Kvikmyndir

Rear Window

Leikstjórn: Alfred Hitchcock
Handrit: John Michael Hayes, byggt á smásögunni It had to be Murder eftir Cornell Woolrich
Leikarar: James Stewart, Grace Kelly, Wendell Corey, Thelma Ritter, Raymond Burr
Upprunaland: Bandaríkin
Ár: 1954
Lengd: 115mín.
Hlutföll: us.imdb.com/Details?0047396
Einkunn: 4

Ágrip af söguþræði:
Ljósmyndarinn Jeffries situr fótbrotinn heima við og hefur ekkert betra við tímann að gera en að fylgjast með nágrönunum. Einn daginn tekur hann eftir því að sölumaður nokkur fer margar ferðir út með tösku um miðja nótt. Daginn eftir er eiginkona hans horfin. Jeffries hefst nú handa við að sanna að sölumaðurinn myrti eiginkonu sína, en rannsókn hans er á sama tíma flótti hans frá bónorðum kærustunnar, sem vill ganga í það heilaga.

Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Í Rear Window eru í raun tvær sögur sagðar. Annars vegar sagan af sölumanninum og meintu morði hans á eiginkonu sinni. Hin sagan fjallar um samskipti kynjanna, en hér er átt við samband Jeffries og Lisu sem og í raun allar aðrar persónur í myndinni. Nágrannarnir eru ýmist í leit að maka, trúlofaðir, ný giftir, eða hafa verið giftir lengi. Samböndin ganga einnig misvel. Sum blómstra á meðan aðrir halda fram hjá maka sínum eða koma honum jafnvel fyrir kattarnef.

Jeffries getur ekki hugsað sér að ganga í það heilaga vegna þess að hann metur frelsi sitt of mikils. Hann flýr því vandann með því að fylgjast með nágrönnum sínum. Þar kynnist hann hryllilegri einangrun og eimd nágrannanna sem eru eins og fangar innan veggja heimilla sinna.

Helsta siðferðilega spurning myndarinnar er hvort maðurinn hafi rétt á því að fylgjast með náunga sínum. Á Jeffries t.d. að standa á sama um það hvort nágranni hans hlutaði eiginkonu sína í sundur eða ber honum skylda að liggja á gægjum og fylgjast með öllum hans ferðum. Í þessu sambandi er einmitt vitnað í fyrirmælin í Biblíunni um að manni ber að elska náunga sinn. Hvað felst í slíkri ást og hversu langt á maður að ganga í því að tjá umhyggju sína? Í myndinni er ljóst að hvatirnar eru mismunandi að baki glápfíknarinnar. Jeffries fylgist t.d. með eimanna konunni vegna samúðar og vorkunnsemi en það er ‘gredda’ sem fær hann til að glápa á ballettdansmærina. Spurningin er bara hvort einhver munur sé á þessu tvennu eða hvort þetta er jafnmikil synd.

Beinar tilvísanir í texta trúarrits: Biblían, 3M 19:18, Mt 5:43, Mt 19:19, 22:39, Mk 12:31, Lk 10:27, Rm 13:9, Gl 5:14, Jk 2:8
Hliðstæður við texta trúarrits: Mt 5:28
Siðfræðistef: framhjáhald, gluggagægjur, morð, sjálfsvíg