Kvikmyndir

I’m for the Hippopotamus

Leikstjórn: Italo Zingarelli
Handrit: Barbara Alberti, Amedeo Pagani, Vincenzo Mannino og Italo Zingarelli
Leikarar: Terence Hill, Bud Spencer, Joe Bugner, May Dlamini, Dawn Jürgens, Malcolm Kirk, Ben Masinga, Les Marcowitz, Johan Naude og Nick Van Rensburg
Upprunaland: Ítalía
Ár: 1979
Hlutföll: www.imdb.com/Details?0079351

Ágrip af söguþræði:
Einhvers staðar í Afríku eru hvítir þjóðernissinnar, sem níðast á blökkumönnum og veiða villidýr fyrir dýragarða, lamdir sundur og saman ýmist með berum hnefunum eða steikarpönnum.

Almennt um myndina:
Hefðbundin glórulaus slagsmálamynd með Trinity bræðrum. Þeir sem eru á höttunum eftir gamanmynd ættu að horfa á eitthvað annað.

Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Talað er um náttúruna sem sköpun Guðs auk þess sem galdratrú afrískra frumbyggja kemur aðeins við sögu að ógleymdum indverskum smákaupmanni sem er hindúi. Enda þótt kvikmyndin þykist upphefja mannréttindi allra kynþátta og náttúruvernd, er hér aðeins um að ræða ofbeldisdýrkun af lægstu sort. Auðvitað á þetta allt að vera í gamni gert en gamansemin er samt svo til engin þegar upp er staðið.

Guðfræðistef: sköpunin
Siðfræðistef: mannréttindi, náttúruvernd, ofbeldi, kynþáttamismunun, kynþáttahatur
Trúarbrögð: hindúismi, galdrar