Pay It Forward
Leikstjórn: Mimi Leder Handrit: Catherine Ryan Hyde og Leslie Dixon Leikarar: Helen Hunt, Haley Joel Osment, Kevin Spacey Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2000 Lengd: 122mín. Hlutföll: us.imdb.com/Title?0223897 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði Myndin er byggð á vinsælli skáldsögu eftir rithöfundinn Catherine Ryan Hyde og segir frá Trevor McKinney, sem fær það verkefni í félagsfræði í skólanum að gera heiminn að betri stað. Trevor, sem er einbeittur ungur strákur, fær þá snjöllu hugmynd að láta gott af sér leiða með því að koma af stað e.k. keðjuverkandi góðverkastarfsemi. Almennt um myndina Hér er á ferðinni mjög áhugaverð kristsgervingamynd en leikstjóri hennar er Mimi Leder, sú sama og gerði The Peacemaker og Deep Impact. Það er margt gott við þessa mynd. Hún er nokkuð vel tekin og kvikmyndatakan er oft skemmtileg. Hins vegar fer hún aðeins of oft yfir strikið í væmni. Væmnin er þó þolanleg ef maður tekur myndina ekki of hátíðlega og lítur á hana sem dæmisögu. Greining á trúar- og siðferðisstefjum Í myndinni eru raktar tvær sögur. Annars vegar saga Trevor McKinney (Haley Joel Osment, …