Leikstjórn: Frank Wisbar
Handrit: Frank Dimen, Heinz Schröter, Frank Wisbar
Leikarar: Joachim Hansen, Wolfgang Preiss, Ernst Wilhelm Borchert, Carl Lange, Sonja Ziemann, Alexander Kerst, Karl John, Peter Carsten, Horst Frank
Upprunaland: Þýskaland
Ár: 1958
Hlutföll: us.imdb.com/Title?0051749
Einkunn: 3
Ágrip af söguþræði:
Þýzki yfirlautenantinn Gerd Wisse (Joachim Hansen) er sendur á vígstöðvarnar við Stalingrad skömmu áður en Rússar ná að leggja heri Rúmena að velli og umkringja svo til allan sjötta her Þjóðverja í stórsókn sinni upp úr miðjum nóvember 1942. Eins og flestir þýzku hermannanna vill Wisse brjótast sem fyrst út úr umsátrinu en hershöfðinginn Friedrich Paulus (Ernst Wilhelm Borchert) ákveður í staðinn að verja borgina til síðasta manns að fyrirskipun foringjans.
Almennt um myndina:
Af þeim tæplega 300.000 þýzku hermönnum, sem lokuðust inni við borgina, voru aðeins rúm 90.000 enn á lífi, þegar síðustu hermennirnir gáfust upp 2. febrúar 1943 og áttu aðeins um 6000 þeirra afturkvæmd til Þýzkalands einum áratug síðar. Orrustan um Stalingrad er talin hafa verið ein sú blóðugasta í sögunni, enda mun mannfallið hafa verið hátt á aðra milljón þá fimm mánuði, sem hún stóð yfir. (Heimildum ber þó ekki alveg saman um hversu mikið það hafi verið.) Orrustan markaði jafnframt endalok sigurgöngu þýzka hersins, enda náði hann aldrei lengra en til Stalingrads í Rússlandi.
Kvikmyndin er orðin nokkuð gömul enda gerð 13 árum eftir að stríðinu lauk. Þrátt fyrir að framsetningin hafi ekki alveg staðist tímans tönn, sýnir hún engu að síður með athyglisverðum hætti hvernig allavega sumir Þjóðverjar mátu hildarleikinn og ófarirnar við Stalingrad á þeim tíma. Þetta er því kvikmynd sem enginn stríðsmyndaáhugamaður ætti að láta fram hjá sér fara. Myndin er fáanleg á DVD í Bandaríkjunum með titlinum Stalingrad. Enskur texti fylgir þar þýzka talinu og eru myndgæðin í góðu lagi. Því miður fylgir enginn texti með á þýzka DVD diskinum.
Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Í myndinni ræða Gerd Wisse og félagar hansnokkrum sinnum við lútherskan herprest (Alexander Kerst), sem þeir beratöluverða virðingu fyrir. Þegar öll von um hjálp er svo til úti, heldurherpresturinn stutta jólaguðsþjónustu fyrir nokkra hermenn, sem hann hafðifundið úti á víðavangi, og segir þeim undir fallbyssugný, að þótt allar dyrvirðist lokaðar, standi dyr Guðs þeim ávallt opnar. Þeir syngja jafnframtjólasálminn Heims um ból og herpresturinn fer með blessunarorðin úr IV.Mós. 6:24-26.
Eftir guðsþjónustuna segir Wisse honum, að hann hafi alltafátt erfitt með að trúa á Guð og eigi það alveg sérstaklega við á þessumhörmungarstað. Herpresturinn bendir honum hins vegar á, að það sé einmitthelst í helvíti, sem Guð opinberist mönnunum. Er það í góðu samræmi viðlútherska guðfræðihefð, sem ávallt hefur lagt áherslu á merkingu krossins,þ.e. þjáningu Guðs með mönnunum óháð því hvort þeir hafi sjálfir veriðvaldir af henni eða verið beittir óréttlæti.
Í raun má líta á herprestinn sem fulltrúa Guðs meðal hinna þjáðu og sigruðu. Hann er í senn hirðir þeirra og þjáningarbróðir, sem leggur sig allan fram við að hjálpa þeim og hugga samanber t.d. starf hans meðal hinna særðu. Hann hikar ekki við að taka upp málstað særðu hermannanna fyrir herforingjunum og gerir að lokum uppreisn gegn nasistunum, þegar hann undir lok orrustunnar mölbrýtur útvarp í miðri sigurræðu Görings marskálks og lemur hermann, sem reynir að hindra hann. Eftir uppgjöfina heldur hann svo með hinum hermönnunum til fangabúðanna og fagna þeir samfylgd hans.
Það er því öllu jákvæðari mynd dregin upp af þessum herpresti en þeim sem birtist löngu síðar í þýzku stríðsmyndinni Stalingrad (Joseph Wilsmaier: 1993). Þar leggur herpresturinn áherslu á mikilvægi orrustunnar og segir að Guð sé með þýzku hermönnunum áður en þeir þramma inn í borgina. Vart þarf að taka fram að sú mynd er bæði öllu raunsærri og mun blóðugri en sú sem er hér til umfjöllunar. Engu að síður er ljóst að sú mynd sem dregin er upp af báðum þessum herprestum eru klisjur sem endurspegla að nokkru leyti viðhorf aðstandenda myndanna. Í fræðibókum sem skrifaðar hafa verið um orrustuna kemur fram að herprestarnir hafi ekkert endilega litið á blóðbaðið með sömu augum og persónur þessara stríðsmynda, en það kemur meðal annars fram í þeim dagbókum þeirra sem varðveist hafa.
Að lokum má geta þess að mjög jákvæð mynd er dregin upp af Rússum í kvikmyndinni og eru þeir sýndir bæði trúræknir og gestrisnir þrátt fyrir allar blóðsúthellingarnar.
Beinar tilvísanir í texta trúarrits: 4M 6:24-26, Jh 10:9, 11.
Hliðstæður við texta trúarrits: Mt 27:24.
Guðfræðistef: guðfræði krossins, fyrirbæn kirkjunnar um frið og kærleika, hinn huldi Guð, hinn opinberaði Guð
Siðfræðistef: ábyrgð, hlýðni, sjálfsblekking
Trúarbrögð: lútherska kirkjan; rússneska rétttrúnaðarkirkjan
Trúarleg tákn: maríuíkon, kross
Trúarlegt atferli og siðir: signun, blessun