All posts tagged: the walking dead

The Walking Dead

Upprisa og örvænting. Hin tilvistarlega undiralda í The Walking Dead

Hvaða erindi á sjónvarpsefni um uppvakninga við nútímann? Fyrir nokkrum árum hefðu flestir svarað því til að það væri lítið sem ekkert. Þetta er jú fráleitt umfjöllunarefni. Látið fólk raknar aftur við en er engan veginn sjálfu sér líkt. Það ræðst á og rífur í sig annað fólk sem í kjölfarið tekur sömu umbreytingunni. Oj, kynni einhver að segja og það með nokkrum rétti. Engu að síður virðist vinsældum sjónvarpsþáttaraðarinnar The Walking Dead, [1] sem einmitt byggja á þessari atburðarás, engin  takmörk sett. Hún hefur slegið hvert áhorfsmetið á fætur öðru, leikararnir hafa hlotið virt verðlaun fyrir leik sinn í þáttunum og lærðar fræðigreinar hafa verið ritaðar um þá. Er það óhugnaðurinn sem heillar svo mjög? Sumpart sennilega. En dyggir áhorfendur þáttanna vita að hann er aðeins á yfirborðinu. Undir streyma spurningar sem gera The Walking Dead að verulega spennandi greiningaráskorun fyrir guðfræðinga. Upprisa dauðra Augljósasta biblíustefið í The Walking Dead er upprisa dauðra sem kristnir guðfræðingar hafa  auðvitað fengist við  frá upphafi. Svo feiknarlega löng hugmyndasaga sé tekin saman í afar einfalt snið má …