Kvikmyndir

The Last Wave

Leikstjórn: Peter Weir
Handrit: Peter Weir, Tony Morphett og Petru Popescu
Leikarar: Richard Chamberlain, Olivia Hamnet, Gulpilil, Nandjiwarra Amagula, Fredrick Parslow, Vivean Gray, Walter Amagula, Richard Henderson og Peter Carroll
Upprunaland: Ástralía
Ár: 1977
Lengd: 106mín.
Hlutföll: us.imdb.com/Details?0076299
Einkunn: 2

Ágrip af söguþræði:
Enda þótt lögfræðingurinn David Burton (Richard Chamberlain) hafi einungissérhæft sig í skattamálum fyrirtækja, lætur hann til leiðast að taka að sérmál nokkurra afkomenda frumbyggja Ástralíu sem ákærðir eru fyrir morð áfélaga sínum. Ekki reynist auðvelt að sanna dánarorsökina og fær David íþví sambandi áhuga á trú og siðum frumbyggjanna, sérstaklega bannhelgi oglaunhelgum. Hann er þeirrar skoðunar að þeir viðhaldi trú sinni og siðum ístórborginni Sidney enda þótt allir telji það fráleitt. Verkefnið leitar æmeira á hann og í draumum sínum fær hann tilfinningu fyrir því aðhandanheimur skjólstæðinga sinna sé raunverulegur.

Almennt um myndina:
Leikararnir skila hlutverkum sínum yfirleitt vel, Richard Chamberlaineinnig þótt hann ofleiki á köflum. Hljóðið í myndinni, sem á að magnadulúðina þegar raunveruleiki daumaheims frumbyggjanna brýst inn gegnumþunna skurn hins vestræna raunsæis, er réttlætanlegt en þreytandi tillengdar. Táknheimurinn sem birtist í helli frumbyggjanna nær auk þess ekkiað sannfæra gagnrýnan áhofanda sem er þrátt fyrir allt tilbúinn til aðmeðtaka eitthvað af seiðmagni svokallaðra frumstæðra trúarbragða. Atriðiðmeð dauðagrímuna er magnað út af fyrir sig en ofhleður myndina sem lofarmeiru en hún getur staðið undir.

Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Leikstjórinn skreitir frásögn sína með fyrirboðum af ýmsu tagi og táknum umendalok. Flóðgáttir himins virðast opnast, stórkostlegt hagglél dynur yfirog það virðist rigna froskum, þ.e. regndroparnir breytast í skoppandifroska sem spretta upp úr pollunum.

Andlegur leiðtogi frumbyggjanna er Charlie (leikinn af Nandjiwarra Amagulasem er raunverulegur frumbyggjaleiðtogi utan af landsbyggðinni). Þar semtótemið hans og ættflokksins hans er ugla, getur hann ferðast um sem ugla.Hann býr einnig yfir öðrum yfirnáttúrulegum hæfileikum og hefur kraftinn ávaldi sínu.

Með hjálp Charlies rennur það upp fyrir David að hann er sjálfur afsérstökum ættflokki sem kemur við sögu í goðsögninni um eyðingu ogendurnýjun. Goðsagnaheimur frumbyggjanna er mun raunverulegri heimur en sáheimur sem hvíti millistéttarmaðurinn hefur komið sér upp í auðsæld sinniog tæknivæðingu.

En David tekst ekki frekar en öðrum að sætta heimana tvo þó svo að það komií ljós að sem barn hafi hann átt ítök í þeim fyrri. Veröld hans tekur aðhrynja þegar heimarnir tveir rekast á í bókstaflegri merkingu. David verðuræ fjarlægari fjölskyldu sinni og samstarfsmenn hans undrast um hann. Hannsendir konuna og börnin frá sér vegna þess að hann óttast um þau og ásakarstjúpföður sinn, prestinn, um að hafa í kirkju sinni þurkað útraunveruleika trúarinnar. David er loks leiddur á vit leyndarmálsins íhelgistað ættflokksins í helli undir Sidneyborg. Þar rýnir hann í táknmálættflokksins og finnur m.a. dauðagrímu sjálfs sín. Þegar hann kemst loks úrþessum undirheimum út á ströndina stendur hann andspænis flóðbylgjunnimiklu en tími frumbyggjanna myndar hringrás sem stefnir að eyðingu ogendurnýjun.

Viðfangsefni myndarinnar er árekstur tveggja menningarheima sem eiga ekkertsameiginlegt. Leikstjóranum Peter Weir, sem er fæddur og uppalinn í Sidney,tókst að fá frumbyggjana til að leika í kvikmyndinni og er leiðtoginnþeirra þar (Nandjiwarra Amagula) sjálfur ættflokkahöfðingi langt fráborginni.

Á DVD disknum frá Criterion í Bandaríkjunum fylgir viðtal við leikstjórannþar sem hann lítur 20 ár til baka og gefur athyglisverða innsýn í glímusína við að skilja heim frumbyggjanna. Það er augljóst að það var einlægurásetningur hans að gera honum góð skil, enda tekst honum vel með sumt.Þegar Weir ræddi við Nandjiwarra Amagula við gerð myndarinnar sagðifrumbyggjahöfðinginn t.d. við hann að lögin væru ofar einstaklingnum ogtókst að koma þessu til skila í myndinni með áhrifaríkum hætti.

Víst er um það að einstaklingurinn og persónufrelsið eins og við þekkjumþað á Vesturlöndum er framandi og óskiljanlegt fyrirbæri í samfélagi ogtrúarbrögðum frumbyggja Ástralíu. Hvergi er það betur útskýrt en í bókEmils Durkheim The Elementary Forms of Religious Life, klassískt verk innanfélagsfræðinnar sem kom fyrst út árið 1917 og byggði á öllum fáanlegumskýrslum og greinargerðum um trú og líf frumbyggja Ástralíu á þeim tíma.Mannfræðingar og trúarbragðafélagsfræðingar hafa ausið úr þeim sjóði semþessi bók er allt fram á þennan dag.

Bannhelgin sem hvílir á heilögum hlutum og táknum frumbyggja er svo sterkað hún getur drepið hvern þann sem brýtur af sér. Krafturinn á uppruna sinní samheldni hópsins sem tortýmir miskunarlaust öllum þeim sem ógna henni.Chris Lee (Gulpilil), einn af sakborningunum í myndinni, finnur að Davidvill þeim vel og reynir því að sýna honum fram á að hann sé kominn áhættulegar brautir í draumalífi sínu.. Og jafnvel þótt Chris fari sjálfurút fyrir strikið í vitnastúkunni þá þarf ekki annað en að minna hann áættflokkinn til þess að hann neiti að skíra frá helgum dómum og komiþannig í veg fyrir að hann og félagar hans verði sýknaðir.

Guðfræðistef: Endatími, árekstur tveggja heimsmynda/trúarbragða, bannhelgi, launhelgi
Trúarbrögð: kristindómur, kristin skynsemistrú, frumstæð trúarbrögð Ástralíu
Trúarlegir og goðsögulegir staðir: draumaheimur
Trúarleg tákn: Kirkja, Biblían, trúartákn og helgigripir frumbyggja, tótem, magnað tákn á steini
Trúarlegt atferli og siðir: Særingar, mála, kyrja
Trúarleg reynsla: draumur, leiðsla