Leikstjórn: Giuliano Carnimeo [undir nafninu Anthony Ascott]
Handrit: Enginn er skráður fyrir handritinu
Leikarar: George Hilton, Chris Huerta, Riccardo Carrone, Tony Norton, Umberto D’Orsi, Gino Pagnani og Memmo Carotenuto
Upprunaland: Ítalía
Ár: 1974
Lengd: 89mín.
Hlutföll: www.imdb.com/Details?0071417
Ágrip af söguþræði:
Nokkrir treggáfaðir bófar úr villta vestrinu deila um þýfi úr miklu lestarráni.
Almennt um myndina:
Afspyrnu lélegur spaghettí-vestri þar sem allir ofleika hvað mest þeir geta. Enda þótt enginn sé drepinn að þessu sinni, er enginn hörgull á ofbeldisatriðum. Hnefahöggin eru óteljandi og eru menn slegnir í höfuðið hvað eftir annað með steikarpönnum og næturgagni. Og þegar sprengja springur í höndum einhvers, endar viðkomandi sótsvartur uppi á næsta húsþaki. Húmorinn er í sannleika sagt verulega fúll.
Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Það eina trúarlega sem finna má í myndinni varðar spálestur í kristalskúlur og spil, en það er ekki tekið alvarlega frekar en annað í þessu evrurusli. Kynþáttahaturssamtökin Ku Klux Klan koma líka aðeins við sögu án þess þó að trúarhugmyndir þeirra séu nefndar.
Siðfræðistef: ofbeldi, lygi, kynþáttahatur
Trúarbrögð: Ku Klux Klan
Trúarlegir og goðsögulegir staðir: kirkja
Trúarleg tákn: kristalskúla, spil
Trúarlegt atferli og siðir: spálestur