All posts filed under: Fyrirlestur

Jesúbíó 2006

Á föstu 2006 stendur Deus ex cinema ásamt Guðfræðistofnun og Neskirkju fyrir Jesúmyndahátíð undir yfirskriftinni Jesúbíó 2006. Hver kvikmynd er kynnt stuttlega í ljósi kvikmyndafræði og guðfræði. Hér má nálgast upptökur af nokkrum þessara kynninga. Arnfríður Guðmundsdóttir: Guðfræðina í Il vangelo secondo Matteo (9,3mb, mp3-skrá) Oddný Sen: Il vangelo secondo Matteo sem kvikmynd (5,9mb, mp3-skrá) Sigurður Árni Þórðarson: Guðfræðin í Jesus de Montréal (11mb, mp3-skrá) Árni Svanur Daníelsson: Jesus de Montréal sem kvikmynd (7,3mb, mp3-skrá)

Málþing um íranskar kvikmyndir

Málþing um íranskar kvikmyndir var haldið 6. október 2005 í samvinnu Deus ex cinema og Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Hægt er að hlusta á fyrirlestrana með því að smella á tenglana hér að neðan. Bjarni Randver Sigurvinsson: Hið mennska í írönskum kvikmyndum (4,5 mb, mp3-skrá) Halldór Hauksson: Undir olífutrjánum eftir Abbas Kiarostami (3,9 mb, mp3-skrá) Teitur Atlason: Keimur af kirsjuberjum eftir Abbas Kiarostami (3,6 mb, mp3-skrá) Árni Svanur Daníelsson: Stund sakleysis og fyrirgefningar (4,6 mb, mp3-skrá) Gunnar J. Gunnarsson: Í þágu friðar og menntunar. Um kvikmyndir Samiru Makhmalbaf (7 mb, mp3-skrá) Steinunn Lilja Emilsdóttir: Spegillinn eftir Jafar Panahi (2,7 mb, mp3-skrá) Elína Hrund Kristjánsdóttir: Konur í írönskum kvikmyndum (4,7 mb, mp3-skrá)

Trúlega Tarkovskí

Dagskrá haldin í samstarfi við Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju. Bíósýningar í Bæjarbíói og málþing í Hallgrímskirkju. Innlýsingar   Oddný Sen: Bernska Ívans (innlýsing) Gunnlaugur A. Jónsson: Bernska Ívans (innlýsing) Gunnar J. Gunnarsson: Fórnin (innlýsing) Pétur Pétursson: Fórnin (innlýsing) Fyrirlestrar Astrid Söderbergh-Widding: Deus absconditus – á mörkum hins sýnilega og ósýnilega í kvikmyndum Tarkovskís Gunnlaugur A. Jónsson: Nostalgía Tarkovskís í biblíulegu ljósi Pétur Pétursson: Speglanir í kvikmyndum Andrejs Tarkovskís

Þjáning kristsins

Guð hefnir þeirra sem gera gys að Jesú, hvort sem það eru ræningjar – hrafninn plokkar úr þeim augun, eða Gyðingar – þeir verða hundeltir fram á efsta dag. „Þjáning kristsins“ er saga um miskunnarleysi, hér fer lítið fyrir mannúð, fyrirgefning er engin, og hér er engin upprisa. Kveinandi fólk fylgir sláturlambinu inn í myrkið á Golgata. Góði maðurinn er Pílatus sem mannkynssagan gefur síður en svo glæsilegan vitnisburð. En hann hleypir atburðarásinni af stað, fyrir hans tilverknað fær vilji Guðs framgang, og hið illa má ráða ferðinni í tólf klukkustundir. Allt er í réttum farvegi sem fyllist hægt og sígandi af blóði hins saklausa í þessari svallveislu blóðsins. Í blóði drifinni kvikmynd Gibsons, „einni ofbeldisfyllstu kvikmynd sögunnar“, þokast blóðstokkinn arameinn upp hæðina, krsitin trú snýst um rauðan píslarferil; þetta er kærleikur Guðs til mannanna. Því meira blóð þeim mun meiri er ást Guðs: „Jesús kastar öllum mínum syndum bak við sig.“ Leyfið börnunum alls ekki að koma til mín. Hið heilaga í skelfingunni Áður en við komum að hinni eiginlegu trúfræðilegu spurningu dagsins, vaknar …

Guðspjallahefðir frumkristninnar, andgyðinglegar skoðanir og „anti-semítismi“

Allir sem kunnugir eru sögu kristins „anti-semítisma“ geta auðveldlega fengið sig fullsadda á því að lesa ýmsar umsagnir úr guðspjallahefðum frumkristni um gyðinga, sér í lagi í Matteusar- og Jóhannesarguðspjöllum. Þetta á til dæmis við um hina afgerandi fordæmingu á faríseum sem hræsnara og hugmyndina um eyðingu musterisins sem dæmi um refsingu Guðs og meinta ábyrgð gyðinga á krossdauða Jesú.[1] Þótt slíkur efniviður hafi án alls vafa kynt undir andúð margra kristinna manna í gegnum aldirnar á gyðingum og þá kannski sér í lagi vegna meintrar þátttöku þeirra í atburðarásinni er leiddi til krossfestingar Jesú ber að leggja áherslu á það sem fyrir löngu er orðin viðtekin skoðun meðal flestra vestrænna nýjatestamentisfræðinga, nefnilega, að umsagnir sem þessar eru misvísandi og geta engan veginn réttlætt síðari notkun textanna. Í þessu samhengi ber að gera greinarmun á antí-semítisma og andgyðinglegum viðhorfum eða gagnrýnum viðhorfum til ákveðinna trúarhópa gyðinga. Ljóst er að neikvæðar staðalmyndir guðspjallanna hafa ýtt undir bæði andgyðingleg viðhorf og seinni tíma anti-semítisma. Nokkur atriði ber að nefna í þessu samhengi. Vissulega birta elstu rit frumkristni …