Leikstjórn: Jeremy Paul Kagan
Handrit: Edwin Gordon, byggt á skáldsögu Chaims Potok
Leikarar: Maximilian Schell, Rod Steiger, Robby Benson og Barry Miller
Upprunaland: Banaríkin
Ár: 1981
Lengd: 108mín.
Hlutföll: us.imdb.com/Details?0082175#writers
Einkunn: 3
Ágrip af söguþræði:
Kvikmyndin The Chosen (1981) er gerð af Jeremy Paul Kagan eftir samnefndri sögu Chaims Potoks. Hún fjallar um vináttu tveggja ungra gyðinga, Dannys ogReuvens, í New York á árunum 1944-48, samskipti þeirra við feður sína sem tilheyra gjörólíkum hópum gyðinga. Heimsstyrjöldin síðari myndar baksviðmyndarinnar svo og barátta gyðinga fyrir stofnun sjálfstæð ríkisins í Landinu helga. Það er ekki síst ólík afstaða feðranna í myndinni til þess máls sem torveldar vináttu þeirra Dannys og Reuvens.
Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Hér er lýst tveimur ólíkum hópum gyðinga í New York, hasídím-gyðingum og Síonistum. Ágreiningur þeirra snerti einkum afstöðuna til stofunar gyðingaríkis í Landinu helga. Það var helsta baráttumál Síonistanna. Að mati hasídím-gyðinga gekk það guðlasti næst að stofna slíkt ríki. Það var einungis á færi Messías að áliti fylgjenda hasídímhreyfingarinnar. Fróðlegt er að skoða myndina í ljósi 1. sálms Saltarans, sem lýsir andstæðunni á milli réttlátra og ranglátra. Sú anstæða er gegnumgangandi í kvikmyndinni The Chosen þó að það hljóti að koma í hlut áhorfandans að gera upp við sig hvor hópurinn er réttlátur og hvor ranglátur. Af sjónarhóli Reb Saunders og fylgismanna hans er enginn vafi á því að Síonistarnir eru ranglátir og guðlausir menn. Ekki nóg með að þeir beiti Ritninguna vísindalegri gagnrýni heldur vilja þeir berjast fyrir stofnun ísraelsríkis í Landinu helga. Eins og vel kemur fram í myndinni var afstðan til stofnunar ríkis gyðinga í Palestínu sem var aðal ágreiningsmálið. Myndin lýsir vel tveimur ólíkum hópum gyðinga í bandaríksum samfélagi um miðbik aldarinnar, hasdím gyðinga sem eiga rætur sínar að rekja til Baals Shem Tov (Meistara hins góða nafns), sem uppi var 1700 til 1760, og Síonistanna, en sú hreyfing var stofnuð af Theodor Hersl 1897.
Beinar tilvísanir í texta trúarrits: Talmúd, tóra
Hliðstæður við texta trúarrits: Sl 1, Sl 1:2
Persónur úr trúarritum: Messías
Sögulegar persónur: Baal Shem Tov, Theoder Herzl, David Ben-Gurion
Guðfræðistef: helförin, stofun gyðingaríkis
Trúarbrögð: hasídím, gyðingdómur, síonismi
Trúarlegir og goðsögulegir staðir: sýnagóga, ísrael
Trúarleg tákn: mesúsa, kippa, bænasjal, tóra-roðull, tóra-vísir,
Trúarlegt atferli og siðir: bæn, brúðkaup, samkoma, söngur, dans
Trúarleg reynsla: trúarleg leiðsla