Leikstjórn: Gianni Crea
Handrit: Mino Roli
Leikarar: Lincoln Tate, William Berger, Dino Strano (undir nafninu Dean Stratford), Fiorella Mannoia, Lorenzo Fineschi, Rosario Borelli (undir nafninu Richard Melvill), Lars Bloch, Edda Di Benedetto, Giuseppe Tuminelli, John Turrel, Maurizio Mannoia og Perry Dell
Upprunaland: Ítalía
Ár: 1973
Lengd: 84mín.
Hlutföll: 1.66:1 (stundum þó 1.33:1 eða nálægt því)
Ágrip af söguþræði:
Von er á Krákunni á þriðja degi en svo nefnist svartklædd stórskytta sem loksins mætir ofjörlum sínum í afskekktum bæ einhvers staðar í villta vestrinu.
Almennt um myndina:
Hörmulegur spaghettí-vestri sem einkennist að mestu af hnefahöggum og langdregnu flakki aðalsöguhetjanna úti á túni. Framleiðslan er af ódýrustu sort og skilur ekkert eftir sig.
Breiðtjaldshlutföllin á myndbandinu eru lengst af u.þ.b. 1.66:1 en fara stundum niður í 1.33:1.
Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Í kvikmyndinni eru mennirnir sagðir skapaðir af Guði og biður einn þeirra hann sérstaklega um styrk á neyðarstundu. Að öðru leyti er ekkert trúarlegt við þessa mynd.
Guðfræðistef: styrkur Guðs, sköpun Guðs
Siðfræðistef: manndráp, ofbeldi, svik, hefnd