All posts filed under: 4. árgangur 2004

Fimm stuttmyndir á Reykjavík Shorts & Docs

Þann 10. júní byrjaði Reykjavík Shorts & Docs kvikmyndahátíðin. Á fyrsta deginum var boðið upp á sex stuttmyndir. Reyndar voru aðeins fimm myndir sýndar þar sem ekki tókst að sýna „Móðuna – ástarsögu á þvottaplani“ vegna tæknilegra erfiðleika. Hér verður stuttlega fjallað um þær fimm myndir sem sýndar voru. Síðustu orð Hreggviðs (Grímur Hákonarson: 2004) Myndin er 22 mín. að lengd og fjallar um Hreggvið, gamlan hægrimann og fastapenna hjá Mogganum, sem fær hjartaslag þegar hann er á leiðinni með grein til ritstjóra blaðsins. Hreggviður er óánægður með ritstjórnarstefnu blaðsins og gengur aftur til að reyna að fá greinina birta. Eins og sést á söguþræðinum sýnir myndin á skemmtilegan hátt spíritismann í íslensku samfélagi. Helsti kostur myndarinnar er skemmtileg saga og góður leikur ritstjórans. Gallarnir eru tæknivinnsla og leikur annarra í myndinni. Blind Date (Huldar Freyr Arnarson: 2004) Myndin er 18 mín. að lengd og fjallar um varfærinn mann sem fer á blint stefnumót með konu sem er gangandi slysagildra. Tæknilega best unnin af þeim myndum sem sýndar voru en það vantaði eitthvað í söguna. …

Viðtal við Jeffrey Nachmanoff, annan handritshöfund The Day After Tomorrow.

Viðtal við Jeffrey Nachmanoff, annan handritshöfund The Day After Tomorrow. Morguninn 6. apríl bauð Smárabíó fjölmiðlum á kynningu, á nýjustu mynd Roland Emmerich, Þess sama og leikstýrði myndum á borð við Universal Soldier (1992), Stargate (1994), Independence Day (1996), Godzilla (1998) og The Patriot (2000). Roland Emmerich er vinsæll Hollywood leikstjóri, en myndir hans ganga út á það að vera með eins stórt og mikið af öllu og hægt er. Mottóið virðist vera „The Bigger the better“. Auglýsingaplakat fyrir The Day After TomorrowNýjasta afurð Roland Emmerich heitir The Day After Tomorrow (2004) og verður frumsýn 26.-28. maí um heim allan. The Day After Tomorrow fjallar um heimsendi af völdum gróðurhúsaáhrifa, en afleiðingarnar eru t.d. þær að á aðeins örfáum dögum skellur á ný ísöld. Sýndur var um hálftími úr myndinni, þ.m.t. öll helstu tæknibrelluatriðin, þar sem Los Angeles og New York voru lagðar í rúst. Tæknibrellurnar voru reyndar mjög flottar og hljóðvinnslan stórkostleg. Myndin hefur dregist inn í kosningabaráttuna í Bandaríkjunum, en Bush hefur einmitt verið gagnrýndur fyrir að neita að skrifa undir alþjóðlegar samþykktir …

Blóðhlaupin augu og Jesús Kristur

Voru hýðingar, pústrar og blóðsúthellingar, sem Jesús Kristur leið á förinni til Golgata, nauðsynlegur þáttur frelsunarinnar? Ef Jesús hefði sloppið við líkamlega þjáningu fram að sjálfri krossfestingunni, hefði hjálpræðisverkinu þar með verið klúðrað? Er þjáning Jesú meginatriði trúarinnar? Eða er það líf Jesú, dauðinn eða eitthvað annað? Hvert var og er hlutverk Jesú og hver er þinn Jesús Kristur? Mögnuð píslarsaga Píslarsaga Mel Gibson er rosaleg saga. Blóð Jesú Krists slettist á stéttar og torg. Hægra auga Jesú bólgnar sem næst úr augntóttinni. Vargfugl goggar í augu ræningjans á krossinum. Friðlaus andi Júdasar veinar. Hermenn píska Jesú látlaust alla leið frá Getsemanegarði, um hallir trúarleiðtoga og veraldlegra valdsmanna og til aftökustaðar. Jesús er hæddur og lítillækkaður og á hann er lagt þyngra tréfarg en á ræningjana. Kona, sem ætlar að líkna bandingjanum, er hrakin á brott. Þyrnikórónónu er ekki tyllt á höfuð Jesú heldur lamin inn í höfuleður hans. Hermenn ganga í skrokk bandingjans langt umfram heimild. Gripgaddar svipanna slíta húð og kjötstykki í barsmíðinni. Öllum, nema andlega þykkskrápuðum, líður illa í þessum langdregnu píslarsenum. …

Fáein orð um pínu Krists

Góðir hlustendur! Sem kaþólskur prestur var ég beðinn um að flytja ykkur örstutt erindi um viðhorf kaþólsku kirkjunnar til píslargöngu Jesú Krists, um hlutverk þessara atburða í trúarlífi kaþólskra manna, en eins og flestir vita er Mel Gibson kaþólskur maður, og trúarsannfæring hans kemur sterkt fram í þessari mynd hans um þjáningar Krists. Jesús bendir réttilega á að enginn hefur meiri kærleika en sá sem gefur líf sitt fyrir þá sem hann elskar. Þetta voru ekki tóm orð hjá honum, þvert á móti. Um leið og Jesús, sonur Guðs, kom inn í þennan heim og gerðist maður, ákvað hann að gefa líf sitt, að fórna sér, að taka á sig allar syndir mannkynsins og friðþægja fyrir hönd okkar allra. Þess vegna kynnti Jóhannes skírari hann á þessa leið: Sjáið Guðs lamb, sem ber burt syndir heimsins. Með því að elska Föður sinn og hlýða honum í einu og öllu, allt til dauðans, bætir hann fyllilega fyrir óhlýðni okkar allra. Fórn Jesú Krists er sterkari en synd og dauði og gefur okkur mönnum von um sættir …

Satan eða Lilit í Píslarsögu Gibsons?

Birtingarmynd Satans í píslarsögu þeirri sem við sjáum hér á eftir hefur vakið athygli margra. Fyrir mér er enginn vafi á því að þessi demóníska vera, sem virðist tvíkynja, sýni margvíslegan skyldleika við Lilit sem við þekkjum úr gyðingdómi. Í gegnum bókmenntir Gyðinga hefur mýtan um Lilit varðveist og þróast í meira en 2500 ár. Í því ferli hefur hún birst sem demón, barnamorðingi, fyrsta eiginkona Adams, ástkona lostafullra anda, brúður demónakonungsins Samaels, hetja feminsta og fyrirmynd og fylgdarvera sálarinnar í gegnum dimm herbergi glundurroða. Hennar hlutverk er í þremur víddum; á himni, á jörðu og í undirheimum. Hér fjalla ég um ímynd Lilit sem demon. Í Biblíunni kemur hún aðeins fyrir einu sinni, en það er í Jesaja 34:14. Verið að lýsa hefnadardegi yfir Edóm, sem muni verða lagt í eyði og verða dvalarstaður demóna. Sagt er að Lilit ein skuli hvílast þar og finna sér þar hæli. Lilit hefur sterklega verið tengd við Edens söguna og er þekktust fyrir að vera fyrsta eiginkona Adams. Sagt er að hún hafi verið hrokafull og rifist …

Píslir Krists í ljósi fjórða þjónsljóðsins

Góðir forsýningargestir! Í allri þeirri miklu umræðu erlendis sem átt hefur sér stað um þá kvikmynd sem við erum að fara að horfa á virðist mér sem mönnum hafi yfirsést yfirskrift myndarinnar eða þýðing hennar. Ég vek því sérstaka athygli ykkar á þessari yfirskrift. Hún er sótt í Gamla testamentið, í rit Jesaja spámanns, nánar tiltekið svokallað 4. þjónsljóð hans sem er að finna í Jesajaritinu k. 52:13-53:12. Kristur þjáist.Þjónsljóð það sem hér um ræðir er meðal áhrifamestu en jafnframt umdeildustu kafla alls Gamla testamentisins. Hin hefðbundna túlkun kristinna manna á umræddum texta var sú að hér væri um að ræða spádóm Jesaja um þjáningu og dauða Jesú Krists. Um leið vil ég minna á að Jesaja hefur oft í sögu kristninnar verið nefndur guðspjalla­maður Gamla testamentisins og rit hans kallað fimmta guðspjallið. Strax í 1. kafla (v. 5-6) Jesajaritsins er að finna texta sem í sögu kristninnar, einkum á miðöldum, var oft túlkaður þannig að hann segði fyrir um píslir Jesú Krists. Þar segir: „Höfuðið er allt í sárum . . . Frá hvirfli …

Þjáning kristsins

Guð hefnir þeirra sem gera gys að Jesú, hvort sem það eru ræningjar – hrafninn plokkar úr þeim augun, eða Gyðingar – þeir verða hundeltir fram á efsta dag. „Þjáning kristsins“ er saga um miskunnarleysi, hér fer lítið fyrir mannúð, fyrirgefning er engin, og hér er engin upprisa. Kveinandi fólk fylgir sláturlambinu inn í myrkið á Golgata. Góði maðurinn er Pílatus sem mannkynssagan gefur síður en svo glæsilegan vitnisburð. En hann hleypir atburðarásinni af stað, fyrir hans tilverknað fær vilji Guðs framgang, og hið illa má ráða ferðinni í tólf klukkustundir. Allt er í réttum farvegi sem fyllist hægt og sígandi af blóði hins saklausa í þessari svallveislu blóðsins. Í blóði drifinni kvikmynd Gibsons, „einni ofbeldisfyllstu kvikmynd sögunnar“, þokast blóðstokkinn arameinn upp hæðina, krsitin trú snýst um rauðan píslarferil; þetta er kærleikur Guðs til mannanna. Því meira blóð þeim mun meiri er ást Guðs: „Jesús kastar öllum mínum syndum bak við sig.“ Leyfið börnunum alls ekki að koma til mín. Hið heilaga í skelfingunni Áður en við komum að hinni eiginlegu trúfræðilegu spurningu dagsins, vaknar …

Guðspjallahefðir frumkristninnar, andgyðinglegar skoðanir og „anti-semítismi“

Allir sem kunnugir eru sögu kristins „anti-semítisma“ geta auðveldlega fengið sig fullsadda á því að lesa ýmsar umsagnir úr guðspjallahefðum frumkristni um gyðinga, sér í lagi í Matteusar- og Jóhannesarguðspjöllum. Þetta á til dæmis við um hina afgerandi fordæmingu á faríseum sem hræsnara og hugmyndina um eyðingu musterisins sem dæmi um refsingu Guðs og meinta ábyrgð gyðinga á krossdauða Jesú.[1] Þótt slíkur efniviður hafi án alls vafa kynt undir andúð margra kristinna manna í gegnum aldirnar á gyðingum og þá kannski sér í lagi vegna meintrar þátttöku þeirra í atburðarásinni er leiddi til krossfestingar Jesú ber að leggja áherslu á það sem fyrir löngu er orðin viðtekin skoðun meðal flestra vestrænna nýjatestamentisfræðinga, nefnilega, að umsagnir sem þessar eru misvísandi og geta engan veginn réttlætt síðari notkun textanna. Í þessu samhengi ber að gera greinarmun á antí-semítisma og andgyðinglegum viðhorfum eða gagnrýnum viðhorfum til ákveðinna trúarhópa gyðinga. Ljóst er að neikvæðar staðalmyndir guðspjallanna hafa ýtt undir bæði andgyðingleg viðhorf og seinni tíma anti-semítisma. Nokkur atriði ber að nefna í þessu samhengi. Vissulega birta elstu rit frumkristni …

Saga kvikmyndalistarinnar

David Parkinson: Saga kvikmyndalistarinnar Íslensk þýðing eftir Veru Júlíusdóttur. Háskólaútgáfan, Reyjavík 2003 ISBN 9979-9608-3-3, 264 bls., kr. 3990 Almennt um bókina Ein af þeim jólabókum sem lítið fór fyrir var Saga kvikmyndalistarinnar eftir David Parkinson í þýðingu Veru Júlíusdóttur. Bókin er ein af sex bókum sem koma út í ritröðinni Þýðingar sem bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands gefur út. Ritstjóri bókarinnar er Guðni Elísson, en hvað best ég veit er þetta ein af „þremur“ þýðingum sem hann ritstýrði og komu út á síðasta ári. Tvær af þessum þremur bókum varða kvikmyndafræðina og á Guðni mikið lof fyrir þetta framlag. Saga kvikmyndalistarinnar er 306 blaðsíður að lengd og skiptist í 8 kafla að viðbættum viðauka, rita- og nafnaskrá og inngangi um ritröðina eftir Guðna Elísson. Í henni er að finna 156 myndir, allt frá upphafi kvikmyndarinnar til nútímans. Eins og nafn bókarinnar gefur til kynna rekur David Parkinson sögu kvikmyndarinnar allt frá upphafi hennar til nútímans, þ.e. til 1995 þegar hún kom fyrst út. Það jaðrar að sjálfsögðu við brjálæði að ætla að gera sögu kvikmyndarinnar skil á þrjú hundruð blaðsíðum og er …