Leikstjórn: Charles B. Griffith
Handrit: Max Apple
Leikarar: Jimmy McNichol, Janet Julian, Walter Barnes, John Blyth Barrymore, Patrick Campbell, William Forsythe, Charles Howerton og Kari Lizer
Upprunaland: Bandaríkin
Ár: 1981
Lengd: 85mín.
Hlutföll: www.imdb.com/Details?0083097
Ágrip af söguþræði:
Ungur ökuníðingur með treggáfaðar löggur á hælunum rænir draumastúlkunni og heillar hana upp úr skónum með vítaverðum glæfraakstri.
Almennt um myndina:
Sannkölluð vasaklútamynd fyrir alla áhugamenn um bandarískar bifreiðar enda komast ófáar óskaddaðar frá þessum ósköpum. Að vísu eru sumir árekstrarnir klipptir úr ýmsum eldri klessukeyrslumyndum eins og Eat My Dust! frá árinu 1976 og Grand Theft Auto frá árinu 1977, en leikstjórinn Charles B. Griffith var einnig ábyrgur fyrir þeirri fyrrnefndu. Allar eiga þessar svokallaðar gamanmyndir það sameiginlegt að vera sneiddar öllum sönnum húmor enda svo til alvondar.
Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Einn af vonbiðlum draumastúlku ökuníðingsins er trúaður ruðningskappi, sem kallar Guð í sífellu ‚þjálfa‘ og ræðir við hann um allt, sem honum dettur til hugar meðan á eltingarleiknum stendur. Einnig koma þrír vafasamir múslimar við sögu, sem ein löggan heldur, að séu vitringarnir þrír úr guðspjöllunum.
Beinar tilvísanir í texta trúarrits: Mt 2:1-12
Persónur úr trúarritum: Guð
Guðfræðistef: hjálpræði, hjónaband, synd, glötun, vantrú
Siðfræðistef: siðleysi, glæfraakstur, þjófnaður, mannrán
Trúarbrögð: Hjálpræðisherinn, íslam
Trúarlegt atferli og siðir: bæn
Trúarleg reynsla: bænheyrsla, trúartákn