Kvikmyndir

Hands Up Dead Man, You’re Under Arrest!

Leikstjórn: León Klimovsky
Handrit: Sergio Bergonzelli, José Luis Navarro og Enrico Zuccarini, byggt á sögu eftir Jesus María Elorrieta og Enrico Zuccarini
Leikarar: Peter Lee Lawrence, Espartaco Santoni, Franco Agostini, Helga Liné, Aldo Sambrell, Aurora de Alba, Mary Zan, Tomás Blanco, Giovanni Santoponte, Luis Barboo og José Canalejas
Upprunaland: Ítalía og Spánn
Ár: 1971
Lengd: 89mín.
Hlutföll: www.imdb.com/Details?0067035
Einkunn: 2

Ágrip af söguþræði:
Samviskulaus bófaforingi reynir að sölsa undir sig jarðeignir nokkurra smábænda í villta vestrinu og lendir fyrir vikið upp á kannt við ilmvatnssala sem reynist lögreglumaður í hefndarhug.

Almennt um myndina:
Lengst af alveg viðunandi spaghettí-vestri með nokkuð viðeigandi tónlist frá Alessandro Alessandroni og flottri myndatöku Antonios Maccoppi. Lokabardaginn með ilmvatnssprengjunum verður þó að teljast afar heimskulegur.

Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Einn af helstu bandamönnum lögreglumannsins er munkur, sem barist hafði með honum nokkrum árum áður í borgarastyrjöldinni. Áður en lögreglumaðurinn mætir óvænt til bæjarins, biður munkurinn vonleysislega til Guðs um að hann hjálpi íbúunum að halda út kúgun óvina sinna eftir að enn einn smábóndinn hefur verið myrtur með köldu blóði. Bænina flytur hann með byssu í hönd, enda lítur hann á hana sem haldreipi, sem enginn sannkristinn maður geti verið án við svo hörmulegar aðstæður.

Munkurinn tekur þó gamla félaga sínum sem bænheyrslu um leið og hann birtist og lýsir því yfir að nú muni allt ganga þeim í haginn því að Drottinn sé svo sannarlega með þeim. Manndrápin, sem fylgja í kjölfarið, virðast ekki heldur fara neitt illa í munkinn, enda vitnar hann í hreinum hálfkæringi í boðorðið um að ekki megi morð fremja þegar skúrkarnir eru stráfelldir allt í kringum hann.

Beinar tilvísanir í texta trúarrits: 5M 5:17, Mt 7:14
Persónur úr trúarritum: María mey
Guðfræðistef: helvíti, glötun, freisting, paradís, Guð með okkur, synd, fyrirgefning, trú, miskun Guðs
Siðfræðistef: manndráp, kúgun, hefnd, fjárhættuspil, svindl, sjálfsvörn, vændi, stríðsglæpur
Trúarbrögð: rómversk-kaþólska kirkjan
Trúarleg tákn: róðukross
Trúarlegt atferli og siðir: blessun, signing, bæn, maríubæn
Trúarleg reynsla: bænheyrsla