All posts tagged: kristsgervingur

Big Hero 6

Big Hero 6

Leikstjórn: Don Hall, Chris Williams Handrit: Jordan Roberts, Daniel Gerson og Robert L. Baird Leikarar: Scott Adsit, Ryan Potter, Daniel Henney, T.J. Miller, Jamie Chung, Damon Wayans Jr., Genesis Rodriguez, James Cromwell Upprunaland: Bandaríkin Tungumál: Enska Ár: 2014 Lengd: 102 mín. Hlutföll: 2.39:1 Einkunn: 3,5 Ágrip af söguþræði Uppblásna vélmennið Baymax verður eins konar lífgjafi hins unga Hiro Hamada sem glímir við depurð og sorg eftir að hafa misst bróður sinn í slysi. Baymax og Hiro verða svo lykilpersónur í hátækni ofurhetjuteyminu Big Hero 6. Þetta er fyrsta kvikmyndin um ofurhetjurnar. Greining á trúar- og siðferðisstefjum Upprisa ofurhetjunnar Kvikmyndin um hlýlega vélmennið Baymax er ofurhetjumynd sem byggir á teiknimyndablöðum um ofurhetjuteymið Big Hero Six. Þetta er jafnframt upprunasaga sem skýrir hvernig teymið varð til, lýsir þroskasögu þeirra og grunngildum. Biblíufróður áhorfandi sér ákveðna hliðstæðu milli Baymax sjálfs og Jesú frá Nasaret: Baymax er sendur til að lækna, Jesús læknaði. Það er andstætt eðli Baymax að beita ofbeldi, Jesús var á móti ofbeldi. Baymax er freistað með því að skipta um forrit í honum, Jesú var freistað í eyðimörkinni. Baymax …

Leikarinn Max von Sydow í hlutverki Jesú í The Greatest Story Ever Told

Jesús og Kristur á hvíta tjaldinu

Jesús Kristur hefur verið vinsælt umfjöllunarefni í kvikmyndum frá árdögum kvikmyndanna. Margar kvikmyndir hafa verið gerðar um líf hans og starf. Þá hafa skírskotanir til sögu hans verið algengar og svokallaðir kristsgervingar hafa tíðum leikið stór hlutverk á hvíta tjaldinu. Í þessum myndum má greina margvísleg áhrif úr samtímanum, sem hafa haft mótandi áhrif á ýmsa þætti, meðal annars á þá mynd sem dregin er upp af persónu og starfi Jesú Krists. Píslarleikir gegndu um aldir mikilvægu hlutverki í trúarlífi almennings í Evrópu og breiddust með tímanum út um hinn kristna heim. Elsta Jesú-myndin, sem er frá lokum nítjándu aldar, var tileinkuð þekktasta píslarleik Evrópu, píslarleiknum í Oberammergau í Suður-Þýskalandi, en hann er ennþá settur á svið þar á tíu ára fresti. Í píslarleikjahefðinni fundu leikstjórar og framleiðendur kvikmynda um píslarsögu Krists fyrirmyndir að verkum sínum. Þetta er til dæmis sýnilegt í kvikmynd Mel Gibson um Píslarsögu Krists sem hefur mjög ákveðna skírskotun til elstu Jesú-myndanna. Af öðrum heimi Elstu kvikmyndirnar um ævi og starf Jesú Krists eru jafn gamlar og kvikmyndin sjálf. Fyrstu myndinar, …

Super Size Me

Super Size Me

Leikstjórn: Morgan Spurlock Handrit: Morgan Spurlock Leikarar: Morgan Spurlock, Bridget Bennett, Dr. Lisa Ganjhu, Dr. Daryl Isaacs,Alexandra Jamieson, Dr. Stephen Siegel Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2004 Lengd: 96mín. Hlutföll: 1.78:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði Kvikmyndagerðarmaðurinn Morgan Spurlock lifir á fæðu frá McDonalds í 30daga. Við fylgjumst með ferlinu og líðan hans á meðan á þessu stendur. Á meðan á þessu stendur rannsakar hann neysluvenjur Bandaríkjamanna. Almennt um myndina Super Size Me! er ein af mörgum áhugaverðum áróðurs-heimildamyndum semhafa verið gerðar á síðustu árum. Líklega eru myndir bandarískakvikmyndagerðarmannsins Michael Moore þekktastar þessara mynda, en hann fékk óskarsverðlaun 2004 fyrir myndina Bowling for Columbine og hlaut síðar á sama ári gullpálmann í Cannes fyrir myndina Fahrenheit 9/11.Myndin er prýðilega gerð og það er greinilegt að Spurlock hefur gott vald á miðlinum. Rauði þráðurinn í myndinni er ofátsmánuður Spurlocks á McDonalds, en inn á milli máltíðanna veltir hann upp ýmsum spurningum tengdum matar- og skyndibitamenningunni þar vestra. Hann nýtur aðstoðar lækna, næringarfræðinga og leitar til margra í myndinni. Þannig má segja að myndin sé tilraun hans til að …

Pay it Forward

Pay It Forward

Leikstjórn: Mimi Leder Handrit: Catherine Ryan Hyde og Leslie Dixon Leikarar: Helen Hunt, Haley Joel Osment, Kevin Spacey Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2000 Lengd: 122mín. Hlutföll: us.imdb.com/Title?0223897 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði Myndin er byggð á vinsælli skáldsögu eftir rithöfundinn Catherine Ryan Hyde og segir frá Trevor McKinney, sem fær það verkefni í félagsfræði í skólanum að gera heiminn að betri stað. Trevor, sem er einbeittur ungur strákur, fær þá snjöllu hugmynd að láta gott af sér leiða með því að koma af stað e.k. keðjuverkandi góðverkastarfsemi. Almennt um myndina Hér er á ferðinni mjög áhugaverð kristsgervingamynd en leikstjóri hennar er Mimi Leder, sú sama og gerði The Peacemaker og Deep Impact. Það er margt gott við þessa mynd. Hún er nokkuð vel tekin og kvikmyndatakan er oft skemmtileg. Hins vegar fer hún aðeins of oft yfir strikið í væmni. Væmnin er þó þolanleg ef maður tekur myndina ekki of hátíðlega og lítur á hana sem dæmisögu. Greining á trúar- og siðferðisstefjum Í myndinni eru raktar tvær sögur. Annars vegar saga Trevor McKinney (Haley Joel Osment, …