Kvikmyndir

Ordet

Leikstjórn: Carl Th. Dreyer
Handrit: Carl Th. Dreyer, byggt á leikriti eftir Kaj Munk
Leikarar: Henrik Malberg, Emil Hass Christensen, Kay Kristiansen, Preben Lerdorff Rye, Brigitte Federspeil
Upprunaland: Danmörk
Ár: 1954
Lengd: 124mín.
Hlutföll: us.imdb.com/Title?0048452
Einkunn: 3

Ágrip af söguþræði:
Hinn lútherski Morten Borgen er velstæður en virðist hafa glatað blessun Guðs. Hörmungarnar dynja fyrir fjöskyldu hans og hans þrjá syni. Einn þeirra, Jóhannes, er talinn hafa misst vitið eftir að hafa lesið yfir sig af Søren Kierkegaard, en hann heldur því fram að hann sé Jesús Kristur sjálfur. Annar hefur misst trúna og sá þriðji vill ganga að eiga dóttur Peter Skraedder, fjandmanns Morgen sem tilheyrir kalvískum söfnuði. Ekki batnar ástandið þegar tengdadóttir hans, Inger, deyr við barnsburð og barn hennar einnig. Hefur Guð alfarið yfirgefið þau eða liggur vandinn e.t.v. annars staðar?

Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Trúarstefin í þessari mynd eru svo ótal mörg að ómögulegt er að gera grein fyrir þeim öllum í svo stuttri umfjöllun. Mikilvægasta stefið er trúin, þ.e. afleiðing vantrúar og blessun hinna trúuðu. Þorpið hefur klofnað í lútherskan og kalvinskan söfnuð. Þessir tveir hópar fyrirlíta hvorn annan og hafa alfarið gleymt kærleiksboðskapi Krists og mætti trúarinnar. Jóhannes er Kristur endurkominn til að lækna hið sársjúka þorp en íbúarnir neita að taka á móti honum. Þegar Inger deyr hverfur Jóhannes í nokkra daga en snýr svo gjör breyttur aftur, rétt eins og hinn upprisni Kristur. Með mætti trúarinnar tekst svo Jóhannesi að lífga Inger við og endurvekja trú og kærleika í samfélaginu. Það er engin tilviljun að kristgervingurinn heitir Jóhannes enda minnir hann mjög á Krist þess guðspjalls. Hann er dularfullur, fjarlægur og talar í ljóðrænum gátum. Einnig minnir upprisa Inger mjög á upprisusöguna af Lasarusi í Jóhannesarguðspjalli 11. og 12. kafla. Og eins og í guðspjallinu! er frásagnarmáti myndarinnar hægur og ljóðrænn og áherslan er á mikilvægi trúarinnar. Því má líta á myndina sem útleggingu á boðskapi guðspjalli Jóhannesar.

Beinar tilvísanir í texta trúarrits: 3M 6:24-26, Jb 1:21, Mt 5:15, 5:23-24, 5:39, 6:9-13, 6:26, 9:24, 13:58, Mk 4:21, Lk 6:29, 7:11-17, 8:16, 8:52, 11:2-4, 11:33, Jh1:5, 6:12, 8:12, 8:18, 11:34, 12:11, 13:31-34, 16:23
Hliðstæður við texta trúarrits: Job, Jer 31:31-34, Jóhannesarguðspjal
Persónur úr trúarritum: Elía, Kristur
Sögulegar persónur: Søren Kierkegaard
Guðfræðistef: Upprisan, trú, bænin, útvalning, kraftaverk, kristsgervingur, sköpun, dómsdagur og heimsslit
Trúarbrögð: kalvinismi, lútherismi
Trúarlegir og goðsögulegir staðir: kirkja
Trúarleg tákn: kross
Trúarlegt atferli og siðir: bæn, jarðaför, messa, sálmasöngvur, vitnisburður
Trúarleg reynsla: trú, vantrú, höfnun, bænasvar og frelsun