndum – greining í ljósi djúpsálarfræðinnar

Inngangur Seiðmagn kvikmynda felst að verulegu leyti í þeim möguleikum sem þær búa yfir til sýna það sem á sér stað í hugskoti manna. Til viðbótar hinu talaða orði með öllum sínum blæbrigðum sýna kvikmyndir svipbrigði, hreyfingar, liti og form. Kvikmyndin setur innra líf manna á svið og tengir það á margslunginn hátt við ytri veruleika og verður áhorfandinn á sinn hátt hluti af þeim veruleika sem myndin á þátt í að skapa. Þegar um góðar kvikmyndir er að ræða lifir áhorfandinn sig inn í myndina og gefst honum sjaldan tækifæri til þess að vera í stellingum hlutlauss áhorfanda. Á margslunginn hátt sýna kvikmyndir glímu einstaklingsins á hvíta tjaldinu eða skjánum við það að finna sjálfan sig, þ.e. það sem kallað er einsömunarferlið (individuation) og samsömun hans við aðra (identification). Lífið felur þetta í sér þegar það leiðir til þroska. Áhrifamáttur kvikmyndanna felst í því að þær draga áhorfendur inn í það drama sem þessi ferli eru, þeir verða þar þátttakendur. Ef þeir verða það ekki hefur kvikmyndin ekki náð tilgangi sínum. Í þessari grein verður fjallað um einsömunar- …

Rautt, hvítt og blátt! Litanotkun í þríleik Kieslowskis

Inngangur Fyrst voru kvikmyndir ekki í lit. Samt skiptu litir máli. Það var hreint ekki sama hvernig búningar, leikmynd og umhverfið allt var á litinn. Þeir sem unnu við kvikmyndir í árdaga urðu sérfræðingar í að þekkja hvernig daufir jafnt sem skærir litir komu út í grátónaskalanum, vissu til dæmis upp á hár hvernig hárauður kjóll kæmi út í svart/hvítri mynd. Svo litir hafa alltaf skipt máli í kvikmyndum. En þeir skipta jafnvel enn meira máli nú til dags. Sumir kvikmyndaleikstjórar nota liti mjög meðvitað. Meðal þeirra eru Kieslowski heitinn, Ingmar Bergman, Sally Potter og mexíkóski leikstjórinn Alfonso Cuarón. Aðrir nota liti markvisst án þess að gera sér grein fyrir því. Oft er það þannig að leikstjórar fullyrða að þeir noti ekki tákn. En hefðir fyrir merkingu ýmis konar tákna og lita fléttast inn í allt okkar umhverfi og menningu og oft á tíðum tökum við alls ekki eftir því af því að það er eitthvað svo sjálfsagt. Þannig er það með suma leikstjóra líka… þeir segjast ekki nota tákn vegna þess að þeir gera …

Trúarstef í kvikmyndum. Skilgreiningar og aðferðir

Inngangur Rannsóknir á trúarstefjum í kvikmyndum hafa átt sér stað í um 30 ára skeið, lengst af aðeins í litlum mæli en saga þessara rannsókna er stutt hér á landi. Íslenskir guðfræðingar létu nokkuð til sín taka þegar hin umdeilda mynd Síðasta freisting Krists eftir Martin Scorsese var sýnd árið 1988. Þessi skrif snérust þó að mestu um meint guðlast myndarinnar, frekar en fræðilega úttekt á guðfræði hennar eða túlkun á guðspjöllunum. Þá tóku til dæmis til máls guðfræðingarnir Gunnar J. Gunnarsson og Gunnlaugur A. Jónsson. Pétur Pétursson skrifaði einnig sama ár grein í Lesbók Morgunblaðsins um uppgjör Ingmar Bergman við kristna trú í kvikmyndum sínum. Allir áttu þessir guðfræðingar eftir að koma að rannsóknum á trúarstefjum í kvikmyndum síðar meir. Eftir þessi skrif var hljótt á meðal guðfræðinga á Íslandi um þessi efni. Gunnar J. Gunnarsson rauf þessa þögn þegar hann hóf að skrifa reglulega um trúarstef í kvikmyndum í tímarinu Bjarma frá árinu 1995. Bjarni Randver Sigurvinsson skrifaði einnig grein í Lesbók Morgunblaðsins árið 1997 um Mattheusarguðspjall Pasolinis. Tveim árum síðar lét Gunnlaugur …

Konur í kristshlutverkum í kvikmyndum

Inngangur Túlkun vitnisburðar Nýja testamentisins um Jesú Krist hefur ekki svo sjaldan verið til umfjöllunar á hvíta tjaldinu. Auk hefðbundinna mynda um ævi og starf Krists, hafa persónur með sterka tilvísun til orða hans og athafna verið vinsælt viðfangsefni í kvikmyndum. Slíkar persónur hafa stundum verið kallaðar kristsgervingar. Hér er ætlunin að fjalla um kvenpersónur sem af mörgum hafa verið flokkaðar sem kristsgervingar og þær skoðaðar út frá forsendum kristsfræði og femínisma. Kven-kristsgervingar vekja upp margar spennandi guðfræðilegar spurningar um merkingu karlmennsku Krists, sem og túlkun holdtekjunnar á okkar tímum. Ég hef valið að fjalla sérstaklega um tvær kvenpersónur í nýlegum myndum: Bess í Breaking the Waves frá 1996 og Systur Helen í Dead Man Walking frá 1995. Báðar hafa þær tíðum verið flokkaðar sem kristsgervingar. Á grundvelli umfjöllunarinnar um sögur þessara tveggja kvenna, verður spurt um eðli og eiginleika kven-kristsgervinga í kvikmyndum, út frá guðfræðilegum og femínískum forsendum. Þegar ólíkar túlkanir á persónu og hlutverki Jesú Krists eru skoðaðar og metnar vaknar spurningin um viðmið, eða norm. Á síðustu áratugum hefur komið fram hörð gagnrýni kvenna á einokun karla á mótun kristinnar hefðar og …

Annie Hall

Allen og leitin að hinu sanna lífi

Ég hef hér fyrir framan mig skemmtilega grein úr dagblaðinu mínu„Sænska“ sem kynni að vekja áhuga einhvers. Yfirskriftin mætti útleggjast: Leitin fyndna að samsvarandi (autentisk) lífi og fjallar greinin um grínistann Woody Allen – sem eitthvað hefur komið til tals í hópnum ef minnið svíkur mig ekki. Heimspekingurinn Vittorio Hösle gaf nýverið út bókina Woody Allen. Versuch ueber das komische. Þar skoðar hann myndir Woody Allen með kenningar þeirra Schopenhauers og Bergers um kímnina að leiðarljósi. Heimspekingur þessi hefur víst getið sér gott orð innan fræðanna en til þessa hafa bækur hans snúist um hefðbundið viðfang heimspekinga: Hegel, gríska harmleikinn, stjórnmálaheimspeki, frumspeki, siðfræði og fleira í þeim dúr. Nú hefur hann sem sagt snúið sér að kvikmyndunum (nema hvað?) og spyr hvað það sé raunverulega í myndum Woody Allen sem fái okkur til þess að hlæja. Snemma í greininni er vísað í myndina Annie Hall. Í einu atriðinu skammast Alvy (sem Woody Allen leikur) út í mann sem stendur í biðröð og talar „aldeilis“ of hátt um fjölmiðlafræðinginn Marshall McLuhan. Alvy segir við manninn að hann viti ekkert um …