Leikstjórn: Steven Spielberg
Handrit: Robert Rodat
Leikarar: Tom Hanks, Tom Sizemore, Edward Burns, Barry Pepper, AdamGoldberg, Vin Diesel, Giovanni Ribisi, Jeremy Davies, Matt Damon og Ted Danson
Upprunaland: Bandaríkin
Ár: 1998
Lengd: 169mín.
Hlutföll: us.imdb.com/Details?0120815
Einkunn: 4
Ágrip af söguþræði:
Saving Privat Ryan fjallar um John H. Miller höfuðsmann og hersveit hans ísíðari heimsstyrjöldinni. Hún hefst með innrásinni í Normandí þar semmeirihluti hermanna í hersveit Miller særist eða fellur í valinn. Þremurdögum síðar fær Miller þau fyrirmæli að fara inn á óvinasvæði með átta mannahersveit og finna þar óbreyttan hermann, Ryan að nafni. Ástæðan er sú aðþrír bræður Ryans höfðu fallið í bardaga og þótti Marshall hershöfðingja aðmóðir þeirra hafi nú fært nægar fórnir. Ólíkt innrásinni í Normandí ermarkmið þeirra ekki að drepa óvininn heldur að bjarga lífi eins manns, ekkihershöfðingja eða ættgöfugs manns heldur óbreytts hermanns. En hvaða vit varí því að fórna lífi átta manna til að bjarga einum manni?
Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Kvikmyndin Saving Private Ryan (1998) er án vafa ein vinsælasta ogáhrifamesta stríðsmynd síðari tíma. Myndin fékk t.d. fimm óskarsverðlaun,þar á meðal fyrir bestu leikstjórn. Myndin þótti raunsærri en venja er meðslíkar myndir, bæði hvað varðar lýsingar á limlestingum og dauðsföllum semog andlegum áföllum hermanna. Fyrir þetta fékk myndin verðskuldaða athygliog lof.
Myndin fjallar um John H. Miller höfuðsmann og hersveit hans í síðariheimsstyrjöldinni. Hún hefst með innrásinni í Normandí þar sem meirihlutihermanna í hersveit Miller særist eða fellur í valinn. Þremur dögum síðarfær Miller þau fyrirmæli að fara inn á óvinasvæði með átta manna hersveit ogfinna þar óbreyttan hermann, Ryan að nafni. Ástæðan er sú að þrír bræðurRyans höfðu fallið í bardaga og þótti Marshall hershöfðingja að móðir þeirrahafi nú fært nægar fórnir. „líkt innrásinni í Normandí er markmið þeirraekki að drepa óvininn heldur að bjarga lífi eins manns, ekki hershöfðingjaeða ættgöfugs manns heldur óbreytts hermanns. En hvaða vit var í því aðfórna lífi átta manna til að bjarga einum manni?
Nauðsynlegt er að kynna einn hermann hersveitarinnar til sögunnar en það erhinn trúaði Jackson, sem kyssir stöðugt kross sem hann hefur um hálsinn ogþylur upp vers úr Saltaranum á raunastundu. Jackson er færasta skyttan íhersveitinni og trúir því sjálfur að hæfileikar hans séu gjöf Guðs: ,,Guðgaf mér einstaka gjöf; hann gerði mig að öflugu stríðstóli.“ Í augum Jacksoner stríðið og trúin eitt og það sama. Í hvert skipti sem hann miðar á óvinisína þylur hann upp vers úr Saltaranum til að tryggja aðstoð Guðs, og þaðbregst ekki að Jackson hæfir óvininn í fyrsta eða öðru skoti. Hendur Guðsvirðast berjast með Jackson, rétta af mið hans og styrkja fingur hans.
Uppbygging myndarinnar er einstaklega vönduð og trúarstefin fjölmörg. Ég hefákveðið að fjalla um þessa þætti samtímis, enda eru þeir samofnir. Myndinbyrjar á því að sýna Ryan í nútímanum (aldraður maður) er hann vitjar grafaþeirra hermanna sem fórnuðu lífi sínu til að bjarga honum. Því næst eráhorfandanum sögð sagan að baki björguninni, hrikalegu mannfalli viðinnrásina á Normandí og hættulegri leit lítillar herdeildar um stríðssvæðiní Frakklandi. Ef senur myndarinnar eru flokkaðar gróflega sést að um forntstílbragð er að ræða í uppbyggingu myndarinnar, stílbragð sem á erlendummálum er oftast kallað inclusio en mætti vel nefna innrömmun eða speglun áíslensku:
a1) Bandaríski fáninn.
b1) Ryan aldraður í grafreit hermanna (nútíminn).
c1) Bardagi: Innrásin í Normandí. Miller missir heyrn.
d1) Bréfið til móður Ryan bræðranna og bréf Lincolns.
e1) Undirbúningur og hvíld. Omahafjaran eftir bardaga.
f1) Á akri á leið á áfangastað.
g1) Inni í byggð. Átök.
h) Hvíld og hugrenningar í kirkju.
g2) Í sjúkraskýli. Afleiðingar átaka
f2) Á akri á leið á áfangastað.
e2) Undirbúningur og hvíld. Í þorpi fyrir bardaga.
d2) Bréfið til móður Ryanbræðranna og bréf Lincolns.
c2) Bardagi: Í þorpinu. Miller missir heyrn.
b2) Ryan aldraður í grafreit hermanna (nútíminn).
a2) Bandaríski fáninn.
Kvikmyndin byrjar á því að sýna bandaríska fánann blakta við hún (a1) og húnendar á sama hátt (a2). Þá er Ryan sýndur aldraður er hann nálgast grafreitfallinna hermanna (b1) en næstsíðasta atriði myndarinnar gerist einmitt ásama stað og á sama tíma (b2). Glöggur lesandi tekur væntanlega eftir að,,speglunin“ ruglast eilítið í því sem á eftir fylgir, en fyrir því erufullkomlega eðlilegar skýringar. Strax eftir senuna í grafreitnum er fariðaftur til 6. júní 1944 þegar bandamenn réðust inn í Normandí (c1). Að þeimbardaga loknum er vikið að föllnum bræðrum Ryans og bréfinu sem móður þeirraer sent vegna þessa hörmulega missis (d1). Myndin gat hins vegar ekki endaðfyrr en síðasti bardaginn væri yfirstaðinn því örlög Ryans voru ekki ráðinfyrr en eftir hann.
Öll hverfist myndin um einn atburð, er hermennirnir hvílast í kirkju íniðurníddu þorpi (h). Í kirkjunni fáum við að heyra efasemdir Millershöfuðsmanns um réttmæti þessarar herfarar. Hingað til hafði Miller alltafgetað réttlætt dauða hermannanna í hersveit sinni með því að benda á að hverog einn þeirra björguðu lífi tíu til tuttugu annarra. En nú þurfa jafnvelnokkrir hermenn að láta lífið fyrir aðeins einn mann. Öll minnir sagan ádæmisögu Krists um týnda sauðinn:
Ef einhver á hundrað sauði og einn þeirra villist frá, skilur hann ekki þáníutíu og níu eftir í fjallinu og fer að leita þess, sem villtur er? Ogauðnist honum að finna hann, þá segi ég yður með sanni, að hann fagnar meiryfir honum en þeim níutíu og níu, sem villtust ekki frá. Þannig er það eigivilji yðar himneska föður, að nokkur þessara smælingja glatist. (Mt18:12-14).
Einn munur er þó á kvikmyndinni og dæmisögu Krists. För hermannanna er munmeiri hættuför en bóndans sem leitar týnda sauðsins. Sá munur er þó minni efmaður skoðar dæmisöguna í samhengi guðspjallsins. Hirðirinn í dæmisögunni erað sjálfsögðu Kristur sem er kominn til að leita hinna týndu sauða en súferð var þyrnum stráð og endaði á krossinum á Golgata. För Millershöfuðsmanns endar einnig með því að hann lætur lífið, en síðustu orð hans(sem hann mælir til Ryans) eru bón um að hann sé verðugur þessarar fórnar.Miller er nokkurs konar kristsgervingur sem fórnar lífi sínu fyrirmannkynið. Ryan er hins vegar í hlutverki mannkynsins sem hefur þá skyldu aðtaka við fórninni með þakklæti og vera hennar verðugur.
Í raun má segja að Miller sé tákn allra þeirra bandamanna sem létu lífið ávígvellinum í anda Krists til þess að íbúar hins frjálsa vestræna heims gætuhaldið áfram að lifa í frelsi, lausir undan áþján ofríkis og kúgunar. Þettaviðhorf endurspeglast vel í bréfi Marshalls hershöfðingja til móður Ryanssem og bréfi Lincolns sem hann vitnar í. Þar talar Marshall um að móðirRyans hafi fórnað sonum sínum á altari frelsis og þannig lagt sitt af mörkumtil að losa heiminn undan oki ofríkis og kúgunar.
Senan í kirkjunni er ekki eina innrömmunin í myndinni. Árásin í Normandí erdæmi um aðra innrömmun (senan tekur tæp 30 mín.) en hún er byggð upp áeftirfarandi hátt:
a1) Hönd Miller höfuðsmanns skelfur. Hann opnar vatnsflösku sína
b1) Angist hermannanna fyrir bardagann
c1) Bandamenn falla í valinn
d) Jackson fellir hættulegustu menn Þjóðverja eftir að fara með vers úrSaltaranum
c2) Þjóðverjar falla í valinn
b2) Angist hermannanna eftir bardagann
a2) Hönd Miller höfuðsmanns skelfur. Hann opnar vatnsflösku sína
Öll þessi sena hverfist um atriðið þar sem bandamenn hafa loksins komist ískjól og leita leiða til að ná höggstað á Þjóðverjum (d). Svo það megitakast þarf að þagga niður í stórum vélbyssum sem vonlaust er að komast framhjá. Skyttan Jackson fær það hlutverk að drepa þá sem beita vélbyssunum.Áður en hann hefst handa kyssir hann kross sem hann hefur um hálsinn og umleið og hann miðar á þýskan hermann fer hann með fyrri hluta úr versi 20 úr22. sálmi; ,,En þú Drottinn, ver eigi fjarri!“ Í því skýtur hann og hæfirskotmark sitt í fyrsta skoti. Eftir þetta er klippt á herprest sem er aðleiða deyjandi mann í gegnum syndarjátningu og þar næst er klippt á hermannsem hefur misst alla von og situr hálfdofinn í miðri fjörunni með talnabandí hendi og þylur í sífellu bænir á latínu. Þá er aftur klippt á Jackson semnú lýkur 20. versinu ,,þú styrkur minn, skunda mér til hjálpar.“ Hann skýturá annan þýskan hermann og hæfir aftur í fyrsta skoti. Nú er leið bandamannagreið og sigur þeirra yfir ströndinni í raun tryggður.
Jackson kemur aftur við sögu í þorpinu um miðbik myndarinnar (rétt á undansenunni í kirkjunni). Hersveit Millers gengur fram á franska fjölskyldu enhús hennar er í rústum. Heimilisfaðirinn biður hersveit Millers um að taka(um tíu ára gamla) dóttur sína með sér og fara með á öruggan stað íborginni. Miller harðneitar en óbreytti hermaðurinn Caparzo neitar að hlýðaog finnst ekkert sjálfsagðara en að taka barnið með sér. Hann tekur þvístúlkuna í fang sér en hún sturlast og öskrar hástöfum. Caparzo gefur henniþá kross sinn og lætur um háls hennar til að róa hana en í sömu mund er hannfelldur af leyniskyttu Þjóðverja. Táknræn merking þess að tengja dauðaCaparzo við krossinn sem hann gefur komandi kynslóð er augljós. Nú kemur þaðí hlut Jacksons að finna leyniskyttuna og drepa hana svo hún felli ekkifleiri menn. Jackson kemur sér fyrir á bak við rústir og þylur uppupphafsvers 25. sálms (reyndar vantar fyrstu orðin): ,,Guð minn, þér treystiég. Lát mig eigi verða til skammar, lát eigi óvini mína hlakka yfir mér.“ Aðþví loknu hæfir Jackson þýsku skyttuna rétt í því sem hún ætlar að skjóta áhann. „vinurinn fékk ekki að ,,hlakka yfir“ honum.
Og enn kemur hinn trúaði Jackson við sögu í lok myndarinnar þar sem hannfelur sig upp í turni og fellir hvern þýska hermanninn á fætur öðrum um leiðog hann þylur upp fyrstu tvö vers 144. sálms. Jackson byrjar sálmaflutningsinn með því að ákalla Guð með orðunum ,,Guð, veit mér styrk“ og að þvíloknu kemur sálmurinn:
Lofaður sé Drottinn, bjarg mitt, sem æfir hendur mínar til bardaga, fingurmína til orustu. [hittir í hverju skoti] Miskunn mín og vígi, háborg mín oghjálpari [skýtur mann] skjöldur minn og athvarf, [skýtur menn]
En sálmarnir eru ekki örugg töfraþula því rétt í því sem Jackson lýkur viðannað vers sálmsins verður hann fyrir fallbyssuskoti. Þessi miklasálmanotkun í miðjum drápum kann að hljóma sem guðlast en við megum ekkigleyma því að Gamla testamentið er raunsæ bók, sem snertir alla þættimannlegs lífs. Jahve sjálfur var stríðsguð sem barðist með þjóð sinni ávígvellinum 1 . Því er slík notkun í raun mjög í anda Gamla testamentisins.Guð mætir manninum þar sem hans er þörf og hans er sjaldan meiri þörf en ístríði, þar sem um líf og dauða er að tefla.
En þetta eru ekki einu biblíutilvísanirnar í myndinni. Í senunni í kirkjunnisegir Reiben sem er grófur og beinskeyttur óbreyttur hermaður: ,,Hvernig eraftur orðatiltækið? ,,Ef Guð er okkar megin, hver í andskotanum gæti þáverið þeirra megin?““ Upham undirliðþjálfi, sem er vel menntaður, leiðréttirhann þá með því að vitna rétt í Rómverjabréf 8:31: ,,Ef Guð er með oss, hverer þá á móti oss?“ Reiben sér engan mun á því sem hann sagði og orðum Uphamog svarar hissa að bragði: ,,Var það ekki það sem ég sagði?“ Að lokum mábenda á að Upham vitnar á einum stað í Tennyson ,,Theirs not to reason why,theirs but to do and die“ en er stöðvaður af Reiben áður en hann helduráfram. Þetta ljóð virðist vera mjög vinsælt á meðal hermanna en það er ortút frá 23. sálmi.
Það er réttlætanlegt að fara í stríð og drepa annan mann ef það er í þeimtilgangi að bjarga mannslífum og tryggja frelsi og lýðræði. Ekki er þó veriðað lofa drápin eða fegra þau á neinn hátt, heldur er markmiðið það eitt aðsýna að undir vissum kringumstæðum eru stríð nauðsynleg og í slíkum tilvikumeru dráp ekki syndsamleg heldur ill nauðsyn sem er Guði þóknanleg. Meira aðsegja þegar hermaðurinn mundar riffil sinn til að drepa er viðeigandi aðákalla Guð og biðja hann um að leiða fingurinn sem tekur um gikkinn.
Í Saving Private Ryan eru hermennirnir (og þá sérstaklega Miller)kristsgervingar í leiðangri til að bjarga týnda sauðinum. Og rétt eins ogKristur neyðast þeir til að fórna lífi sínu fyrir fjöldann svo honumhlotnist hjálpræðið, þ.e. frelsi og lýðræði. Lokaorð Millers eru þrunginmerkingu og skírskotun til fórnarinnar: ,,Vertu þess verðugur, vertu þessverðugur.“ Orðunum er að sjálfsögðu ekki aðeins beint til Ryans heldureinnig til hins ,,frjálsa“ vestræna heims sem þarf að vera þess minnugurhvaðan hjálpræðið er komið og hvað það kostaði. Að öðrum kosti gætum viðsofnað á verðinum og rambað í blindni út í enn eina heimsstyrjöldina.
Beinar tilvísanir í texta trúarrits: Biblían, Sl 23, Sl 22:20, Sl 25:2, Sl144:1-2, Mt 6:9-13, Lk 11:2-4, Rm 8:31
Hliðstæður við texta trúarrits: Mt 18:12-14
Persónur úr trúarritum: engill, Guð, Jesús
Sögulegar persónur: Abraham Lincoln
Guðfræðistef: Kristsgervingur
Siðfræðistef: fórn, hefnd, stríð
Trúarbrögð: gyðingdómur, rómversk kaþólska kirkjan
Trúarlegir og goðsögulegir staðir: grafreitur, kirkja
Trúarleg tákn: davíðsstjarna, kross, talnaband
Trúarlegt atferli og siðir: bæn, signing, skriftir, umskurn