Kvikmyndir

Seven Days In May

Leikstjórn: John Frankenheimer
Handrit: Rod Sterling, byggt á skáldsögu Edmond O’Brien og Martin Balsam
Leikarar: Burt Lancaster, Kirk Douglas, Fredric March og Ana Gardner
Upprunaland: Bandaríkin
Ár: 1964
Lengd: 118mín.
Hlutföll: us.imdb.com/Details?0058576
Einkunn: 3

Ágrip af söguþræði:
Framtíðar-kaldastríðsmynd um valdaránstilraun elítu í bandaríska hernum vegna þess að forsetinn ákveður að skrifa undir afvopnunarsamning við Sovétríkin. Myndin gerist á sjö dögum. Fyrsta daginn vaknar grunur um hvað er að gerast en á sjöunda degi, hvíldardeginum, á valdatakan að hafa gengið yfir. Spurningin er bara hvort forsetanum tekst að afla nægra sannanna í tæka tíð.

Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Skemmtileg útlegging á sköpunarsögunni. Myndin byrjar á því að sýna bandarísku stjórnarskrána og hún endar nákvæmlega eins. Þar á milli er nokkuð oft minnst á stjórnarskránna svo það má með sanni segja að myndin fjalli að stórum hluta um hana. Ofan á þetta er lagt sjö daga skemað sem endar á hvíldardeginum. Þannig er stjórnarskrá Bandaríkjanna fléttuð saman við sköpunarsöguna. Með öðrum orðum er stjórnarskráin orðin Guðs góða sköpun. Forseti Bandaríkjanna vill skrifa undir afvopnunarsamninga við Sovétríkinn því hann vill standa vörð um hina jarðnesku paradís (enn ein tilvísunin í sköpunarsöguna) á meðan elítan innan hersins telur sig vera að skapa nýjan og betri heim, en þeirra sköpun á að ljúka á hvíldardeginum, rétt eins og sköpun Drottins (í þessu tilfelli er hvíldardagurinn reyndar sunnudagur að hætti flestra kristinna). Kapphlaupið snýst síðan um það hvort forsetanum tekst að vernda Guðs góðu sköpun, þ.e. stjórnarskrána, eða hvort hin djöfullega sköpun nær fram að ganga. Í mjög áhrifamiklu atriði myndarinnar er leiðtogi þeirra sem ætla að ná völdum er kallaður Júdas. Vanvirðing hans við stjórnarskránna er sem sagt n.k. vanvirðing við Krist. Hvað raulaði ekki meistari Bob Dylan í denn? „With God on our side…!“

Beinar tilvísanir í texta trúarrits: Biblían, Mt 14:25-31, Mk 6:48-50, Jh 6:19-20
Hliðstæður við texta trúarrits: 1M:1:1-2:3
Persónur úr trúarritum: falsguð, Guð, Júdas
Guðfræðistef: guðleg leiðsögn, krossfesting
Siðfræðistef: frelsi, friður, stríð
Trúarlegir og goðsögulegir staðir: paradís