Leikstjórn: Luis Buñuel
Handrit: Luis Buñuel og Julio Alejandro
Leikarar: Silvia Pinal, Claudio Brook, Hortensia Santovena, Enrique Alvarez Felix, Antonio Bravo og Enrique del Castillo
Upprunaland: Mexíkó
Ár: 1965
Lengd: 43mín.
Hlutföll: www.imdb.com/Details?0059719
Einkunn: 3
Ágrip af söguþræði:
Einsetumaðurinn Simon hefur dvalið árum saman uppi á háum stólpa úti í óbyggðum og reynst með guðshræðlu sinni og auðmýkt sönn fyrirmynd hverjum þeim sem sækir hann heim. Djöfullinn einsetur sér því að leiða hann sem fyrst í freistni og beitir til þess öllum ráðum með afdrifaríkum og mjög svo sýrðum afleiðingum.
Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Enda þótt sýruhausinn Buñuel hafi verið yfirlýstur guðleysingi og jafnvel þakkað Guði fyrir það í sjálfsævisögu sinni, var hann alla tíð upptekinn af kristindóminum og þá ekki síst rómversk-kaþólsku kirkjunni í kvikmyndum sínum.Í þessu tilfelli hæðist hann að hræsni meinlætamanna, sem telja sig heilagri eftir því sem þeir aðgreini sig meir frá umheiminum og þar með sköpunarverkinu. Simon sniðgengur meira að segja móðir sína, sem kemur sér fyrir í tjaldi skammt frá stólpanum, enda vill hann ekki að kærleikur manna komi niður á sambandi hans við Guð.
Buñuel virðist svartsýnn um manneðlið enda almúgurinn einstaklega vanþakklátur og eigingjarn í mörgum kvikmyndum hans. Þegar bæklaður maður fær t.d. hendur sínar á ný við fyrirbæn Simonar, notar hann þær nær umsvifalaust til að slá barn sitt.
Biblíuvísanirnar og trúarstefin eru eins og gefur að skilja ótalmörg. Þó má benda sérstaklega á, að djöfullinn birtist hér sem fönguleg kona, en gömul hefð er fyrir að blanda þeim saman. Einnig er áhugavert að djöfullinn sem kvenmaður skuli meðal annars taka á sig mynd Jesú Krists í hlutverki góða hirðisins með týnda sauðinn. Simon áttar sig þó að lokum á blekkingunni og biður Guð fyrirgefningar á því að hann skuli hafa villst á úlfi og lambi þegar djöfullinn sparkar sauðnum frá sér. Þar með er þó ekki sagt að meinlætamaðurinn reynist alveg flekklaus.
Beinar tilvísanir í texta trúarrits: Sl 63:1, Sl 121:2, Mt 4:10, Mt 6:9-10, Mt 7:15, Mt 19:29, Mk 1:13, 2Kor 13:13, Opb 13:18, Opb 20:2
Hliðstæður við texta trúarrits: Jes 14:4-21, Mt 5:28, Mt 24:23, Lk 10:18, Lk 15:4-6, Jh 10:11
Persónur úr trúarritum: djöfullinn, Simeon Stylites, Jesús Kristur
Guðfræðistef: meinlæti, guðshræðsla, kraftaverk, synd, iðrun, að sverja, sakramenti, andsetning, fyrirgefning, andkristur
Siðfræðistef: hræsni
Trúarbrögð: rétttrúnaðarkirkjan
Trúarlegir og goðsögulegir staðir: klaustur, stólpi
Trúarleg tákn: kross, stólpi
Trúarlegt atferli og siðir: sálmasöngur, pílagrímsferð, signing, blessun, bæn, fyrirbæn
Trúarleg reynsla: freisting