Leikstjórn: Grímur Hákonarson
Handrit: Grímur Hákonarson
Leikarar: (Upplýsingar vantar)
Upprunaland: Ísland
Ár: 2004
Lengd: 22mín.
Hlutföll: Sennilega 1.66:1
Einkunn: 3
Ágrip af söguþræði:
Hreggviður, gamll hægrimaður og fastapenni hjá Mogganum, fær hjartaslag þegar hann er á leiðinni með grein til ritstjóra blaðsins. Hann er óánægður með ritstjórnarstefnu blaðsins og gengur aftur til að reyna að fá greinina birta.
Almennt um myndina:
Helsti kostur myndarinnar er skemmtileg saga og góður leikur ritstjórans. Gallarnir eru tæknivinnsla og leikur annarra í myndinni. Þetta er ein af mörgum stuttmyndum sem sýnd var á stuttmyndahátíðinni Reykjavik Shorts and Docs.
Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Eins og sést á söguþræðinum sýnir myndin á skemmtilegan hátt spíritismann í íslensku samfélagi.
Persónur úr trúarritum: afturganga
Guðfræðistef: handaveruleikinn, afturganga, reimleikar
Siðfræðistef: Óánægja, frjálslyndi
Trúarbrögð: spíritismi
Trúarleg embætti: miðill