Kvikmyndir

Spellbound

Leikstjórn: Jeffrey Blitz
Handrit: Jeffrey Blitz
Leikarar: Harry Altman, Angela Arenivar, Ted Brigham, April DeGideo, Neil Kadakia,Nupur Lala, Emily Stagg og Ashley White
Upprunaland: Bandaríkin
Ár: 2002
Lengd: 97mín.
Hlutföll: 1.85:1
Einkunn: 2

Ágrip af söguþræði:
Fylgt er eftir átta börnum sem taka þátt í frægustu stafsetningarkeppniBandaríkjanna, The National Spelling Bee.

Almennt um myndina:
Stafsetningarkeppnin hefur verið stór þáttur í þjóðlífi Bandaríkjanna alltfrá tilkomu hennar árið 1925. Heimildarmynd Jeffreys Blitz, sem jafnfram er fyrstamynd hans, gefur því góða innsýn inn í þjóðlíf landsmanna hans. Krakkarnir eru fráýmsum stöðum landsins, þorpum, bæjum og borgum, og af öllum þjóðfélagsstigum. Viðkynnumst sömuleiðis fjölskyldum þeirra sem eru að sama skapi frábrugðnar. Tvöbarnanna búa hjá einstæðu foreldri og þrjú þeirra eru afkomendur innflytjenda.

Allt er þetta mjög áhugavert og merkilegt hvað þeim hefur tekist að velja krakkanavel því að þeir sem urðu fyrir valinu eru aðeins átta af tæplega tvöhundruð ogfimmtíu. Það hefði því auðveldlega getað gerst að allir sem kvikmyndagerðarmennirnirvöldu hefðu dottið út í fyrstu umferð. Sú varð þó ekki raunin.

Myndin er vel unnin og áhugaverður gluggi inn í bandarískt samfélag en það hefðisamt mátt kafa dýpra. Aðeins einu sinni heyrist það viðhorf að keppni sem þessi sémisþyrming á börnum en sú hlið er aldrei rannsökuð. Það er alla vega ljóst að þaðskiptir miklu máli fyrir flesta krakkana að vinna, ef ekki til að bregðast ekkivæntingum foreldra sinna þá til að tryggja sér vinninginn og námsstyrk tilframtíðar.

Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Það er áhugavert að í sumum tilfellum virtist það skipta foreldranameira máli en börnin að þau ynnu, en flest voru fegin að þessu var lokið þegar þauduttu úr keppninni, þótt auðvitað væru þau einnig sár yfir því að hafa ekki unnið.Foreldrarnir virtust þannig lifa í gegnum börnin sín og reyna að láta eigin draumarætast í gegnum líf þeirra.

Allt virðist þetta vera nátengt ameríska drauminum enda segir einn faðirinn að sásem vinnur hörðum höndum geti ekki tapað í Bandaríkjunum, aðeins unnið. Með þessatrú að vopni leggur hann sig allan í að tryggja sigur sonarins.

Flest eiga börnin það sameiginlegt að vera einmana og utanvelta, enda með eindæmumvel gefin og eiga því litla samleið með öðrum skólafélögum. Þau eru öll sérstök ogdásamleg á sinn hátt. Keppnin er því að vissu leiti griðarstaður fyrir þau því aðþar gefst þeim tækifæri til að kynnast öðrum börnum á svipuðu reki.

Börnin eru drifin áfram af mismunandi ástæðum. Eitt þeirra vill bara vera best íeinhverju, sum vilja gera foreldra sína stolta á meðan önnur hafa einfaldlegabrennandi áhuga á tungumálinu. Þau beita einnig mismunandi aðferðum til að náárangri. Einn drengurinn er með nokkra þjálfara á heimilinu og snýst alltheimilislífið um það að skapa sem mestan tíma fyrir æfingar drengsins.

Sumir leita aðstoðar í trúnni. Blökkustelpa segist sjálf vera bænastríðsmaður(Prayer Warrior) og að hún biðji öllum stundum. Það sama segir George, mjögsérstakur einfari, en hann heldur því fram að til þess að vinna þurfi aðeins þrennt:Traust á Jesú, að heiðra föður sinn og móður og að vinna hörðum höndum. Indverskurfaðir treystir ekki á eign bænir og borgar því 1000 manns á Indlandi fyrir að biðjafyrir stráknum sólarhringunum saman. Ekkert af þessu virðist þó virka því að öllfalla þau að lokum úr keppninni.

Beinar tilvísanir í texta trúarrits: 2M 20:12; 2M 21:17; 3M 19:3; 5M 27:16
Persónur úr trúarritum: Jesús
Siðfræðistef: kynþáttafordómar, græðgi, dugnaður
Trúarlegir og goðsögulegir staðir: kirkja
Trúarleg tákn: kross
Trúarleg embætti: prestur
Trúarlegt atferli og siðir: bæn