Kvikmyndir

Spy Hunt in Vienna

Leikstjórn: Alfred Weidenmann
Handrit: Herbert Reinecker
Leikarar: Pierre Brice, Anton Diffring, Daliah Lavi, Senta Berger, Terence Hill, Jana Brejchová, Heinz Drache, Walter Giller, Gustav Knuth og Charles Régnier
Upprunaland: Þýzkaland, Austurríki og Ítalía
Ár: 1965
Lengd: 83mín.
Hlutföll: www.imdb.com/Details?0138782
Einkunn: 1

Ágrip af söguþræði:
Franski leyniþjónustumaðurinn Philip Taylor (eða Philippe Tissot eins og hann mun víst heita í þýzku útgáfu myndarinnar er nefnist Schüsse im Dreivierteltakt) er sendur til Vínarborgar í Austurríki til að hafa uppi á stolnu eldflaugakerfi.

Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Afar slök njósnamynd í anda fyrstu James Bond myndanna. Pierre Brice er þó furðu góður í aðalhlutverkinu og Senta Berger, Daliah Lavi og Anton Diffring standa vel fyrir sínu þrátt fyrir heimskt handrit og slaka framleiðslu. Meira að segja Terence Hill er viðunandi enda segir hann hér fátt og gerir lítið. Tónlistin er svo í höndum snillingsins Gerts Wilden og hljómsveitar hans og ´59 Impalan er hreint augnayndi. Guðfræðin er hins vegar af skornum skammti ef frá eru taldar léttvægar samræður um verndarengil.