Kvikmyndir

Four Rode Out

Leikstjórn: John Peyser
Handrit: Don Balluck og Paul Harrison, byggt á sögu eftir Richard Miller
Leikarar: Pernel Roberts, Leslie Nielsen, Sue Lyon, Julián Mateos og María Martín
Upprunaland: Bandaríkin og Spánn
Ár: 1969
Lengd: 95mín.
Hlutföll: www.imdb.com/Details?0064343
Einkunn: 2

Ágrip af söguþræði:
Lögreglumaðurinn Ross eltir bankaræningjann Fernando yfir mexíkönsku landamærin í von um að geta dregið hann fyrir dómstóla í Bandaríkjunum. Í för með honum slást samviskulaus einkaspæjari á vegum bankans og unnusta ræningjans sem vill allt til þess vinna að honum verði ekki ráðinn bani. Þegar þau svo loks finna Fernando í miðri eyðimörkinni, hefur einkaspæjarinn nauðgað unnustunni og sólundað mestum vatnsbyrðum þeirra með hroðalegum afleiðingum.

Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Four Rode Out er miðlungs vestri, sem allt í lagi er að horfa á, hafi maður ekkert þarfara með tímann að gera. Hann er heldur ekkert trúarlegur enda þótt finna megi þar ýmsar kirkjulegar athafnir og prest. Það er þó ágæt tilbreyting að sjá Leslie Nielsen í hlutverki óþokkans í háalvarlegri mynd en hann hefur nú sérhæft sig í aulahúmorsmyndum í á þriðja áratug.

Guðfræðistef: auglit Guðs
Siðfræðistef: nauðgun, lygi
Trúarlegir og goðsögulegir staðir: kirkja
Trúarleg tákn: kross
Trúarlegt atferli og siðir: útför, hjónavígsla, signing