All posts filed under: Viðtal

Viðtal við Jeffrey Nachmanoff, annan handritshöfund The Day After Tomorrow.

Viðtal við Jeffrey Nachmanoff, annan handritshöfund The Day After Tomorrow. Morguninn 6. apríl bauð Smárabíó fjölmiðlum á kynningu, á nýjustu mynd Roland Emmerich, Þess sama og leikstýrði myndum á borð við Universal Soldier (1992), Stargate (1994), Independence Day (1996), Godzilla (1998) og The Patriot (2000). Roland Emmerich er vinsæll Hollywood leikstjóri, en myndir hans ganga út á það að vera með eins stórt og mikið af öllu og hægt er. Mottóið virðist vera „The Bigger the better“. Auglýsingaplakat fyrir The Day After TomorrowNýjasta afurð Roland Emmerich heitir The Day After Tomorrow (2004) og verður frumsýn 26.-28. maí um heim allan. The Day After Tomorrow fjallar um heimsendi af völdum gróðurhúsaáhrifa, en afleiðingarnar eru t.d. þær að á aðeins örfáum dögum skellur á ný ísöld. Sýndur var um hálftími úr myndinni, þ.m.t. öll helstu tæknibrelluatriðin, þar sem Los Angeles og New York voru lagðar í rúst. Tæknibrellurnar voru reyndar mjög flottar og hljóðvinnslan stórkostleg. Myndin hefur dregist inn í kosningabaráttuna í Bandaríkjunum, en Bush hefur einmitt verið gagnrýndur fyrir að neita að skrifa undir alþjóðlegar samþykktir …

Viðtal við nokkra af forsvarsmönnum Bíó Reykjavíkur

Um helgina sótti ég hrollvekjuhátíð Bíós Reykjavíkur. Eitthvað hafði dagskránni seinkað og þurfti ég því að bíða í um hálftíma áður en Repulsion (1965) eftir Roman Polanski byrjaði. Mig hafði lengi langað að vita eitthvað um þann hóp sem stóð að Bíói Reykjavíkur og ákvað því að nýta tímann og taka stofnmeðlimina tali. Vildu skapa vettvang fyrir óhefðbundna kvikmyndagerð Til svars voru þrír stofnendur hópsins, þeir Gio, Jakob og Örn. Gio var mestan tímann í forsvari fyrir hópinn en aðspurður sagði hann að þeir félagar hefðu stofnað félagið þegar þeir voru á fylliríi. Þeir hefðu viljað skapa vettvang fyrir óhefðbundna kvikmyndagerð og ákváðu því að bjóða kvikmyndagerðamönnum að koma með myndir sínar, fyrsta þriðjudag hvers mánaðar og sýna þeim hana. Það eina sem þeir þyrftu að gera væri að halda stutta kynningu og svara spurningum að sýningu lokinni. Þeir neituðu að trúa því að það væri ekki verið að gera góðar tilraunakenndar myndir hér á landi og svo virðist sem þeir hafi haft rétt fyrir sér. Frá stofnun hópsins 21. febrúar 2002 hefur þeim borist hafsjór …

Viðtal við Róbert Douglas

Róbert I. Douglas sló eftirminnilega í gegn með fyrstu mynd sinni í fullri lengd, Íslenski Draumurinn. Margir sögðu myndina marka tímamót í íslenskri kvikmyndagerð, þar sem loksins hafi verið gerð kvikmynd sem var laus við bókmennta og leikhúsáhrifin. Sumir gengu svo langt að segja að Íslenski draumurinn hafi verið fyrsta íslenska kvikmyndin. Þótt næsta mynd Róberts, Maður eins og ég, hafi ekki slegið eins vel í gegn og Íslenski draumurinn fékk hún engu að síður mjög góðar viðtökur. Undirritaður mælti sér mót við Róbert á Hótel Borg og tók hann tali. Þegar ég mætti á staðinn var Róbert þegar kominn. Hann sat við borðið með kaffibollan í annarri hendi og sígarettu í hinni. Allt í fasi hans ber þess merki að kaffistaðir og bóhemlíf á vel við hann. Mynd 1: Leikstjórinn Robert Douglas ásamt leikara í einni af myndum sínum. Nokkrum dögum áður hafði Sjálfstæðisflokkurinn boðið fólki á íslenskar kvikmyndir í bíó og tók ég eftir því að báðar myndir Róberts í fullri lengd voru sýndar á hátíðinni. Því var ég forvitinn um hvernig þetta …